Haft lítil áhrif á kvikuganginn

Þrátt fyrir að talsvert öflugt gos hafi farið af stað í Holuhrauni, hefur það haft lítil áhrif á heildarmyndina við Bárðarbungu og kvikuganginn sem þar hefur myndast. Þetta segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, en hann ræddi við mbl.is í dag um eldgosið í Holuhrauni og atburðina við Bárðarbungu. Hann segir líkindin við Kröfluelda sem urðu á árunum 1975-1984 vera töluverð þegar svipaðir kvikugangar mynduðust 20 sinnum og 9 sinnum urðu eldgos.

Benedikt Bóas, blaðamaður mbl.is, var við gosið í morgun og náði mögnuðum myndum af hraunflæðinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina