Þreifingar um lög á verkfall

Verkfallsaðgerðir undirmanna á Herjólfi hafa staðið frá 5. mars.
Verkfallsaðgerðir undirmanna á Herjólfi hafa staðið frá 5. mars. mbl.is/Eggert

Þreifingar hafa verið á milli flokka á Alþingi um að greiða setningu laga vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi leið í gegnum þingið, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Hugmyndin mun vera sú að fresta verkfallsaðgerðum tímabundið með lögum. Verkfallið hófst 5. mars s.l. og hefur hvorki gengið né rekið að ná samkomulagi. Nýr fundur hafði ekki verið boðaður í deilunni þegar rætt var við Ólaf William Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips, í gærkvöld. Síðast hittust deiluaðilar á föstudag.

„Því miður hreyfist ekki neitt,“ sagði Ólafur. „Við erum orðnir mjög vonlitlir og sjáum ekki hvernig hægt verður að leysa deiluna.“ Verkfallið hefur valdið Vestmannaeyingum og fyrirtækjum þeirra margvíslegum vanda og tekjutapi, segir í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert