Lokað fyrir alla umferð inn að gosstöðvum

Mynd sem Þórdís Högnadóttir tók í eftirlitsflugi TF-SIF yfir gosstöðvunum …
Mynd sem Þórdís Högnadóttir tók í eftirlitsflugi TF-SIF yfir gosstöðvunum í dag. mynd/Jarðvísindastofnun HÍ

Lögreglustjórinn á Húsavík hefur ákveðið í ljósi aukins óróa á gosstöðvunum í dag að loka fyrir alla frekari umferð inn á svæðið norðan Vatnajökuls. Á meðan þessi óvissa varir er ekki talið rétt að hleypa fleirum inn á svæðið. Jafnframt hefur verið sett upp innri lokun á vegi 910 við Vaðöldu.

Fram kemur í tilkynningu frá Almannavörnum, að fjölmiðlar og vísindamenn hafi til þessa haft takmarkaðan aðgang að svæðinu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 
 
Þessi ákvörðun verður endurskoðuð um leið og nýjar upplýsingar berast.

mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert