Gæti orðið ráðherra á ný

Hanna Birna yfirgefur innanríkisráðuneytið í gærkvöldi.
Hanna Birna yfirgefur innanríkisráðuneytið í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir koma til greina að Hanna Birna Kristjánsdóttir verði ráðherra á ný síðar á kjörtímabilinu. „Það kemur allt til greina í pólitík. Það er eitt sem er alveg öruggt að það kemur allt til greina í þeim efnum,“ segir Bjarni.

Hanna Birna óskaði í gær eftir því að hætta sem innanríkisráðherra. Hún fer í frí til áramóta en tekur þá aftur til starfa sem þingmaður. Hún baðst undan viðtölum en sagðist í yfirlýsingu hlakka til að geta sinnt embætti varaformanns flokks síns.

Bjarni segir stöðu Hönnu Birnu sem varaformanns „óbreytta“. „Ef eitthvað er hefur hún meira svigrúm til þess nú að sinna flokksstarfinu.“

Í umfjöllun um afsögnina í Morgunblaðinu í dag segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra eftirsjá að Hönnu Birnu sem ráðherra. Hann geti vel séð fyrir sér að hún verði ráðherra á ný á kjörtímabilinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »