Undarleg makrílkrafa

Makrílveiðar á Vigra RE 71.
Makrílveiðar á Vigra RE 71. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég skil ekki hvað Norðmenn eru að fara,“ sagði Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunar, um hugmyndir Noregs um makrílkvóta. Hann sagði að ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) vegna makrílveiða á árinu 2014 hljóðaði upp á 890 þúsund tonn.

Þorsteinn kvaðst ekki hafa aðrar upplýsingar um kröfur Norðmanna en þær sem komið hefðu fram í fjölmiðlum um að þeir vildu taka 1,3 milljónir tonna úr makrílstofninum og deila því á milli strandríkjanna og til Rússa. Með hlut Grænlands gæti þetta þýtt heildarveiði upp á 1,4-1,5 milljónir tonna.

„Ráðgjöfin er byggð á bestu upplýsingum sem vísindasamfélagið hefur. Það að Norðmenn leggi til ein 1.300.000 tonn finnst mér verulega undarlegt, án þess að hafa þó nokkrar forsendur til að meta það sem þeir eru að gera, því ég hef ekki séð það,“ segir Þorsteinn í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »