„Þetta hefur farið laglega úr böndunum“

Karl Wernersson situr í sófanum fyrir utan dómsal 101 í ...
Karl Wernersson situr í sófanum fyrir utan dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Styrmir Kári

„Þetta hefur farið laglega úr böndunum,“ sagði Arngrímur Ísberg dómsformaður í máli sérstaks saksóknara á hendur fyrrverandi eigenda og helstu stjórnenda Milestone og þriggja endurskoðenda. Aðalmeðferð hófst í morgun og hefur skýrslutaka yfir Karli farið vel fram úr áætlun saksóknara.

Í mál­inu eru Guðmund­ur Ólason, fv. for­stjóri Milest­one, Karl Werners­son, fv. stjórn­ar­formaður, og Stein­grím­ur Werner­son, fv. stjórn­ar­maður, ákærðir fyr­ir umboðssvik, meiri­hátt­ar brot á bók­halds­lög­um og lög­um um árs­reikn­inga í tengsl­um við greiðslur til Ing­unn­ar Wernersdóttur en þær námu á sjötta millj­arð króna.

Jafn­framt eru end­ur­skoðend­urn­ir Hrafn­hild­ur Fann­geirs­dótt­ir, Mar­grét Guðjóns­dótt­ir og Sig­urþór Char­les Guðmunds­son, öll frá end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­inu KPMG, ákærð fyr­ir brot gegn lög­um um end­ur­skoðend­ur. Þau Mar­grét og Sig­urþór eru enn­frem­ur ákærð fyr­ir meiri­hátt­ar brot á lög­um um árs­reikn­inga vegna viðskipt­anna.

Gáttaður á ákæru í málinu

Viðskipt­in gengu út kaup Karls og Stein­gríms á hluta­fé Ing­unn­ar, syst­ur þeirra, í Milest­one. Í ákær­unni er greint frá því að það hafi verið gert með fléttu sem fólst í því að Milest­one fjár­magnaði kaup­in. Með henni hafi stjórn­end­ur Milest­one komist hjá því að fjár­mögn­un hluta­bréfa­kaup­anna kæmi til lækk­un­ar á bók­færðu eig­in fé Milest­one.

Skýrslutakan yfir Karli hófst á því að hann gaf yfirlýsingu. Sagði hann fyrirtækið hafa verið lítið þegar kom að starfsmannafjölda og því hafi ákvarðanataka verið óformleg. Engar lánareglur hafi verið í félaginu, engin lánanefnd, innri endurskoðandi eða þess háttar. Fimm einstaklingar hafi séð um hugmyndavinnu og ákvarðanatöku. 

Félagið hafi keypt þjónustu færustu sérfræðinga fyrir mikið fé og mikið kapp hafi verið lagt á að fara að lögum í einu og öllu. Þegar Ingunn hafi tilkynnt að hún hygðist selja hluti sína í Milestone í árslok 2005 hafi verið farið í viðræður við hana og gerðu endurskoðendur á sama tíma verðmat á þeim hlutum. Þar sem þetta bar brátt að hafi hins vegar ekki verið útfært hver ætti að verða endanlegur kaupandi bréfanna. Úr varð að Milestone fjármagnaði kaupin með brúarláni.

Karl sagði að við gerð ársreiknings fyrir árið 2006 hafi verið rætt um að félagið Leiftri, sem skráð var á Tortóla, yrði kaupandi. Milestone myndi lána félaginu fyrir kaupverðinu og þá eignast endurgreiðslukröfu á Leiftra. Hann sagði að staða félaganna allra á þessum tíma hefði verið mjög sterk og því hafi fjártjónshættan verið lítil sem engin.

Hann sagðist vera gáttaður á ákærunni í málinu. Skriflegir samningar liggi fyrir og öll framkvæmd hafi verið í höndum lögfræðinga og endurskoðenda. Ekkert hafi verið falið í viðskiptunum og allt uppi á borðum. Karl sagðist hafa unnið verk sín eftir bestu samvisku og eftir ráðgjöf færustu sérfræðinga.

Brúarlán vegna millibilsástands

Spurður út í umrætt brúarlán Milestone og hvort samningar hafi verið gerðir um það sagði Karl svo ekki vera. „En við hugsuðum þetta þannig að þetta væri millibilsástand þangað til búið væri að taka endanlega ákvörðun. Þessi fjármögnun var gerð til að viðskiptin gætu gengið eðlilega fyrir sig.“ Milestone hafi því fjármagnað kaupin fyrir mögulegan hóp kaupenda.

Hann sagðist ekki hafa velt fyrir sér hvers vegna Ingunn hafi valið að selja og myndi ekki hvort hann hafi brugðist við þeirri ákvörðun á nokkurn hátt.

Nánar spurður um þá ákvörðun að Leiftri eignaðist bréfin sagði Karl: „Það var ýmsum hugmyndum kastað fram á árinu 2006, en það var ekki fyrr en við frágang ársreikningsins 2006 að þessi hugmynd kemur upp, að Leiftri verði eigandi bréfanna og Milestone Import Export taki lán hjá Milestone til að greiða fyrir þau.“

Í ársreikningi Milestone fyrir árið 2006 kemur engu að síður fram að Ingunn eigi 15,3% hlut í félaginu. Saksóknari spurði út í þá staðreynd og sagði Karl að hann skyldi það ekki en að þetta væri mjög prentvillulegt. 

Skýrslutöku yfir Karli átti að ljúka klukkan 10.45 en ljóst var á þeim tíma að hún myndi dragast. Þegar klukkan var 11.40 sagðist saksóknari enn eiga mikið eftir. Þá gerðist það að upptökutækið í dómsal 101 bilaði og ekki var hægt að halda skýrslutökunni áfram. Var málinu því frestað fram til eftir hádegi.

Til stendur að taka skýrslutöku af öllum sakborningum í dag, en alls óvíst er hvort það takist.

mbl.is

Innlent »

Eiríkur hættur keppni

05:36 Eiríkur Ingi Jóhannsson er hættur keppni í einstaklingsflokki í WOW Cyclot­hon-keppninni, samkvæmt færslu á Facebook-síðu hans. Meira »

Samþykktu deiliskipulag Stekkjarbakka

05:30 „Elliðaárdalurinn er eins og Central Park í New York nema Elliðadalurinn er miklu merkilegri,“ segir Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann og aðrir fulltrúar í minnihluta greiddu atkvæði gegn nýju deiliskipulagi fyrir nýtt þróunarsvæði á Stekkjabakka í skipulags- og samgönguráði í gær. Meira »

Rúmur þriðjungur seldur

05:30 Fjárfestar hafa endurmetið söluáætlanir nýrra íbúða í miðborginni og gera jafnvel ráð fyrir hverfandi hagnaði vegna dræmrar sölu. Einn fjárfestir áætlaði að salan tæki 12 mánuði en miðar nú við 18 mánuði. Annar gerir nú ráð fyrir að 12 mánuðir bætist við sölutímann. Meira »

Ragna rýfur karlavígi til 426 ára

05:30 Mikil tímamót verða á Alþingi 1. september nk. þegar Helgi Bernódusson lætur af starfi skrifstofustjóra Alþingis og við þessu starfi æðsta embættismanns þingsins tekur Ragna Árnadóttir, fyrst kvenna. Meira »

Þurfa að sækja um framlengingu

05:30 Lög um framlengda heimild til ráðstöfunar á séreignarsparnaði í tvö ár eða til 30. júní 2021 voru samþykkt á Alþingi 7. júní sl. Í Morgunblaðinu í maí sagði Ingvar Rögnvaldsson vararíkisskattstjóri að eðlilegt væri að með einhverju móti yrði leitað eftir afstöðu þeirra sem voru inni í kerfinu, hvort þeir vilji halda áfram að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán eftir 30. júní. Meira »

Verðmæti flugvallarsvæðis

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir undirritun viljayfirlýsingar stjórnvalda og einkahlutafélagsins Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. um skipulags á svæðinu í kringum Keflavíkurflugvöll vera mikil tímamót. Meira »

Sea Shepherd í Reykjavíkurhöfn

05:30 Liðsmenn Sea Shepherd, samtaka aðgerðasinna sem m.a. berjast fyrir verndun hvala, eru komnir hingað til lands. Skip þeirra, MV Brigitte Bardot, lagðist að bryggju í Reykjavíkurhöfn í fyrradag, skammt frá hvalveiðiskipum Hvals hf. Meira »

Bíða kátir eftir flugheimild á Ísafirði

05:30 Keppendur í Greenland Air Trophy 2019, sem flugu frá Reykjavík, lentu á Ísafirði um þrjú leytið í gær.   Meira »

Skúli bættist óvænt í hópinn

Í gær, 23:29 Ekta íslenskt sumarveður herjar á keppendur í A- og B-flokkum hjólreiðakeppninnar WOW Cyclothon.  Meira »

„Bara hjóla hratt og stoppa ekki“

Í gær, 22:33 „Hann var með nóg að drekka og nóg að borða með sér á hjólinu og var búinn að ákveða að reyna að hjóla eins lengi án þess að stoppa og hann gæti. Ég spurði hann áðan þegar við vorum komin á Egilsstaði, að gamni, hver væri nú lykillinn að því að ná að hjóla til Egilsstaða undir 24 tímum.“ Meira »

Norðmaður vann 220 milljónir

Í gær, 22:07 Heppinn Norðmaður vann rúmar 220 milljónir króna í Víkingalottóinu í kvöld eftir að hafa hlotið annan vinning.  Meira »

Ný ábendingalína aðlöguð börnum

Í gær, 21:51 Ný og endurbætt tilkynningarsíða Ábendingalínunnar var opnuð á vef Barnaheilla í dag, en hún er sniðin að þörfum ólíkra aldurshópa með það að markmiði að auðvelda börnum að senda inn tilkynningu um óæskilega hegðun á netinu. Meira »

Hittust eftir hálfa öld

Í gær, 21:50 Frumbyggjar og börn þeirra á Holtinu í Kópavogi gerðu sér glaðan dag saman síðastliðinn sunnudag, en mörg þeirra höfðu ekki hist í yfir hálfa öld. Meira »

„Nei Ásmundur“

Í gær, 21:24 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir engan skulda Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, afsökunarbeiðni. Meira »

Breiðamerkurjökull hopað mikið á 74 árum

Í gær, 21:12 Ragnar Heiðar Þrastarson, einn af fagstjórum Veðurstofu Íslands, rakst á dögunum á loftmynd sem bandaríski sjóherinn tók af Jökulsárlóni 30. ágúst 1945 fyrir kortadeild Bandaríkjahers. Meira »

Góð stemning við rásmarkið

Í gær, 20:53 Allir keppendur WOW Cyclothon, sem telja hátt á sjötta hundrað, eru nú lagðir af stað hringinn í kringum landið, en tíu manna liðin lögðu af stað frá Egilshöll klukkan 19 í kvöld. Líkt og sjá má á ljósmyndum ljósmyndara mbl.is var mikill hugur í fólki og góð stemning við rásmarkið. Meira »

„Tek ekki þátt í einhverju gerviferli“

Í gær, 20:37 „Ég þarf engar sættir við þessa konu því ég vinn ekki með henni og hef ekki samskipti við hana dagsdaglega,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, um skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra, sem lagði fram 100 blaðsíðna kvörtun yfir hegðun Vigdísar til áreitni- og eineltisteymis borgarinnar. Meira »

Svara kalli eftir auknum skýrleika

Í gær, 20:15 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir nýja stjórnendastefnu ríkisins vera svar við miklu ákalli eftir slíkri stefnu á síðustu árum. Stefn­unni er ætlað að vera liður í því að efla stjórn­un hjá rík­inu og vinna að betri þjón­ustu við sam­fé­lagið sem miðar að því að bæta lífs­kjör í land­inu. Meira »

Sundurgrafin jörð við brautina

Í gær, 20:13 Sumarið er tími framkvæmda og undanfarið hefur mikið rask verið á jarðvegi við Reykjanesbrautina við Elliðaárdal. Veitur hafa þar unnið að endurnýjun lagna fyrir heitt og kalt vatn auk frárennslislagna. Míla og Gagnaveita Reykjavíkur hafa einnig verið í endurnýjun á svæðinu. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...