Rannsókn fjárkúgunar á lokastigi

Lögreglustöðin Hverfisgötu
Lögreglustöðin Hverfisgötu mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Rann­sókn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu á tveim­ur fjár­kúg­un­ar­mál­um er nú á lokastigi, en annað málið bein­ist að for­sæt­is­ráðherra. Málið hefur verið í rannsókn síðan í lok maí en þá voru tvær kon­ur, sem eru syst­ur, hand­tekn­ar í tengsl­um við málið.

Að sögn Aldísar Hilmarsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er málið nú á lokastigi. Ekki liggur fyrir hvenær rannsókninni muni ljúka.

Syst­urn­ar, Hlín Ein­ars­dótt­ir og Malín Brand, voru hand­tekn­ar í lok maí grunaðar um að hafa reynt kúga fé af Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni for­sæt­is­ráðherra.  Hann fékk bréf sent heim til sín þar sem pen­inga var kraf­ist í skipt­um fyr­ir þag­mælsku.

Nokkr­um dög­um síðar voru syst­urn­ar kærðar fyr­ir aðra fjár­kúg­un. Karl­maður kærði þær fyr­ir að hafa haft af sér 700 þúsund krón­ur. Syst­urn­ar sögðu þá pen­inga vera miska­bæt­ur vegna nauðgun­ar en maður­inn á að hafa nauðgað Hlín. Eft­ir að maður­inn kærði fjár­kúg­un­ina kærði Hlín hann fyr­ir nauðgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert