Styttri vinnuvika myndi hafa alvarlegar afleiðingar

„Afstaða SA er sú að vinnutími er viðfangsefni kjarasamninga. Ef löggjafinn fer að breyta einstökum köflum kjarasamninga, t.d. þeim sem fjalla um vinnutíma, tekur hann yfir hlutverk og verkefni samningsaðila á vinnumarkaði að semja um kaup og kjör og meta hvert svigrúm atvinnulífsins er til hækkunar launakostnaðar.“

Þetta segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, aðspurður um frumvarp um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku sem fjórir þingmenn hafa lagt fram. Í frumvarpinu er lagt til að vinnu­vik­an verði stytt í 35 stund­ir og vinnu­dag­ur­inn úr 8 stund­um í 7 stund­ir.

Fyrri frétt mbl.is: Vel raun­hæft að vinna minna

Í greinagerð frumvarpsins kemur m.a. fram að markmið lagabreytingarinnar sé að auka markvisst framleiðni og lífsgæði launþega á Íslandi. Þar kemur einnig fram að lög um 40 stunda vinnuviku hafi verið sett árið 1971.

Dag­vinnu­stund­um fækkaði en yf­ir­vinnu­stund­um fjölgaði

Hannes segir að eðlilegast væri að afnema þau lög. „Þá var vikulegur dagvinnutími styttur úr 44 tímum í 40 án þess að vikulaun skertust sem fól í sér ákvörðun Alþingis um að hækka launakostnað í landinu um 10%. Þetta markaði upphaf óðaverðbólgunnar á áttunda áratugnum, en um það leyti fór verðbólgan úr eins stafs tölu í 50% á skömmum tíma. En í aðalatriðum hafði þessi breyting ekki mikil áhrif á heildarvinnutíma því dagvinnustundum fækkaði en yfirvinnustundum fjölgaði að sama skapi.“

Hannes gagnrýnir sýn frumvarpsmanna á atvinnulífið því það fái ekki staðist að löggjafinn geti með slíkri lagasetningu breytt framboði og eftirspurn vinnuafls í hagkerfinu. „Efnislega felur frumvarpið aðallega í sér tillögu um miðstýrða aðgerð löggjafans til hækkunar á launakostnaði í landinu,“ segir Hannes.

Ýkja lengd vinnu­tím­ans

Hann bendir á að ýmis konar misskilnings gæti hjá frumvarpsmönnum í greinagerðinni. „Þar er því haldið fram að umsaminn vinnutími sé óeðlilega langur hér á landi. Ef litið er á ársvinnutíma, sem er eðlilegt að gera þegar vinnutími er borinn saman milli landa, kemur í ljós að á Íslandi eru tiltölulega margir sérstakir frídagar og orlof langt. Orlofsréttur í kjarasamningum er allt að 30 dagar sem gæti þýtt að meðalorlof sé í kringum 28 dagar og sérstakir frídagar eru 11 og hálfur dagur að meðaltali.“

Hannes segir það jafnframt misskilning af hálfu frumvarpsmanna að vinnuvikan sé 40 stundir hér á landi. Bendir hann á að í kjarasamningum er yfirleitt rúmur hálftími á dag sem er eigin tími starfsmanna, svokallaðir kaffitímar. „Í raun er vikuleg vinnuskylda 37 stundir og í ýmsum kjarasamningum jafnvel minni,“ segir Hannes og bætir við að í alþjóðlegum samanburði þurfi að draga frá umsaminn eigin tíma starfsmanna. Sambærilegur alþjóðlegur samanburður á vinnutíma verður að byggjast á vinnutíma í raun (e. actual hours of work) þar sem neysluhlé (e. mail meal breaks) eru ekki meðtalin. „Með því að draga ekki frá eigin tíma starfsmanna er verið að ýkja hversu langur vinnutíminn er.“

Hann segir að þegar vinnutímamálin séu skoðuð komi í ljós að umsaminn ársvinnutími á Íslandi sé með því stysta sem þekkist meðal þeirra landa sem við berum okkur saman við. Umsaminn ársvinnutími er einungis styttri í Frakklandi sem er eina landið í heiminum sem hefur lögfest 35 klukkustunda vinnuviku.

Yf­ir­vinna stór hluti vinnu­tíma

Hannes bendir jafnframt á að stór hluti vinnutíma á Íslandi sé greiddur í formi yfirvinnu. „Það kann að hluta til að stafa af því að það sem er greitt sem yfirvinna hér á landi sé greitt sem dagvinna í öðrum löndum. Það eigi rætur sínar í skilgreiningum kjarasamninga á dagvinnu- og yfirvinnutímabilum,“ segir hann og bætir við að í kjaraviðræðum síðastliðið vor hafi verið rætt um að auka vægi dagvinnulauna á kostnað yfirvinnugreiðslna. „Í því felst að reglur um vinnutíma verði gerðar sveigjanlegri.“

Að sögn Hannesar er 1-3% launagreiðslna í Danmörku og Noregi yfirvinnugreiðslur en hér á landi eru þær 15% launagreiðslna.

„Þegar kjarasamningar eru bornir saman milli landa eru dagvinnu- og yfirvinnutímabil skilgreind á mjög mismunandi hátt. Hægt er að breyta þessum ákvæðum hér á landi þannig að meira verði greitt í dagvinnu og minna í yfirvinnu. Þannig væri yfirvinnuálagið að hluta fært inn í dagvinnugrunninn, það var hugmyndin sem var rædd,“ segir Hannes og bætir við að gerð hafi verið bókun um að þess yrði freistað að þróa kjarasamninga í þessa átt.

Launa­kostnaður myndi hækka um 14%

Hannes segir að það myndi hafa gífurlegar afleiðingar ef löggjafinn stytti vikulegan vinnutíma með neysluhléum úr 40 stundum í 35 stundir án skerðingar vikulauna því því það myndi valda 14% hækkun á launakostnaði.

„Ég tel að  löggjafinn hafi mikilvægari málum að sinna en að vaða inn í kjarasamninga og hækka launakostnað tilefnislaust. Kjarasamningar snúast um að skilgreina og  deila út svigrúmi til hækkunar á launakostnaði atvinnulífsins. Ef löggjafinn lögfestir 14% hækkun á launakostnaði hefur það óhjákvæmilega mikil áhrif á verðbólgu, vexti og gengi krónunnar,“ segir Hannes. „Lögfesting þessa frumvarps væri mjög stór efnahagsaðgerð sem hefði alvarlegar afleiðingar fyrir allt atvinnulífið og stöðugleika í samfélaginu og verðtryggð lán og vaxtakostnaður heimilanna myndu rjúka upp.“

Hann segir að í frumvarpinu felist atlaga að samkeppnishæfni atvinnulífsins. „Frumvarpið er órökstutt og sem dæmi um umfjöllun í greinargerð er notað orðalag á borð við „margt bendir til“ og „víðs vegar er verið að skoða“. Þessi ómálefnalega atlaga að samkeppnishæfni atvinnulífsins er ekki boðleg.“

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA.
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA.
Hannes segir að styttri vinnuvika myndi hafa óhjákvæmileg áhrif á ...
Hannes segir að styttri vinnuvika myndi hafa óhjákvæmileg áhrif á verðbólguna. Ljósmynd/Guðmundur Rúnar Guðmundsson
Lögfesting frumvarpsins myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir allt atvinnulífið og ...
Lögfesting frumvarpsins myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir allt atvinnulífið og stöðugleika í samfélaginu að mati Hannesar. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Telur að slökkvistarfi ljúki um miðnætti

Í gær, 21:35 „Það er mikið tjón, bæði af eldinum en ekki síður vatnstjón. Þetta var í lokuðum rýmum sem við þurftum að sprauta inn í og þá lak náttúrulega vatn út um allt,“ segir Birgir Finnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu. Meira »

„Viltu ekki bara kaupa af mér hótelið“

Í gær, 21:23 Magnús Bragason og Adda Jóhanna Sigurðardóttir ventu óvart kvæði sínu í kross fyrir sjö árum og keyptu hótel sem nú ber nafnið Hótel Vestmannaeyjar. Meðfram hótelrekstrinum hlaupa hjónin sér til gleði og heilsubótar. Meira »

Dauðafæri fyrir íslenskuna

Í gær, 21:05 Skrafl er orðaleikur sem hefur notið vinsælda á Íslandi sem og víða annars staðar í heiminum. Reynir Hjálmarsson, bókmenntafræðingur, þýðandi og útgefandi í Garðabænum, er formaður Skraflfélags Íslands og fyrrverandi Íslandsmeistari í skrafli. Meira »

„Þetta hefur verið langþyngsti kúrsinn“

Í gær, 20:30 Nanna Elísa Jakobsdóttir varð fyrir ömurlegri lífsreynslu í ágúst síðastliðnum þegar henni var nauðgað af samnemanda við Columbia-háskóla í New York í Bandaríkjunum. Hún tók erfiða ákvörðun um að tilkynna skólayfirvöldum um atvikið, án þess að vita hver viðbrögðin yrðu. Meira »

Forgangsraða fjármunum í grunnþjónustu

Í gær, 20:14 Miðflokkurinn í Reykjavík ætlar að forgangsraða fjármunum borgarinnar í grunnþjónustu og margfalda húsnæði fyrir fjölskyldur og ungt fólk í úthverfum borgarinnar. Meira »

Maðurinn er látinn

Í gær, 20:14 Karlmaður, sem sóttur var af þyrlu Landhelgisgæslunnar í Heimaklett í Vestmannaeyjum eftir að hann hneig meðvitundarlaus niður, er látinn. Þetta staðfestir lögreglan. Meira »

Páll fyrstur Íslendinga í mark

Í gær, 19:36 Páll Ingi Jóhannesson, sem búsettur er í Kaupmannahöfn, var fyrstur Íslendinga í mark í Boston-maraþoninu í síðustu viku. „Ef ég get farið úr því að reykja pakka á dag og unnið 60-70 tíma á viku á skrifstofu yfir í að hlaupa maraþon, þá geta þetta allir,“ segir hann. Meira »

Kvíðir að fara með nýbura heim

Í gær, 19:48 „Fólk er kvíðið og finnst þetta mjög óþægilegt,“ segir Hilda Friðfinnsdóttir, yfirljósmóðir á meðgöngu -og sængurlegudeild Landspítalans, þar sem senda þarf nýbakaða foreldra heim af deildinni í dag án þess að þeim sé tryggð heimaþjónusta. Hún segir að ástandið muni versna hratt. Meira »

„Ömurlegt að horfa upp á þetta“

Í gær, 18:30 „Það lítur út fyrir að íshellirinn okkar sé í lagi og að jöklasýningin okkar sé í lagi,“ segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Perlu norðursins. Eldur kom upp í hitaveitutanki Perlunnar í dag sem verið er að innrétta sem stjörnuver. Meira »

Missti meðvitund í Heimakletti

Í gær, 18:28 Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni að sækja karlmann sem missti meðvitund á svonefndri Hettu í Heimakletti í Vestmannaeyjum samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni. Meira »

Tilkynnt um eld í skipi

Í gær, 18:21 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan hálfsex vegna elds í báti í flotkví við Hafnarfjarðarhöfn. Tveir dælubílar voru sendir á staðinn. Meira »

Reistur verður samrekinn leik- og grunnskóli

Í gær, 16:45 Til stendur að reisa samrekinn leik- og grunnskóla upp í 4. bekk við Skólagerði í Kópavogi í staðinn fyrir skólabyggingu Kársnesskóla sem þar hefur staðið allt frá árinu 1957 en til stendur að rífa eftir að mikil mygla fannst í henni. Meira »

Allt tiltækt slökkvilið kallað út

Í gær, 16:37 Allt starfsfólk slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað í Perluna þar sem eldur logar í klæðningu á hitaveitutanki. Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að verkefnið sé mjög erfitt. Slökkviliðið telur sig hafa tekist að koma í veg fyrir útbreiðslu eldsins. Meira »

Frekar óraunverulegt og skrítið

Í gær, 15:59 „Ég var niðri í bæ í erindagjörðum við sömu götu og á sama tíma og árásin var gerð,“ segir Naomi Grosman, sem er íslensk en búsett í Toronto. Hún segir skrítna tilfinningu að árás sem þessi hafi verið gerð í borginni. Meira »

Sindri úrskurðaður í gæsluvarðhald

Í gær, 15:02 Sindri Þór Stefánsson hefur verið úrskurðaður í eins sólarhrings gæsluvarðhaldi af Héraðsdómi Amsterdam í Hollandi. Þetta upplýsir samskiptaskrifstofa héraðsdómsins í samtali við mbl.is. Meira »

Hrafnhildur ósátt við Svandísi

Í gær, 16:35 Hrafnhildur Agnarsdóttir segist ósátt við ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um að slíta samstarfi við hjúkrunar- og ráðgjafaþjónustuna Karitas. Í opnu bréfi til ráðherrans biður Hrafnhildur Svandísi um að endurskoða ákvörðunina. Meira »

Ummæli ráðherra koma á óvart

Í gær, 15:45 „Staðan hjá okkur er sú sama,“ segir Ell­en Bára Val­gerðardótt­ir, ljós­móðir á Land­spít­ala og sjálf­stætt starf­andi ljós­móðir í heimaþjón­ustu, við mbl.is. Allar 95 ljósmæður í heimaþjónustu lögðu niður störf í gær og munu ekki taka til starfa aftur fyrr en nýr samningur verður undirritaður. Meira »

Hafði verið vakandi í tólf daga

Í gær, 14:58 „Ég man ekki nákvæmlega það sem gerðist en ég var í mikilli neyslu og hafði verið vakandi í tólf daga þegar þetta gerðist,“ sagði Rafal Nabakowski þar sem mál gegn honum og bróður hans var tekið fyrir í Landsrétti. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa klþ 9 og j...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Eflingar - stéttar...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvina í kvöld 25. apríl...