Við vonum að þið hafið fundið fötin ykkar

Hrönn með ungum dreng sem sótti heilsugæslu til Rauða Krossins.
Hrönn með ungum dreng sem sótti heilsugæslu til Rauða Krossins.

Hrönn Håkansson sinnti algjörri grunnheilsugæslu við Balangiga í Filippseyjum í kjölfarið á því að fellibylurinn Yolanda gekk yfir eyjarnar. Hún sagði frá reynslu sinni á fyrirlestri í dag. 

„Þegar ég kom leit landið mjög illa út,“ segir hún, og bendir á að pálmatrjáaskógur sem var þar áður á tilteknu svæði var nánast jafnaður við jörðu. Heimamenn tóku undir með henni um hvað útsýnið væri gott - þeir höfðu aldrei séð það áður fyrir skóginum. Trén höfðu meira og minna öll brotnað í storminum.

Hrönn hélt til starfa á Filippseyjum í byrjun desember. Hrönn vann á tjaldsjúkrahúsi við mæðravernd og ungbarnaeftirlit í bænum  Balangiga sem er á Samareyju. Hún vann einnig á færanlegri sjúkrastöð sem sinnti heilsugæslu í afskekktum byggðum í nágrenni Balangiga. Hrönn var, rétt eins og Orri Gunnarsson, í fyrsta sinn að störfum á vettvangi fyrir Rauða krossinn. 

Heilsugæsla á hjólum

"Þrátt fyrir að aðstaðan á heilsugæslustöðinni hafi verið hræðileg eftir storminn, þá var starfsfólkið mjög gott og faglegt," segir hún. 

„Þjónustan sem var veitt er svokallað „mobile clinic“,“ sagði hún, og af myndum að dæma var um nokkurskonar heilsugæsla á hjólum að ræða. „Á hverjum degi fórum við eitthvert þangað sem okkar var þörf. Um 100 manns sóttu heilsugæslu hjá okkur á hverjum degi." Heilsugæslu var slegið upp í tjaldi, þar sem börn komu í skoðun, bólusetningu og þau sinntu öllu því sem venjuleg heilsugæsla sinnir,“ segir hún.

Hrönn segir börn hafa verið stærsta hópinn sem kom til þeirra, bæði vegna þess að stór hluti Filippseyinga eru börn, auk þess sem þau léku sér tiltölulega frjáls á ströndinni eða höfninni, og meiddu sig.

„Ein stúlka lenti til dæmis í mótorhjólaslysi, þar sem fjögurra manna fjölskylda var á einu mótorhjóli." Eldri stelpan var töluvert slegin og sagði móðirin til að mynda að dóttirin gréti mikið heima. Ég bað hana að teikna fyrir okkur myndir, sem hún sýndi okkur, og þá sagði móðirin að hún væri hætt að gráta, þannig að hún fékk liti og litabók.“

Fæðingarþjónustuna segir hún hafa verið sérstaka, því mæður hafi nánast verið komnar að fæðingu þegar þær komu, og voru sjaldnast lengur en í nokkra klukkutíma.

Hún hafði meðal annars það hlutverk að afhenda bréf frá Rauða kross deildinni í Garðabæ til barnanna í skólanum sem voru oft á þessa leið: „Við fréttum að þið hefðuð lent í ofsa vondu veðri, en vonum að þið séuð búin að finna fötin ykkar.“

Sendifulltrúar enn að störfum

Aðrir sendifulltrúar Rauða krossins sem unnu við hjálparstarf á Filippseyjum voru þær Magna Björk Ólafsdóttir og Lilja Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðingar, sem báðar hafa mikla reynslu af störfum á vettvangi, og Aleksandar Knezevic rafvirki, sem er margreyndur í hjálparstarfi fyrir Rauða krossinn.

Þá var Karl Sæberg Júlísson einnig við hjálparstörf á hamfarasvæðinu. Karl er einn reyndasti öryggismálasérfræðingur Alþjóða Rauða krossins og hafði yfirumsjón með uppsetningu öryggisferla í neyðaraðgerðunum.  Lilja og Aleksandar eru enn að störfum.

Hrönn Håkansson
Hrönn Håkansson mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Fjölskylda sem lenti í mótothjólaslysi stuttu eftir að hamfarirnar gengu ...
Fjölskylda sem lenti í mótothjólaslysi stuttu eftir að hamfarirnar gengu yfir landið.
mbl.is

Innlent »

Slydda eða snjókoma með köflum

07:11 Spáð er sunnan og suðvestan 5 til 13 metrum á sekúndu á landinu í dag með morgninum og slyddu eða snjókomu með köflum en bjartviðri um landið norðaustanvert síðdegis. Meira »

Tjónið þegar töluvert

05:30 Um 2.300 manns tóku þátt í sólarhringsverkfalli Eflingar og VR sem lauk eina mínútu í miðnætti í gærkvöldi. Verkfallið beindist að hótelum og rútubílstjórum og tóku verkalýðsfélögin sér kröfustöður meðal annars fyrir utan Hús atvinnulífsins og ýmis hótel á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Aukin áhersla á eldvarnir hjá SHS

05:30 „Stórbrunar sem við lentum í við Miðhraun í Garðabæ og Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í fyrra ýttu rækilega við okkur varðandi eldvarnir. Þessir eldsvoðar voru af þeirri stærðargráðu að við réðum hreinlega ekki við þá. Ég var orðinn hræddur um öryggi minna manna og það er ískyggilegt.“ Meira »

Hælisleitendum fjölgar verulega

05:30 Útlendingastofnun hefur ritað sveitarfélögum víða um land bréf til að kanna áhuga þeirra á að gera þjónustusamning við stofnunina um húsaskjól og félagslega þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Meira »

Þorskur merktur á nýjan leik

05:30 Nú í marsmánuði hóf Hafrannsóknastofnun merkingar á þorski á ný eftir nokkurt hlé. Merktir voru 1800 þorskar fyrir vestan og norðan land um borð í rannsóknaskipunum þegar skipin voru í stofnmælingu botnfiska. Meira »

Flugfélögin ræðast við um helgina

05:30 Viðræður um mögulega aðkomu Icelandair að rekstri WOW hófust formlega í gær. Félögin hafa gefið sér fram yfir helgina til að ljúka viðræðunum, en á mánudaginn þarf WOW air að standa skil á 150 milljóna króna vaxtagreiðslu vegna skuldabréfa sem félagið gaf út í september síðastliðnum. Meira »

Orkupakkinn með fyrirvara

05:30 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að leggja fyrir Alþingi þriðja orkupakka Evrópusambandsins, með þeim fyrirvara að sá hluti reglnanna er snúi að flutningi raforku yfir landamæri muni ekki koma til framkvæmda nema Alþingi heimili lagningu raforkustrengs. Meira »

Greiðsla úr sjóði er háð þátttöku fólks

05:30 Á heimasíðu Eflingar kemur meðal annars fram að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku viðkomandi í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

Veður gengur niður

Í gær, 23:59 Gular og appelsínugular viðvaranir sem hafa verið í gildi eru ýmist dottnar út eða detta út á allra næstu klukkustundum. „Þetta er allt á réttri leið,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á vakt á Veðurstofu Íslands. Meira »

Stundum leynast merki í töluboxi

Í gær, 22:25 „Kúnstin við að safna er alltaf sú sama, að afmarka sig með einhverjum hætti. Annars tapast yfirsýnin. Áhuginn hverfur oft líka ef fólk afmarkar sig ekki, því þá er ekki hægt að dýpka sig í neinu,“ segir Eiríkur Jón Líndal, formaður Myntsafnarafélags Íslands, en það fagnar 50 ára afmæli nú um helgina með stórsýningu. Meira »

Komu í leitirnar nær þrjátíu árum seinna

Í gær, 22:10 Stundum getur raunveruleikinn reynst ótrúlegri en nokkur lygasaga. Það upplifðu þeir félagar Þorfinnur Sigurgeirsson, grafískur hönnuður og myndlistarmaður, og Magnús Valur Pálsson, grafískur hönnuður og kennari, nú í vikunni, en þá hafði Þorfinnur samband við Magnús eftir að hafa fengið skilaboð frá ókunnugri konu á Facebook. Meira »

Verkfallsvarsla verður efld til muna

Í gær, 21:55 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það „svívirðilegt“ að fólk hafi sýnt einbeittan brotavilja þegar kemur að verkfallsbrotum. Hún vill efla verkfallsvörslu til muna í næstu viku þegar næstu tvö verkföll eru fyrirhuguð. Meira »

Á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig

Í gær, 21:28 Það er á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig að meta hvort það geti krafist þess að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

Foktjón og fastir bílar víða um land

Í gær, 20:54 Kalla þurfti til björgunarsveitir á Reyðarfirði í kvöld vegna fjúkandi þakplatna og brotinna rúða, en aftakaveður er á svæðinu líkt og víðast hvar á landinu. Á milli 70 og 80 björgunarsveitarmenn hafa sinnt útköllum það sem af er degi. Meira »

Tveir Íslendingar hlutu 100 þúsund

Í gær, 20:43 Tveir Íslendingar hlutu annan vinning í Jóker í útdrætti Eurojackpot í kvöld og fær hvor um sig 100 þúsund krónur í sinn hlut. Meira »

Ástand sem getur ekki varað lengur

Í gær, 20:05 Dagurinn hefur verið ákaflega annasamur að sögn formanns FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center Hotels. „Við erum búin að ljúka herbergjunum, þannig að nú eru veitingastaðirnir eftir,“ segir hann og kveðst vera á leiðinni í uppvaskið. Meira »

Skilti leyfð á afmörkuðu svæði

Í gær, 19:59 Skilti og útstillingar fyrirtækja á Laugavegi mega vera á afmörkuðum stöðum. Annað hvort við framhlið byggingar eða á svokölluðu millisvæði en aldrei á göngusvæði. Reglur um afnot af borgarlandinu vegna skilta og útstillinga voru samþykktar í febrúar 2017. Meira »

Seinkunin algert aukaatriði

Í gær, 19:20 „Við erum í skýjunum með það hversu vel þetta heppnaðist. Það má segja að allt hafi gengið eftir áætlun þrátt fyrir smá seinkun,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, um skorstein Sementsverksmiðjunnar sem jafnaður var við jörðu í dag. Meira »

Krefst endurupptöku á máli Zainab

Í gær, 18:37 Lögmaður fjölskyldu Zainab Safari hefur farið fram á endurupptöku máls fjölskyldunnar hjá kærunefnd útlendingamála á grundvelli breyttra aðstæðna. Í samtali við mbl.is segir Magnús Norðdahl að atburðir dagsins hafi sýnt það svart á hvítu hversu sterk tengsl fjölskyldan hefði myndað hér á landi. Meira »
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...