71,2% Reykvíkinga vilja völlinn áfram í Vatnsmýri

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is

80,7% landsmanna og 71,2% Reykvíkinga vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, samkvæmt skoðanakönnun sem MMR vann fyrir Hjartað í Vatnsmýrinni 14.-17. apríl sl. Alls tóku 1.060 manns þátt í könnuninni. Af þeim tóku 938 afstöðu, þar af 333 Reykvíkingar.

Allir stuðningsmenn Framsóknarflokksins í Reykjavík sögðust vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni, 87,7% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, 71,6% stuðningsmanna Vinstri-grænna og 49,5% stuðningsmanna Pírata.

Athygli vekur að 57,5% kjósenda Samfylkingarinnar í borginni sögðust vilja völlinn áfram í Vatnsmýri í könnuninni nú, en þeir voru 44,9% í könnun MMR síðastliðið haust, og aðeins 44,5% kjósenda Bjartrar framtíðar sögðu já nú en 62,6% í haust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »