Sjáðu Bárðarbungu í beinni

Mynd þessi var tekin á flugi yfir Bárðarbungu í dag.
Mynd þessi var tekin á flugi yfir Bárðarbungu í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Búið er að koma fyrir vefmyndavél uppi á Grímsfjalli í Vatnajökli sem sýnir Bárðarbungu, þar sem miklar jarðhræringar hafa verið á undanförnum dögum. Er Grímsfjall í um 30 km fjarlægð frá Bárðarbungu. 

Vefmyndavélin er samstarfsverkefni Almannavarna, Neyðarlínunnar, fyrirtækisins M&T og Jöklarannsóknarfélagsins. Alls hafa skjálftar á svæðinu verið í kringum þúsund frá miðnætti í gær, og í kringum 3 þúsund frá síðasta laugardegi þegar skjálftahrinan hófst.

Sjá vefmyndavélina hér.

Bárðarbunga Live Webcam.

mbl.is

Bloggað um fréttina