Líkunum ýtt út í sjóinn

Elín og starfsfólk Rauða Krossins í Filippseyjum.
Elín og starfsfólk Rauða Krossins í Filippseyjum.

„Ég hitti varla manneskju sem hafði ekki að minnsta kosti lent í því að þakið fauk af,“ segir Elín Jónasdóttir. Elín starfaði sem sálfræðingur með neyðarsveit Alþjóða Rauða krossins með hópi sérfræðinga sem fengnir voru til að skipuleggja hjálparstarf í kjölfar hamfaranna þegar fellibylurinn Yolanda gekk yfir Filippseyjar.

Elín fékk það hlutverk að skipuleggja áfallahjálp og sálrænan stuðning sérstaklega fyrir bæði þolendur hamfaranna og starfsfólk og sjálfboðaliða Rauða krossins sem vinna við mjög erfiðar aðstæður til að vinna úr þeim áföllum sem mæta þeim í starfi.

„Ég var ekki á einum stað heldur flakkaði töluvert um, einkum milli borganna Tacloban, Ormoc og Cebu. Mitt starf var skipulagning á sálfélagslegum stuðningi á mismunandi svæðum, sem beindist að starfsfólki Rauða Krossins.“

Elín er margreyndur sendifulltrúi Rauða krossins í áfallahjálp, og vann að svipuðu verkefni á Sri Lanka í kjölfar flóðbylgjunnar miklu í Suður- og Suðaustur Asíu árið 2005. 

Múrsteinar og steypustyrktarjárn kringum flugvöllinn

„Það fer mikill tími og orka í að samhæfa og kortleggja hvað fólk er að gera. Mín reynsla er oft sú að Rauði Krossinn er oft á þeim stöðum sem eru hvað erfiðastir. Þegar ég kom að höfuðstöðvunum í Tacloban blöstu við mér stórar vinnuvélar, sem filippseyski Rauði Krossinn var búinn að fjárfesta í og sendi víða um landið. Ég vissi ekki hvernig ætti að koma þeim um landið, en þær hafa áreiðanlega gert gagn.“ 

Alþjóðaflugvöllurinn í Tacloban var að hennar sögn í slæmu ástandi eftir hamfarirnar, þó svo að búið hafi verið að hreinsa ágætlega til. Allt i kringum flugvöllinn voru hrúgur af múrsteinum og steypustyrktarjárni.

Hún segir að sjálfboðaliðum hafi oft að því er virðist fallist hendur, en á aðeins örfáum mínútum tókst þeim tekist að skipuleggja sig og hefjast handa við að skipuleggja ýmis konar hjálparstarf. „Þarna tóks átta manneskjum á aldrinum 20 til 30 ára að sinna og hafa stjórn á mjög stórum hópi barna. Það var alveg ótrúlegt.“

Hermenn að byggja spítala

Elín segir að það hafi komið henni á óvart að sjá hermenn aðstoða við að byggja sjúkrahús. „Það er eitthvað sem ég hef ekki alltaf séð áður,“ en Elín hefur oft unnið á hamfarasvæðum á vegum Rauða Krossins.

Hún segir að margt starfsfólk Rauða Krossins hafi verið sólarhringum saman í húsnæði Rauða Krossins. Þegar hún spurði það hvar það svæfi, þá brosti það iðulega og segðist alltaf finna sér eitthvað. Hún sagði sögu af einni konu sem starfar fyrir fyrir Rauða Krossinn og tókst með ótrúlegum hætti að bjarga sonum sínum tveimur úr bíl þeirra, sem hafði einhvern veginn skorðast í vatnselgnum. 

Líkunum ýtt út í sjóinn

Hún ræddi mikið við starfsfólk Rauða Krossins í Filippseyjum til að kanna líðan þess. „Það var gaman að sjá að það var ekki bara talað um hlutina, heldur var líka farið í leiki til að vinna úr þessu.“

Hún segir þau gera grín að því sem fólkið kallaði Tacloban-mataræðið: Sardínur í morgunmat, sardínur í hádegismat, sardínur í kvöldmat.

Elín segir starfsfólkið hafa dagana eftir að fellibylurinn gekk yfir landið raðað líkum saman hlið við hlið svo að fólk gæti komið og borið kennsl á ættingja sína.

„Eftir átta daga voru mörg lík sem ekki var búið að bera kennsl á, og þau fóru að lykta og íbúunum fannst óþægilegt að sjá þetta. Starfsfólkinu varð því mjög brugðið þegar íbúarnir í kring fóru að ýta líkunum út í sjó. Þau skildu það í sjálfu sér, en fannst það líka vanvirðing við hina látnu og þýddi að ættingjar gætu sennilega aldrei borið kennsl á ástvini sína.“

Elín Jónasdóttir
Elín Jónasdóttir Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is

Innlent »

Tjónið þegar töluvert

05:30 Um 2.300 manns tóku þátt í sólarhringsverkfalli Eflingar og VR sem lauk eina mínútu í miðnætti í gærkvöldi. Verkfallið beindist að hótelum og rútubílstjórum og tóku verkalýðsfélögin sér kröfustöður meðal annars fyrir utan Hús atvinnulífsins og ýmis hótel á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Aukin áhersla á eldvarnir hjá SHS

05:30 „Stórbrunar sem við lentum í við Miðhraun í Garðabæ og Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í fyrra ýttu rækilega við okkur varðandi eldvarnir. Þessir eldsvoðar voru af þeirri stærðargráðu að við réðum hreinlega ekki við þá. Ég var orðinn hræddur um öryggi minna manna og það er ískyggilegt.“ Meira »

Hælisleitendum fjölgar verulega

05:30 Útlendingastofnun hefur ritað sveitarfélögum víða um land bréf til að kanna áhuga þeirra á að gera þjónustusamning við stofnunina um húsaskjól og félagslega þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Meira »

Þorskur merktur á nýjan leik

05:30 Nú í marsmánuði hóf Hafrannsóknastofnun merkingar á þorski á ný eftir nokkurt hlé. Merktir voru 1800 þorskar fyrir vestan og norðan land um borð í rannsóknaskipunum þegar skipin voru í stofnmælingu botnfiska. Meira »

Flugfélögin ræðast við um helgina

05:30 Viðræður um mögulega aðkomu Icelandair að rekstri WOW hófust formlega í gær. Félögin hafa gefið sér fram yfir helgina til að ljúka viðræðunum, en á mánudaginn þarf WOW air að standa skil á 150 milljóna króna vaxtagreiðslu vegna skuldabréfa sem félagið gaf út í september síðastliðnum. Meira »

Orkupakkinn með fyrirvara

05:30 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að leggja fyrir Alþingi þriðja orkupakka Evrópusambandsins, með þeim fyrirvara að sá hluti reglnanna er snúi að flutningi raforku yfir landamæri muni ekki koma til framkvæmda nema Alþingi heimili lagningu raforkustrengs. Meira »

Greiðsla úr sjóði er háð þátttöku fólks

05:30 Á heimasíðu Eflingar kemur meðal annars fram að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku viðkomandi í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

Veður gengur niður

Í gær, 23:59 Gular og appelsínugular viðvaranir sem hafa verið í gildi eru ýmist dottnar út eða detta út á allra næstu klukkustundum. „Þetta er allt á réttri leið,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á vakt á Veðurstofu Íslands. Meira »

Stundum leynast merki í töluboxi

Í gær, 22:25 „Kúnstin við að safna er alltaf sú sama, að afmarka sig með einhverjum hætti. Annars tapast yfirsýnin. Áhuginn hverfur oft líka ef fólk afmarkar sig ekki, því þá er ekki hægt að dýpka sig í neinu,“ segir Eiríkur Jón Líndal, formaður Myntsafnarafélags Íslands, en það fagnar 50 ára afmæli nú um helgina með stórsýningu. Meira »

Komu í leitirnar nær þrjátíu árum seinna

Í gær, 22:10 Stundum getur raunveruleikinn reynst ótrúlegri en nokkur lygasaga. Það upplifðu þeir félagar Þorfinnur Sigurgeirsson, grafískur hönnuður og myndlistarmaður, og Magnús Valur Pálsson, grafískur hönnuður og kennari, nú í vikunni, en þá hafði Þorfinnur samband við Magnús eftir að hafa fengið skilaboð frá ókunnugri konu á Facebook. Meira »

Verkfallsvarsla verður efld til muna

Í gær, 21:55 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það „svívirðilegt“ að fólk hafi sýnt einbeittan brotavilja þegar kemur að verkfallsbrotum. Hún vill efla verkfallsvörslu til muna í næstu viku þegar næstu tvö verkföll eru fyrirhuguð. Meira »

Á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig

Í gær, 21:28 Það er á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig að meta hvort það geti krafist þess að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

Foktjón og fastir bílar víða um land

Í gær, 20:54 Kalla þurfti til björgunarsveitir á Reyðarfirði í kvöld vegna fjúkandi þakplatna og brotinna rúða, en aftakaveður er á svæðinu líkt og víðast hvar á landinu. Á milli 70 og 80 björgunarsveitarmenn hafa sinnt útköllum það sem af er degi. Meira »

Tveir Íslendingar hlutu 100 þúsund

Í gær, 20:43 Tveir Íslendingar hlutu annan vinning í Jóker í útdrætti Eurojackpot í kvöld og fær hvor um sig 100 þúsund krónur í sinn hlut. Meira »

Ástand sem getur ekki varað lengur

Í gær, 20:05 Dagurinn hefur verið ákaflega annasamur að sögn formanns FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center Hotels. „Við erum búin að ljúka herbergjunum, þannig að nú eru veitingastaðirnir eftir,“ segir hann og kveðst vera á leiðinni í uppvaskið. Meira »

Skilti leyfð á afmörkuðu svæði

Í gær, 19:59 Skilti og útstillingar fyrirtækja á Laugavegi mega vera á afmörkuðum stöðum. Annað hvort við framhlið byggingar eða á svokölluðu millisvæði en aldrei á göngusvæði. Reglur um afnot af borgarlandinu vegna skilta og útstillinga voru samþykktar í febrúar 2017. Meira »

Seinkunin algert aukaatriði

Í gær, 19:20 „Við erum í skýjunum með það hversu vel þetta heppnaðist. Það má segja að allt hafi gengið eftir áætlun þrátt fyrir smá seinkun,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, um skorstein Sementsverksmiðjunnar sem jafnaður var við jörðu í dag. Meira »

Krefst endurupptöku á máli Zainab

Í gær, 18:37 Lögmaður fjölskyldu Zainab Safari hefur farið fram á endurupptöku máls fjölskyldunnar hjá kærunefnd útlendingamála á grundvelli breyttra aðstæðna. Í samtali við mbl.is segir Magnús Norðdahl að atburðir dagsins hafi sýnt það svart á hvítu hversu sterk tengsl fjölskyldan hefði myndað hér á landi. Meira »

Þarf að greiða Guðmundi 1,2 milljónir

Í gær, 18:21 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjaness og dæmt blaðamanninn Atla Má Gylfason fyrir meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða honum 1,2 milljónir króna í miskabætur. Meira »
ERNA 95 ára, hreinsum til á lagernum.
25 til 75% afsláttur. Silfurmunir, skartgripir, armbandsúr og gjafavara. Gott tæ...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...