„Það er heilt hnífasett í kúnni“

Fjölmennt var á umferðarþinginu sem haldið var í Norðurljósasal Hörpunnar.
Fjölmennt var á umferðarþinginu sem haldið var í Norðurljósasal Hörpunnar. mbl.is/Kristinn

Á umferðarþingi Samgöngustofu í morgun hélt Guðbjörg Kristín Ludvígsdóttir læknir erindi sem bar nafnið „Búa fatlaðir við sama öryggi og aðrir í umferðinni?“ Guðbjörg starfar sem endurhæfingarlæknir á Landspítalanum Grensási og var ómyrk í máli um aðstæður fatlaðra farþega í umferðinni.

„Því miður er fólki í hjólastólum ekki tryggt nægilegt öryggi í umferðinni. Ég upplifi það stundum þannig að fatlaðir séu hreinlega ekki til á Íslandi. Ég veit hins vegar betur. Staðan er þannig að það vantar bílbelti og tilskilinn útbúnað í mjög marga bíla, bíla sem jafnvel hafa það eina hlutverk að flytja fólk í hjólastólum frá A til B.

Það er fólk í þessum hjólastólum. Um er að ræða foreldra okkar, systkini, börn, vini og vandamenn og við eigum að hugsa um öryggi þeirra. Einstaklingur sem situr í hjólastól getur haft margar ástæður fyrir því að vera bundinn við hann. Oft á tíðum er það vegna lömunar sem þýðir að hann getur ekki stillt sig af í stól eins og þeir sem ekki eru lamaðir,“ segir Guðbjörg og veltir upp einu dæmi um þetta.

Ekki eru allir bílar búnir bílbeltum fyrir farþega í hjólastól ...
Ekki eru allir bílar búnir bílbeltum fyrir farþega í hjólastól þrátt fyrir að þjónusta við þá sé þeirra eina hlutverk. Ljósmynd/Sverrir Vilhelmsson

„Það virðist vera sem öllum sé nákvæmlega sama“

„Ímyndið ykkur að þið séuð farþegi í bíl annars manns. Hann er svolítill glanni, tekur skarpar beygjur og bremsar mikið. Þið eruð þá alltaf að stilla ykkur af og laga ykkur í sætinu eftir aðstæðum hverju sinni. Lamaður einstaklingur getur ekki gert þetta, sem þýðir það að ef bíllinn fer yfir hraðahindrun eða tekur skarpa beygju þá getur viðkomandi dottið úr stólnum. Þetta er að gerast trekk í trekk í trekk, hér á Íslandi. Það virðist vera sem öllum sé alveg nákvæmlega sama. Bílstjórarnir breyta ekki hegðun sinni og þetta heldur bara áfram.

Hjólastólar eru jafn mismunandi og þeir eru margir því þeir eru gerðir til að þjóna þörfum hvers og eins. Bílstjórarnir þurfa þannig að kunna að festa hvern og einn stól á rétta staði. Því miður þarf sífellt að vera að laga hjólastóla eftir að þeir hafa verið festir vitlaust í bíla. Þá hafa sumir hjólastólar ekki bak sem nær lengra en upp á mjóbak. Ímyndið ykkur að vera í slíkum stól, í bíl sem er á fleygiferð. Hversu mikið högg þarf þá til að hafa alvarlegar afleiðingar á bakið? Og þá erum við ekki að tala um lamaðan einstakling, sem hefði ekki möguleika á að bregðast við slíkum aðstæðum.“

Fáar jákvæðar fréttir hafa borist um ferðaþjónustu fatlaðra síðan nýtt ...
Fáar jákvæðar fréttir hafa borist um ferðaþjónustu fatlaðra síðan nýtt kerfi var sett á laggirnar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Landlægur misskilningur um belti í hjólastólum

Guðbjörg segir það vera landlægan misskilning að belti hjólastóla virki einnig sem bílbelti. „Beltin eru til að festa einstaklinginn betur við sjálfan stólinn eða til að hagræða honum svo hann sitji betur í stólnum. Hér á landi halda margir að beltin í hjólastólnum séu bílbelti. Ég vil taka það fram að svo er ekki en þetta viðhorf sést einna best á því að árið 1982 var bílbeltisskylda leidd í lög en það var ekki fyrr en árið 2007 sem það var gert skylt að festa fólk í hjólastól með bílbelti,“ segir Guðbjörg og bendir á að enn skorti nauðsynlega regluverk fyrir flutninga með fólk í hjólastólum.

„Við höfum ekkert sem tryggir það að almennilega sé staðið að þessu og afleiðingarnar eru þær að það er fullt af bílum þarna úti, sem hafa þó þetta eina hlutverk, sem hafa hvorki bílbelti né aðrar veigamiklar öryggisráðstafanir fyrir fólk í hjólastólum. Það virðist bara vera allt í lagi.“

Bílbeltisleysi á ábyrgð farþegans

Hún sagði einnig frá samskiptum sínum við lögreglu um þessi mál, þar sem hún bað um athugun á öllum þeim bílum sem störfuðu við ferðaþjónustu fatlaðra. „Eftir þessa athugun var lögreglan alveg sammála mér um að eitthvað þyrfti að gera í þessum málum. Hins vegar kom í ljós dálítið vandamál en það er að ef lögreglan stöðvar bílinn og gerir athugasemd við bílbeltisleysi farþega í hjólastól, þá er það á ábyrgð farþegans ef hann er 15 ára og eldri,“ segir Guðbjörg og bætir við að þetta hljóti að koma spánskt fyrir sjónir.

„Um er að ræða þjónustu sem snýst um að flytja farþega og á að vera með öll tilskilin réttindi. Það eru ekki bílbelti í bílnum og bílstjórinn firrar sig ábyrgð. Á það þá að lenda á einstaklingnum í hjólastólnum að borga sektina? Þetta er ekki í lagi. En hvar stendur þá hnífurinn í kúnni?“ spurði Guðbjörg gesti umferðarþings.

„Í rauninni er bara heilt hnífasett í kúnni. Í fyrsta lagi er löggjöfin alls ekki nógu góð og það er brýnt að setja almennar reglur sem fjalla bara um flutning fatlaðra í bílum. Í öðru lagi þarf að fylgja því eftir og þá þarf eftirlitið að vera miklu strangara en það er í dag. Það þarf að taka þessa bíla út og sjá til þess að þetta sé í lagi. Bílstjórarnir þurfa einnig að fara á námskeið þar sem þeir læra hvernig á að festa fólkið niður og tryggja öryggi þeirra auk þess að fræðast um hvað felst í fötlun hvers og eins.“

Fullorðinn farþegi, sem bundinn er við hjólastól, ber sjálfur ábyrgð ...
Fullorðinn farþegi, sem bundinn er við hjólastól, ber sjálfur ábyrgð á því ef bíl þjónustunnar skortir bílbelti. mbl.is/Kristinn

„Þurfum að tryggja öryggi farþega í óvissuferðum“

Hún beindi einnig tilmælum til fagfólks sem í auknum mæli þyrfti að passa upp á öryggi fólksins í bílunum. „Við þurfum að fræða fólk og segja því hverjar reglurnar eru. Þá eigum við ekki að hika við að segja fólki að hreinlega neita að fara um borð í bíla sem eru ekki með öryggi farþega í lagi. Í stuttu máli eiga allir farþegar í bíl að hafa bílbelti sama þótt sætið þeirra sé á hjólum eða ekki. Þetta er ekki flókið. Við þurfum að taka hausinn úr sandinum.“

Guðbjörg klykkti að lokum út með að huga skyldi að öryggi farþega hjá ferðaþjónustu fatlaðra. „Við þurfum að tryggja öryggi farþega í óvissuferðum en það virðist vera það nýjasta sem ferðaþjónusta fatlaðra býður upp á.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hélt bolta á lofti á miðri akrein

20:57 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hálfþrjúleytið í dag um mann sem truflaði umferð á Sæbraut við Kringlumýrarbraut með því að sýna listir sínar með bolta á einni akreininni fyrir miðju. Meira »

Fjármálaáætlun ekki klár fyrir páska

20:55 Fjármálaáætlun verður ekki lögð fram á tilsettum tíma. Þetta kemur fram í bréfi frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu til forseta þingsins í morgun en til stóð að fjármálaáætlunin yrði á dagskrá þingfundar á morgun. Síðasti þingfundur fyrir páska verður föstudaginn 23. mars og kemur þingið ekki saman að nýju fyrr en mánudaginn 9. apríl eftir páska. Meira »

Alvarlegt umferðarslys í Hafnarfirði

20:32 Alvarlegt umferðarslys varð í Hafnarfirði um hálffimmleytið í dag. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru tveir bílar sendir á vettvang. Meira »

„Prýðileg reiðtygi“ til sýnis á Þjóðminjasafni Íslands

20:05 Áður fyrr lögðu knapar mikið upp úr því að reiðtygi væru skrautleg og til prýði, en nú stendur yfir sýningin „Prýðileg reiðtygi“ í Bogasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Meira »

Stal úr bílum ferðamanna

19:59 Ökumaður sem stöðvaður var á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum 14. mars reyndist á stolnum bíl, með stolnar skráningarplötur og hann sjálfur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Meira »

Viðbrögð Breta „ekki dramatísk“

19:45 „Það kæmi mér ekki á óvart að breskir diplómatar væru að vinna bak við tjöldin og færu þess á leit við aðildarríki NATO að þau sýndu Bretlandi samstöðu og mótmæltu framferði Rússa,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur, um þann möguleika að ríkisstjórnin sniðgangi HM í Rússlandi í sum­ar. Meira »

Erfitt að reiða sig á hjálp og missa frelsi

19:00 Þorsteinn Árnason vélfræðingur hefur tvisvar lent í alvarlegu mótorhjólaslysi. Hann er nú í endurhæfingu eftir að hafa brotið alla hálsliði og nokkur rifbein. Meira »

Greiddu atkvæði gegn starfskjarastefnu

19:05 Fulltrúar Gildis-lífeyrissjóðs greiddu atkvæði gegn starfskjarastefnu N1 á aðalfundi félagsins sem haldinn var síðdegis í dag. Meira »

Engar óhefðbundnar lækningar

18:41 Ekki eru stundaðar óhefðbundnar lækningar á Landspítalanum. Sjúklingum á mörgum deildum er þó boðið upp á fjölbreytilega viðbótarmeðferð, sem nytsama og skaðlausa aukameðferð til hliðar við gagnreynda meðferð. Meira »

Stuðningsfulltrúi gengst undir sálfræðimat

18:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið dómkvaddan sálfræðing til að framkvæma sálfræðimat á þroska og heilbrigðisástandi stuðningsfulltrúa sem er grunaður um kynferðisbrot gegn börnum. Meira »

Haukur ekki í haldi Tyrkja

18:03 Varnarmálaráðherra Tyrklands hefur staðfest að Haukur Hilmarsson sé ekki í haldi tyrkneskra stjórnvalda.  Meira »

Neitað um gögn sem gætu leyst málið

17:54 „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað afhenda mér tiltekin gögn sem geta varpað ljósi á og skýrt aðstöðu Sunnu, og að ég tel leyst málið að mörgu leyti,“ segir Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Sevilla á Spáni eftir slys. Meira »

Einn í haldi lögreglu vegna innbrota

17:33 Einn karlmaður situr enn í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hrinu innbrota í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í byrjun þessa árs. Maðurinn er einn hinna handteknu í aðgerðum lögreglunar fyrr í þessum mánuði en alls hafa 23 verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Meira »

1.366 milljóna rekstrarafgangur

17:06 Rekstrarniðurstaða ársins 2017 hjá Íbúðalánasjóði var jákvæð sem nemur 1.366 milljónum króna.  Meira »

Deyja á biðlistum eftir meðferð

16:10 Inga Sæland formaður Flokks fólksins, gerði skort á aðstoð við áfengis- og vímuefnasjúklinga að umtalsefni í fyrirspurn sinni til heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Sjúkrarúmum fyrir þennan málaflokk hafi fækkað um 400-500% frá 1985. Meira »

„Pínu hneykslaður“ á ráðherra

17:12 Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata spurði Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra um smávægileg fíkniefnabrot á sakaskrá í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og varð mjög undrandi á svari ráðherra, sem sagðist álíta sem svo að öll brot ættu heima á sakaskrá. Meira »

Viðkvæmir taki vasaklútana með

17:00 „Myndin er um vináttu og hvað það er að vera alvöru manneskja, það er það sem myndin er um í raun og veru, fótboltinn er bara bíllinn sem við notum á leiðinni.“ Meira »

Kasti ályktun landsfundar út á hafsauga

15:52 Verður ráðherra staðfasta foreldrið í samstarfi VG og Sjálfstæðisflokksins, spurði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartími á Alþingi í dag. Meira »
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Tek að mér bókanir, umsjá reikninga ofl. Upplýsingar í síma 649-6134...
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
 
Aðalfundur ístex
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ÍSTEX hf verð...
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...