Biophilia í norrænum skólum

Þessa dagana eru kennarar og leiðtogar í skólastarfi víðsvegar að frá Norðurlöndunum á námskeiði í Hörpu til að kynna sér kennsluaðferðir sem hafa verið þróaðar í tengslum við Biophiliu verkefni Bjarkar þar sem raungreinum, listum og tækni blandað saman á nýstárlegan hátt. 

Verkefnið er unnið í tengslum við að í ár fer Ísland með formennsku í norrænu ráðherranefndinni og aðferðafræðin verður notuð við kennslu í Álaborg í Danmörku, Sundsvall í Svíþjóð, Þórshöfn í Færeyjum, Grankulla í Finnlandi, Strand í Noregi, Mariehamn á Álandseyjum og Sisimiut á Grænlandi.

Verkefnið er til þriggja ára; árið 2014 fer í undirbúning, árið 2015 í framkvæmd á Norðurlöndunum og árið 2016 í mat og eftirfylgni. Verkefnið byggir á víðtækri þátttöku fræðimanna, vísindamanna, listamanna, kennara og nemenda á öllum skólastigum. 

mbl.is ræddi við tvo norræna skólastjóra á námskeiðinu í dag.

Biophilia verkefnið hófst fyrir þremur árum í kjölfar útgáfu á samnefndri plötu Bjarkar Guðmundsdóttur og hefur aðferðafræðin verið nýtt í sumum íslenskum grunnskólum síðan þá.

Frétt mbl.is: Biophilia í grunnskólunum 

Frétt mbl.is: Tónvísindasmiðja Bjarkar

Helstu markmið norræna samstarfsins sem Ísland leiðir í ár eru að:

  • efla nýsköpun í skólastarfinu með því að þróa kennsluaðferðir sem sameina þekkingu, sköpun og tækni,
  • umbreyta hefðbundnum kennsluháttum með þverfaglegri nálgun, þvert á aldurshópa, kennslugreinar og fagsvið,
  • þróa staðbundin samstarfsnet í þátttökulöndunum, sem tengjast á norrænum samstarfsvettvangi og þar sem unnið verður að því að efla norrænt notagildi,
  • þróa veflægan starfsvettvang fyrir norrænt samstarf , án landamæra og fyrir mismunandi faghópa,sem verður áfram til eftir að verkefninu lýkur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert