Ásakanir áttu erindi við almenning

Bjarki Diego, Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri Pressunnar, Ingibjörg Ólöf ...
Bjarki Diego, Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri Pressunnar, Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir og Ásta Sigríður Knútsdóttir. mbl.is/Þórður

Umfjöllun um ásakanir á hendur Gunnari Þorsteinssyni um kynferðisbrot var í góðri trú og byggð á ummælum nafngreindra kvenna sem stigu fram og báru hann sömu eða sambærilegum sökum. Miðlunin hafi átt fullt erindi til almennings. Þetta sagði lögmaður fyrrverandi ritstjóra Pressunnar.

Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars gegn tveimur konum, Steingrími Sævari Ólafssyni fyrrverandi ritstjóra Pressunnar og útgáfufélagi sama miðils hélt áfram í dag. Áður hefur verið greint frá helstu atriðum úr málflutningsræðu lögmanns Gunnars en í kjölfar hennar var komið að Bjarka H. Diego, lögmanni Steingríms Sævars.

Eins og fram hefur komið krefst Gunnar að tiltekin ummæli sem birtust í tíu greinum sem birtar voru á Pressunni verði dæmd dauð og ómerk. Einnig að Steingrímur Sævarr og konurnar tvær, s.s. talskonur þeirra kvenna sem sökuðu Gunnar um brot gegn sér, greiði saman fimmtán milljónir króna í miskabætur.

Bjarki benti á að sönn ummæli geti ekki talist ærumeiðing og vísaði til þess að konurnar komu flestar fyrir dóminn og greindu frá brotum Gunnars. Hann sagði að „miklu verri“ ummæli hafi komið fram þegar teknar voru skýrslur af konunum í gær og í fréttum af aðalmeðferðinni. „Á þá að refsa þeim blaðamönnum sem birtu þau ummæli?“ 

Hann sagði að Pressan hefði dregið gríðarlega mikið úr þegar fjallað var um ásakanir kvennanna. Umfjöllunin hafi verið fagleg og Gunnari ávallt gefinn kostur á að svara þeim ásökunum sem bornar voru á hann. 

Á að múlbinda blaðamenn?

Bjarki sagðist þeirrar skoðunar að tjáningarfrelsi skuli aldrei vera óheft og menn eigi að bera ábyrgð á óviðurkvæmilegum ummælum sínum eða þeim sem stangast á við mörk tjáningarfrelsisins. „Ef við förum í gegnum þá umfjöllun sem hér er fjallað um, er það virkilega þannig að þau ummæli sem fram komu í miðlum Pressunnar hafi ekki átt erindi til almennings?“

Hann spurði einnig hvort blaðamaður eigi að láta sem ekkert sé þegar hann fái vitnisburð, ekki eins eða tveggja heldur sjö kvenna, kvenna sem ekki tengjast og hafi ekki hist í áratugi en eigi það sammerkt að saka Gunnar Þorsteinsson um sambærileg brot. „Er það bannað að viðlagðri refsingu að miðla þessum upplýsingum? Á að leggja þá skyldu á blaðamenn að þeir séu múlbundnir? Það er dómsins að meta það.“

Ennfremur sagði Bjarki að það væri algjörlega augljóst að ekki hafi verið farið út fyrir mörk tjáningarfrelsisins í þessu máli. „Þetta var fagleg umfjöllun og óhlutdræg, og það var gríðarlega mikið dregið úr því sem vitnin höfðu fram að færa.“

Að endingu spurði hann um rétt kvennanna og hvort þær megi ekki tala um upplifun sína. „Er það samfélag sem við viljum? Ég vil það ekki, Mannréttindadómstóll Evrópu vill það ekki og Hæstiréttur vill það ekki. Það vill það enginn.“

Stigu fram fyrir skjöldu 

Að endingu flutti ræðu sína Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, lögmaður talskvennanna, þ.e. Ástu Sigríðar H. Knútsdóttur og Sesselju Engilráðar Barðdal. Hún sagði það hafa komið í þeirra hlut að stíga fram fyrir skjöldu til að verja þær konur áreiti sem sökuðu Gunnar um refsiverða háttsemi. „Þær komu aðeins fram sem boðberar frásagna þessara kvenna. Þær konur sem sökuðu stefnanda um kynferðisofbeldi hafa vitnað um það að Ásta og Sesselja voru aðeins að bera um það sem þær höfðu sagt.“

Hún sagði að þær Ásta og Sesselja geti ekki borið ábyrgð á því hvernig Pressan setti fram fréttir sínar og í raun séu þær ekki aðilar að málinu. Þau ummæli sem stefnt er vegna og koma fram í bréfi sem sent var stjórn Krossins og Pressunni sé alfarið skrifað af konunum sem sökuðu Gunnar um ofbeldi. „Þær geta ekki borið ábyrgð á þessum ummælum.“

Auk þess sagði Ingibjörg að háttsemi Ástu og Sesselju væri fráleitt til þess fallin að meiða æru Gunnars. Hann eða Jónína Benediktsdóttir, eiginkona hans, hafi farið með málið í fjölmiðla og Gunnar hafi veitt mörg viðtöl áður en þær sendu Pressunni umrætt bréf. „Það er ekki hægt að einn aðili vaði uppi í fjölmiðlum og þær megi ekki svara fyrir sig. [...] Þær áttu ekki annarra kosta völ en að verjast fyrir hönd kvennanna.“

Ennfremur sagði hún að sannleiksgildi ummælanna hefði ekki verið hnekkt og það að rannsókn mála á hendur Gunnari hafi verið hætt breyti því ekki. Þá hafi það þjónað almannahagsmunum að upplýsa um málið, það sé öðrum víti til varnaðar.

Aðalmeðferð málsins er lokið og verður dómur kveðinn upp innan fjögurra vikna.

Gunnar Þorsteinsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun.
Gunnar Þorsteinsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. mbl.is/Þórður
mbl.is

Innlent »

Hafa ekkert með stjórn Gamma að gera

Í gær, 22:40 Samkeppniseftirlitið hefur enn ekki heimilað kaup Kviku á Gamma og bankinn er því ekki eigandi félagsins. Þetta segir Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, í svari við fyrirspurn mbl.is vegna þeirrar yfirlýsingar VR að félagið taki allt fé sitt úr eignastýringu hjá Kviku verði hækkun leigu hjá Almenna leigufélaginu ekki afturkölluð. Meira »

Kom sjálfum sér á óvart með söngnum

Í gær, 22:20 „Frumsýningin gekk eins og í sögu og það voru allir í sæluvímu eftir hana,“ segir Mímir Bjarki Pálmason, annar aðalleikarinn í söngleiknum Xanadú sem nemendur Verslunarskóla Íslands frumsýndu á dögunum. Meira »

Færa inngang og sleppa við friðlýsingu

Í gær, 22:03 Landssímareiturinn verður ekki friðlýstur geri Lindarvatn breytingu á hönnun byggingar sinnar, segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, í samtali við mbl.is. Lindarvatn muni þó sækja að fá tjón sitt vegna sex vikna tafa á framkvæmdum bætt. Meira »

Lilja: „Sigur fyrir söguna“

Í gær, 21:39 „Ég lít svo á að þessi lausn sé sigur fyrir söguna – fyrir sögu Víkurgarðs sem mun öðlast verðugan sess og fyrir okkur sem þjóð sem vill þekkja uppruna sinn,“ segir í Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra. Meira »

Fallast á verndun Víkurgarðs

Í gær, 21:05 Fallist hefur verið á sjónarmið Minjastofnunar um verndun Víkurgarðs og hefur stofnunin því dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Minjastofnun sendi frá sér nú í kvöld. Meira »

„Börn eiga alltaf rétt á stuðningi“

Í gær, 20:40 Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og aðstoð í samræmi við stöðu sína sem börn,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Vekur hún þar athygli á frumvarpi sínu um að heildstætt mat verði frekar notað heldur en aldursgreiningar. Meira »

Ekkert sem bendir til ójafnvægis

Í gær, 20:10 „Það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið í einhverju ójafnvægi eða eitthvað slíkt,“ sagði Davíð Karl Wiium á K100 síðdegis í dag um hvarf bróður síns Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni. „Hvað varðar andlega heilsu Jóns þá er ekkert sem bendir til annars að hann hafi bara verið við góða heilsu.“ Meira »

„Vonin minnkar með hverjum deginum“

Í gær, 19:45 „Mér líst ekkert á þetta,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, spurður hvernig hann meti líkurnar á því að kvóti verði gefinn út fyrir loðnuveiðar á næstu vikum. Afleiðingarnar geti orðið gífurlegar fyrir mörg sjávarútvegsfyrirtæki, fólkið sem hjá þeim starfar og ríkissjóð. Meira »

Segja árás formanns VR ómaklega

Í gær, 19:16 Almenna leigufélagið segist fagna allri umræðu um leigumarkaðinn á Íslandi. Málflutningur Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um Almenna leigufélagið sé hins vegar óheppilegt innlegg í umræðuna. Meira »

Appelsína úr Hveragerði

Í gær, 19:00 Daginn er farið vel að lengja, snjór er yfir öllu bæði í byggð og uppi á hálendinu og því er kominn fiðringur í fjallamenn. Til þess að koma sér í gírinn og fá tilfinningu fyrir tækjunum mættu margir á hina árlegu jeppasýningu Toyota sem haldin var í Garðabæ á laugardag. Meira »

Munu styðja samkomulag við vinnumarkað

Í gær, 18:39 Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, myndi styðja breytingar á skattkerfinu líkt og verkalýðsfélögin hafa óskað eftir. Meira »

Veita 30 milljónir fyrir flóttafólk frá Venesúela

Í gær, 18:02 Utanríkisráðherra hefur ákveðið að verja þrjátíu milljónum króna til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela með stuðningi við starfsemi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Er það til viðbótar tuttugu milljóna króna framlagi sem var ráðstafað til hjálpar flóttafólki frá Venesúela í lok janúar. Meira »

Keyptu níu „svindl-bíla“ árið 2017

Í gær, 18:02 Rekstraraðilar bílaleigu sem keypti notaða bílaleigubíla af gerðinni Suzuki Jimny af bílaleigunni Procar árið 2017 voru undrandi og hálf slegnir er blaðamaður hafði samband og sagði þeim að átt hefði verið við kílómetramælana í a.m.k. níu bílum sem nú eru í eigu fyrirtækisins. Meira »

Þakkaði Karli Gauta góða yfirferð

Í gær, 17:22 Karl Gauti Hjaltason, þingmaður utan þingflokka, gagnrýndi í fyrirspurn sinni til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra að sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hafi verið fenginn til starfa í Reykjavík án þess að staða hans hafi verið auglýst, þar sem kveðið er á um að sýslumaður skuli vera í Eyjum. Meira »

Nektarmyndsendingar algengar í 10. bekk

Í gær, 17:00 Tæplega helmingur stúlkna í 10. bekk í grunnskóla hefur verið beðin um að senda einhverjum öðrum ögrandi mynd eða nektarmynd af sér í gegnum netið. Í tilfelli drengja er hlutfallið 28%. Þá hafa 27% stúlkna í sama bekk sent slíkar myndir og 21% drengja. Meira »

„4 milljóna króna laun eru ekki hófleg“

Í gær, 16:07 „Fjögurra milljóna króna laun eru ekki hófleg í neinum þeim veruleika sem við þekkjum til,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag. Voru orð hennar svar við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Meira »

Húsnæði fyrir flóttafólk mesta áskorunin

Í gær, 15:50 Stærsti fyrirvari Blönduósbæjar við móttöku sýrlenskra fjölskyldna á flótta er að finnist nægilegt húsnæði, segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, í samtali við mbl.is. Sveitarstjórn bæjarins samþykkti í síðustu viku að að taka við flóttafólki samkvæmt beiðni frá félagsmálaráðuneytinu. Meira »

Hóta að taka fé úr stýringu hjá Kviku

Í gær, 15:24 VR segist ekki sætta sig við að Almenna leigufélagið hafi hækkað leigu um tugþúsundir króna í einhverjum tilfellum og gefið leigjendum fjóra daga til að samþykkja hækkunina. Krefst VR þess að áformin séu dregin til baka, en að öðrum kosti ætli félagið að taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá Kviku banka, en um er að ræða 4,2 milljarða. Meira »

Mótmæla við Landsbankann

Í gær, 15:03 Hópur fólks er saman kominn fyrir utan húsnæði Landsbankans í Austurstræti til þess að mótmæla launum bankastjórans. Sjá má af skiltum fólksins að farið er fram á að laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur verði lækkuð. Meira »
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 1200.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Bíll
Góður bíll til sölu. Toyota Avensis árg, 2001 ekinn 270 þús. Hefur verið í góð...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: starting dates 2019: ...