Mál án fordæma

Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ingólfur Helgason ...
Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ingólfur Helgason eru meðal ákærðu í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Mynd/mbl.is

Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hefst á morgun, mánudag en um er að ræða stærsta mál sinnar tegundar hér á landi. Áætlað er að að vitnaleiðslur taki 17 daga og málsmeðferð 5 daga. Samtals er því um að ræða 22 daga í dómsal, eða fimm vikur í það heila.

Ákæran skiptist í raun upp í tvær hliðar, kaup- og söluhlið. Á kauphliðinni er bankinn sagður hafa keypt hlutabréf í sjálfum sér í miklum mæli og kemur fram í ákærunni að með því hafi verði bankans verið haldið uppi, eða þess gætt að það lækkaði ekki of hratt. Á söluhliðinni er ákært fyrir að bankinn hafi losað sig við sömu bréf með því að lána félögum með lítið eða neikvætt eigið fé fyrir kaupum á hlutabréfum í bankanum, þar sem eina veðið voru hlutabréfin sjálf.

Al Thani-málið var einn angi málsins

Al Thani-málið var í raun einn angi þessa máls, en þar var ákært fyrir stærsta einstaka hluta söluhliðarinnar. Í þessu máli er aftur á móti kauphliðin sameinuð öðrum stórum söluhliðarmálum í eitt heildar markaðsmisnotkunarmál. Í Al Thani-málinu var um að ræða sölu á 37,1 milljón hlutum í bankanum, en í þessu máli er samanlagður fjöldi seldra bréfa rúmlega 65,2 milljónir. Málið er því talsvert stærra, auk þess sem fleiri eiga í hlut.

Kauphliðin

Á kauphliðinni eru tveir verðbréfasalar hjá eigin viðskiptum Kaupþings, Birnir Snær Björnsson og Pétur Kristinn Guðmarsson, ákærðir fyrir að hafa lagt inn kauptilboð á tímabilinu nóvember 2007 til falls bankans þann 8. október 2008.

Segir í ákærunni að kaup þeirra hafi verið umfangsmikil og kerfisbundin, enda hafi þau numið 42,3% af heildarveltu með hlutabréf í Kaupþingi á íslenska markaðinum og 30,9% á þeim sænska. Á sama tíma hafi deildin aðeins selt í pöruðum viðskiptum í Kauphöllinni 1,5% af heildarveltunni á íslenska markaðinum og 7,6% á þeim sænska.

Röskuðu lögmálum eðlilegrar verðmyndunar

Talsvert ber því á milli varðandi magn keyptra bréfa og seldra í pöruðum viðskiptum og segir í ákærunni að í þessu felist markaðsmisnotkun „Með háttsemi sinni röskuðu ákærðu þeim forsendum og lögmálum sem liggja að baki eðlilegri verðmyndun á skipulegum verðbréfamarkaði með því að auka seljanleika hlutabréfa bankans með ólögmætum hætti,“ segir í ákæru sérstaks saksóknara.

Þá er sérstaklega tilgreint hversu stórtækur bankinn hafi verið í opnunaruppboðum og lokunaruppboðum, en opnunaruppboð setja ákveðin takt fyrir daginn og lokunaruppboð mynda verð við lokun dags sem er notað við mat á eignum eigenda bréfanna. Segir í ákærunni að með þessu hafi starfsmennirnir myndað verðgólf með ólögmætu inngripi í gangverk markaðarins og tryggt óeðlilegt verð á hlutabréfum á tímabilinu.

Keyptu að undirlagi Hreiðars, Ingólfs og Einars Pálma

Ásamt þeim Birni og Pétri eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta, og Ingólfur Helgason, forstjóri bankans á Íslandi, allir ákærðir í þessum hluta málsins.

Eru þeir Birnir og Pétur Kristinn sagðir hafa lagt fram fyrrnefnd kauptilboð að undirlagi Hreiðars Más, Ingólfs og Einars Pálma, en Hreiðar Már og Sigurður fengu svo daglegan póst með upplýsingum um stöðu dagsins. Ingólfur hafði daglega yfirsýn yfir eigin viðskiptin, en hann, ásamt Einari Pálma, eru sagðir hafa gefið skipanir til þeirra Birnis og Péturs Kristins um kaup á bréfunum.

Í lögum Kauphallarinnar eru ákvæði um flöggunarskyldu ef einn aðili fer yfir eða undir 5% eða 10% eignarhlutdeild í einu félagi. Segir í ákærunni að Kaupþing hafi skipulega reynt að passa upp á að vera undir 5% markinu, enda hafi stjórnendur bankans ekki viljað vekja athygli á þeim miklu kaupum sem áttu sér stað.

Söluhliðin

Þar með er komið að söluhlið málsins, en til að halda sig innan markanna þurfti bankinn að losa sig við eigin bréf með reglulegu millibili. Í ákærunni kemur fram að þegar eftirspurn eftir bréfum hafi verið meiri en framboð hafi bankinn notað tækifærið til að selja hluti. Flesta viðskiptadaga var staðan aftur á móti sú að framboðið var langt umfram eftirspurn á markaði. Þetta átti bæði við um íslenska og sænska markaðinn, en deild eigin viðskipta var stórtæk á báðum mörkuðum. Yfir tímabilið safnaði bankinn því miklu magni eigin bréfa án þess að geta losað sig við þau.

Tugir milljarða

Í ákærunni eru tekin fyrir fjögur sérstök mál á söluhliðinni, en samtals voru þar 68,25 milljón hlutir keyptir sem voru að fullu fjármagnaðir af Kaupþingi með veði í bréfunum sjálfum. Um er að ræða félögin Mata ehf., Holt Investment Group Ltd. og Desulo Trading Ltd. og fjárfestinn Kevin Stanford. Lánaði Kaupþing þessum aðilum tugi milljarða til viðskiptanna og segir í ákærunni að það hafi verið gert án fullnægjandi veða og hafi stjórnendur bankans þar með valdið honum stórfelldu fjárhagslegu tjóni.

Til að setja þessar upphæðir í samhengi var gengi Kaupþings 1090 krónur á hlut í byrjun nóvember 2007 og fór niður í 700 krónur á hlut í febrúar árið 2008. Við fall bankans var verðið komið niður í 654 krónur á hlut. Heildarvirði þeirra bréfa sem bankinn lánaði fyrir í þessum fjórum tilfellum var því á bilinu 45 milljarðar upp í 74 milljarða áður en bankinn hrundi.

Blekkingar og sýndarmennska

Með því að fjármagna kaupin að fullu og án annarra veða eða trygginga en bréfin sjálf eru stjórnendur bankans sakaðir um að hafa gefið ranga og misvísandi sýn á eftirspurn eftir bréfum í Kaupþingi með blekkingum og sýndarmennsku.

Til að sala bréfanna hefði sem minnst áhrif á gengi í Kauphöllinni voru þau öll gerð í utanþingsviðskiptum, en þá er ekki notast við sjálfvirkt pörunarkerfi Kauphallarinnar. Auk þess voru flest viðskiptin nokkuð stór í sniðum, en í ákærunni segir að það hafi verið gert til að takmarka líkur á að gengi hlutabréfanna myndi lækka.

„Þessi utanþingsviðskipti voru þannig bæði afleiðing stórfelldrar og kerfisbundinnar markaðsmisnotkunar ákærðu og forsenda þess að ákærðu gætu haldið henni áfram,“ segir í ákærunni.

Markaðsmisnotkun og umboðsvik

Fyrir markaðsmisnotkun í söluhlutanum eru Hreiðar Már, Sigurður, Ingólfur og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærðir. Eru þeir ásakaðir um að hafa í sameiningu komið á viðskiptum með hluti í Kaupþingi og látið ranglega líta út fyrir að skráð félög frá Bresku Jómfrúaeyjunum, Íslandi og Kýpur hafi lagt til fé til kaupanna og borið markaðsáhættu. Raunin hafi aftur á móti verið sú að Kaupþing bar alla áhættuna og lánaði að fullu til viðskiptanna.

Þeir Hreiðar Már, Sigurður, Ingólfur og Magnús eru einnig ákærðir fyrir umboðssvik í söluhlutanum. Auk þeirra eru þau Björk Þórarinsdóttir, fyrrverandi fulltrúi í lánanefnd Kaupþings og Bjarki H. Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá bankanum, ákærð fyrir þátt sinn í málinu.

Eru þau ákærð fyrir að hafa stefnt fé bankans í verulega hættu þegar þau fóru út fyrir heimildir til lánveitinga og veittu félögunum þremur lán án þess að hafa fara eftir reglum bankans um tryggingar og án þess að meta á nokkurn hátt greiðslugetu eða eignastöðu lánþegans. Björk og Bjarki eru þó ekki ákærð í öllum liðum þessa hluta. Aðeins Hreiðar Már og Sigurður eru ákærðir fyrir umboðssvik í máli Kevin Stanfords.

Lengd aðalmeðferðar er án fordæmis

Eins og fyrr hefur komið fram er Al Thani málið í raun einn angi af þessu máli sem var ákært sérstaklega fyrir. Í því máli voru þeir Hreiðar Már, Sigurður og Magnús allir dæmir í fjögurra til fimm og hálfs árs fangelsis. Þetta mál er mun stærra í sniðum og nær bæði til sölu- kauphluta málsins auk þess að hlutaðeigandi eru mun fleiri. Verði þrímenningarnir aftur fundnir sekir verður því um að ræða viðbót á núverandi dóm. Hægt er að skala upp dóminn, en ekki margfalda hann. Það þýðir í raun að þeir gætu fengið hámarksrefsingu fyrir markaðsmisnotkun eða umboðssvik samanlagt í báðum málunum, en aldrei hámarksrefsingu í þessu máli til viðbótar við dóminn í Al Thani málinu.

Lengd aðalmeðferðar er án fordæmis, en hún er um tvöfalt lengri en í álíka máli sem fór fram í fyrra. Í svonefndu Imon-máli, þar sem Sig­ur­jón Þ. Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, og Elín Sig­fús­dótt­ir, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs bank­ans, voru sýknuð en Steinþór Gunn­ars­son, fyrrverandi for­stöðumaður verðbréfamiðlun­ar var dæmdur í fangelsi, tók málsmeðferðin „aðeins“ ellefu daga, en slíkt þykir talsvert langur tími. Nú er aftur á móti horft til 22 daga.

Eigin viðskipti bankans námu 42,3% af heildarveltu bréfa bankans á ...
Eigin viðskipti bankans námu 42,3% af heildarveltu bréfa bankans á íslenska markaðinum frá nóvember 2007 til falls hans í október 2008. Ómar Óskarsson
Kaupþing í Lúxemborg kom að söluhlið málsins með að finna ...
Kaupþing í Lúxemborg kom að söluhlið málsins með að finna kaupendur að bréfum í bankanum. Kaupþing lánaði fyrir viðskiptunum. mbl.is/Ólafur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Jörð skelfur í Grindavík

Í gær, 21:55 Jarðskjálfti af stærð 3,5 mældist um kílómetra norðaustur af Grindavík á tíunda tímanum í kvöld. Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir skjálftann hafa fundist vel í bænum og fjölmargar tilkynningar hafi borist Veðurstofunni. Meira »

Íslendingur í annað sinn

Í gær, 21:48 Í lok árs veitti Alþingi 76 einstaklingum ríkisborgararétt. Hinir nýju Íslendingar koma hvaðanæva úr heiminum, til að mynda frá Líbíu, Sýrlandi og Austurríki. Uppruni eins hinna nýju ríkisborgara er þó óvenjulegri en flestra annarra. Það er María Kjarval, en hún er fædd á Íslandi árið 1952. Meira »

8-10 vikna bið eftir dagvistun

Í gær, 21:41 Biðtími eftir dagvistunarplássi fyrir yngstu börn í Hafnarfirði er á bilinu 8-10 vikur samkvæmt þeim biðlista sem eru upplýsingar um hjá daggæslufulltrúa Hafnarfjarðar. Þetta segir Einar Bárðarson, samskiptastjóri Hafnarfjarðar. Meira »

Páskaegg í búðir 10 vikum fyrir páska

Í gær, 21:17 Þrátt fyrir að enn séu um 10 vikur í páska eru páskaegg komin í sölu, alla vega í einni verslun Hagkaupa. Þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði í verslun fyrirtækisins í Skeifunni var búið að koma upp einni appelsínugulri körfu þar sem hægt var að finna lítil páskaegg í stærð tvö. Meira »

Kastaðist út úr bílnum

Í gær, 20:44 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í kvöld eftir að bíll valt út af veginum um Lyngdalsheiði. Einn farþeganna kastaðist úr bílnum og var hann fluttur með þyrlunni á bráðamóttökuna í Fossvogi. Maðurinn er þó ekki talinn í lífshættu. Meira »

United Silicon ljúki öllum úrbótum

Í gær, 19:44 United Silicon fær ekki heimild til að hefja framleiðslu á ný fyrr en lokið hefur verið við nær allar þær úrbætur sem tilteknar eru í mati norska ráðgjafafyrirtækisins Multiconsult sem rannsakað hefur tækjabúnað fyrirtækisins. Þetta kemur fram í úrskurði Umhverfisstofnunar sem tilkynnt var um í dag. Meira »

Sindri Freysson fær Ljóðstaf Jóns úr Vör

Í gær, 18:44 Sindri Freysson fékk í dag afhentan Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Kínversk stúlka les uppi á jökli. Þetta er í sautjánda sinn sem Lista- og menningarráð Kópavogs afhendir Ljóðstaf Jóns úr Vör. Meira »

Mikil spenna og smá stress á Sundance

Í gær, 18:45 „Þetta er stórt skref og mikill heiður,“ segir Ísold Uggadóttir. Fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd, Andið eðlilega, keppir til aðalverðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Park City í Bandaríkjunum á morgun. Meira »

Reynslusögur af daggæslu

Í gær, 18:38 Bið eftir leikskólaplássi er vandamál sem margir foreldrar kannast við þegar fæðingarorlofinu sleppir. Á dögunum var stofnaður á Facebook-umræðuhópur fyrir foreldra í þessari stöðu, og á örfáum dögum eru meðlimir komnir yfir þúsund. Meira »

Þyrlan í útkall á Lyngdalsheiði

Í gær, 18:16 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti einn slasaðan á Lyngdalsheiði rétt fyrir klukkan fimm í dag eftir að smárúta valt á heiðinni. Lenti þyrlan við Landspítalann um sexleytið. Meira »

Gul viðvörun víða um land

Í gær, 16:51 Búast má við áframhaldandi hvassvirðri á Suður- og Suðausturlandi í kvöld, nótt og fram frameftir annað kvöld. Þó mun hlýna og gera má ráð fyrir rigningu samhliða vindinum á morgun. Á Faxaflóasvæðinu er spáð hvassri austanátt síðdegis á morgun og er sérstaklega varað við snörpum vindhviðum við fjöll. Meira »

Benedikt og Frú Ragnheiður verðlaunuð

Í gær, 15:38 Uppreisnarverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti til viðurkenningar á markverðu og óeigingjörnu starfi í þágu frjálslyndis og almannahagsmuna. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitir verðlaunin sem þakklætisvott í garð þeirra sem skarað hafa fram úr á framangreindum sviðum Meira »

Bíll valt í Norðurá

Í gær, 15:24 Tveir ferðamenn voru fluttir á slysadeild á Akureyri í hádeginu eftir að bíll þeirra valt í Norðurá í Skagafirði. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki eru þeir ekki alvarlega slasaðir. Meira »

Segir grein Frosta rökleysu

Í gær, 12:54 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir að borgarlína sé vitrænn háttur til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hún gagnrýndi grein Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, um borgarlínu. Meira »

Banaslys á Arnarnesvegi

Í gær, 11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálfþrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Frekari fregnir væntanlegar á morgun

Í gær, 13:44 Forsvarsmenn United Silicon fara nú yfir gögn en heimild til greiðslustöðvunar fyrirtækisins rennur út á morgun. Karen Kjartansdóttir, talsmaður fyrirtækisins, sagði að frekari fregnir væru væntanlegar á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Meira »

Telur að hann eigi að fara út úr fjölmiðlum

Í gær, 12:01 Eyþór Arnalds sem sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist telja rétt að hann losi sig út úr fjölmiðlarekstri ef hann verður kjörinn borgarfulltrúi. Meira »

Borgarlína og spítali

Í gær, 11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ertu með krabbamein á byrjunarstigi?
Eftir hægðir setur þú eitt Ez Detect prófblað í salernið. Ef ósýnilegt blóð e...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Mex ehf, ...
Sundföt
...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...