Styttri vinnuvika myndi hafa alvarlegar afleiðingar

„Afstaða SA er sú að vinnutími er viðfangsefni kjarasamninga. Ef löggjafinn fer að breyta einstökum köflum kjarasamninga, t.d. þeim sem fjalla um vinnutíma, tekur hann yfir hlutverk og verkefni samningsaðila á vinnumarkaði að semja um kaup og kjör og meta hvert svigrúm atvinnulífsins er til hækkunar launakostnaðar.“

Þetta segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, aðspurður um frumvarp um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku sem fjórir þingmenn hafa lagt fram. Í frumvarpinu er lagt til að vinnu­vik­an verði stytt í 35 stund­ir og vinnu­dag­ur­inn úr 8 stund­um í 7 stund­ir.

Fyrri frétt mbl.is: Vel raun­hæft að vinna minna

Í greinagerð frumvarpsins kemur m.a. fram að markmið lagabreytingarinnar sé að auka markvisst framleiðni og lífsgæði launþega á Íslandi. Þar kemur einnig fram að lög um 40 stunda vinnuviku hafi verið sett árið 1971.

Dag­vinnu­stund­um fækkaði en yf­ir­vinnu­stund­um fjölgaði

Hannes segir að eðlilegast væri að afnema þau lög. „Þá var vikulegur dagvinnutími styttur úr 44 tímum í 40 án þess að vikulaun skertust sem fól í sér ákvörðun Alþingis um að hækka launakostnað í landinu um 10%. Þetta markaði upphaf óðaverðbólgunnar á áttunda áratugnum, en um það leyti fór verðbólgan úr eins stafs tölu í 50% á skömmum tíma. En í aðalatriðum hafði þessi breyting ekki mikil áhrif á heildarvinnutíma því dagvinnustundum fækkaði en yfirvinnustundum fjölgaði að sama skapi.“

Hannes gagnrýnir sýn frumvarpsmanna á atvinnulífið því það fái ekki staðist að löggjafinn geti með slíkri lagasetningu breytt framboði og eftirspurn vinnuafls í hagkerfinu. „Efnislega felur frumvarpið aðallega í sér tillögu um miðstýrða aðgerð löggjafans til hækkunar á launakostnaði í landinu,“ segir Hannes.

Ýkja lengd vinnu­tím­ans

Hann bendir á að ýmis konar misskilnings gæti hjá frumvarpsmönnum í greinagerðinni. „Þar er því haldið fram að umsaminn vinnutími sé óeðlilega langur hér á landi. Ef litið er á ársvinnutíma, sem er eðlilegt að gera þegar vinnutími er borinn saman milli landa, kemur í ljós að á Íslandi eru tiltölulega margir sérstakir frídagar og orlof langt. Orlofsréttur í kjarasamningum er allt að 30 dagar sem gæti þýtt að meðalorlof sé í kringum 28 dagar og sérstakir frídagar eru 11 og hálfur dagur að meðaltali.“

Hannes segir það jafnframt misskilning af hálfu frumvarpsmanna að vinnuvikan sé 40 stundir hér á landi. Bendir hann á að í kjarasamningum er yfirleitt rúmur hálftími á dag sem er eigin tími starfsmanna, svokallaðir kaffitímar. „Í raun er vikuleg vinnuskylda 37 stundir og í ýmsum kjarasamningum jafnvel minni,“ segir Hannes og bætir við að í alþjóðlegum samanburði þurfi að draga frá umsaminn eigin tíma starfsmanna. Sambærilegur alþjóðlegur samanburður á vinnutíma verður að byggjast á vinnutíma í raun (e. actual hours of work) þar sem neysluhlé (e. mail meal breaks) eru ekki meðtalin. „Með því að draga ekki frá eigin tíma starfsmanna er verið að ýkja hversu langur vinnutíminn er.“

Hann segir að þegar vinnutímamálin séu skoðuð komi í ljós að umsaminn ársvinnutími á Íslandi sé með því stysta sem þekkist meðal þeirra landa sem við berum okkur saman við. Umsaminn ársvinnutími er einungis styttri í Frakklandi sem er eina landið í heiminum sem hefur lögfest 35 klukkustunda vinnuviku.

Yf­ir­vinna stór hluti vinnu­tíma

Hannes bendir jafnframt á að stór hluti vinnutíma á Íslandi sé greiddur í formi yfirvinnu. „Það kann að hluta til að stafa af því að það sem er greitt sem yfirvinna hér á landi sé greitt sem dagvinna í öðrum löndum. Það eigi rætur sínar í skilgreiningum kjarasamninga á dagvinnu- og yfirvinnutímabilum,“ segir hann og bætir við að í kjaraviðræðum síðastliðið vor hafi verið rætt um að auka vægi dagvinnulauna á kostnað yfirvinnugreiðslna. „Í því felst að reglur um vinnutíma verði gerðar sveigjanlegri.“

Að sögn Hannesar er 1-3% launagreiðslna í Danmörku og Noregi yfirvinnugreiðslur en hér á landi eru þær 15% launagreiðslna.

„Þegar kjarasamningar eru bornir saman milli landa eru dagvinnu- og yfirvinnutímabil skilgreind á mjög mismunandi hátt. Hægt er að breyta þessum ákvæðum hér á landi þannig að meira verði greitt í dagvinnu og minna í yfirvinnu. Þannig væri yfirvinnuálagið að hluta fært inn í dagvinnugrunninn, það var hugmyndin sem var rædd,“ segir Hannes og bætir við að gerð hafi verið bókun um að þess yrði freistað að þróa kjarasamninga í þessa átt.

Launa­kostnaður myndi hækka um 14%

Hannes segir að það myndi hafa gífurlegar afleiðingar ef löggjafinn stytti vikulegan vinnutíma með neysluhléum úr 40 stundum í 35 stundir án skerðingar vikulauna því því það myndi valda 14% hækkun á launakostnaði.

„Ég tel að  löggjafinn hafi mikilvægari málum að sinna en að vaða inn í kjarasamninga og hækka launakostnað tilefnislaust. Kjarasamningar snúast um að skilgreina og  deila út svigrúmi til hækkunar á launakostnaði atvinnulífsins. Ef löggjafinn lögfestir 14% hækkun á launakostnaði hefur það óhjákvæmilega mikil áhrif á verðbólgu, vexti og gengi krónunnar,“ segir Hannes. „Lögfesting þessa frumvarps væri mjög stór efnahagsaðgerð sem hefði alvarlegar afleiðingar fyrir allt atvinnulífið og stöðugleika í samfélaginu og verðtryggð lán og vaxtakostnaður heimilanna myndu rjúka upp.“

Hann segir að í frumvarpinu felist atlaga að samkeppnishæfni atvinnulífsins. „Frumvarpið er órökstutt og sem dæmi um umfjöllun í greinargerð er notað orðalag á borð við „margt bendir til“ og „víðs vegar er verið að skoða“. Þessi ómálefnalega atlaga að samkeppnishæfni atvinnulífsins er ekki boðleg.“

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA.
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA.
Hannes segir að styttri vinnuvika myndi hafa óhjákvæmileg áhrif á ...
Hannes segir að styttri vinnuvika myndi hafa óhjákvæmileg áhrif á verðbólguna. Ljósmynd/Guðmundur Rúnar Guðmundsson
Lögfesting frumvarpsins myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir allt atvinnulífið og ...
Lögfesting frumvarpsins myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir allt atvinnulífið og stöðugleika í samfélaginu að mati Hannesar. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Segir að fyrirkomulagið virki ekki

20:54 Heilbrigðisráðherra segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um samning Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna sýni að fyrirkomulagið við að hafna umsóknum virkar ekki. Meira »

Tilraunakennd kvikmyndagerð fyrir ungt fólk

20:36 Kaliforníumaðurinn Lee Lynch hefur verið búsettur á Íslandi í fimm ár ásamt íslenskri konu og syni. Lee er kvikmyndagerðarmaður og er að fara af stað með sitt sjötta námskeið í Hinu húsinu nú í lok september fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára en það hefst þann 25.september. Meira »

Bræla alla heimsiglinguna

20:18 „Makríllinn hefur stækkað eftir því sem liðið hefur á sumarið og fiskurinn í fyrsta holinu okkar var að jafnaði rúmlega 500 gramma þungur. Síðan lækkaði meðalvigtin örlítið og annar afli var fiskur rétt undir 500 grömmum að jafnaði.“ Meira »

Stjórnarfundur OR hafinn

20:16 Stjórnarfundur Orkuveitu Reykjavíkur í höfuðstöðvum fyrirtækisins er hafinn. Þar mun stjórnin fara yfir ósk Bjarna Bjarnasonar forstjóra um að stíga tímabundið til hliðar, en Bjarni situr sjálfur fundinn á meðan erindi hans er tekið fyrir. Meira »

Lögreglan leitar tveggja drengja

20:01 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að tveimur piltum, 7 og 8 ára, þeim Stefáni Sölva og Ísak Helga. Drengirnir fóru frá Háteigsskóla klukkan 15 í dag, en síðast er vitað af þeim þar. Meira »

Frímúrarar taka kjólfötin með

19:37 „Ísrael er upplifun. Sagan opnast svo auðvelt verður að skapa í huganum myndir af þeim atburðum sem gerðust fyrir um tvö þúsund árum og segir frá í Biblíunni. Fólkið sem ég fer með núna er búið að setja sig vel inn í málin; lesa og sækja fyrirlestra. Það er skemmtilegt að ferðast með slíku fólki.“ Meira »

Berst gegn framsali til Póllands

19:35 Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt að framselja meintan höfuðpaur í hinu svokallaða Euro Market-máli til Póllands.  Meira »

Samkomulag ríkis og borgar brotið

19:19 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að samkomulag ríkis og borgar frá 2013 hafi verið brotið í dag þegar flogið var með utanríkisráðherra og nokkra þingmenn í utanríkismálanefnd um borð í flugmóðurskipið USS Harry S. Truman. Meira »

Allir þurfa að þekkja sín sköp

18:56 „Það þarf að fjarlægja leyndarhjúpinn sem umlykur kynhegðun. Staðgóð þekking á því hvernig líkaminn virkar auðveldar konum að taka ákvarðanir af öryggi og sjálfstrausti,“ segja höfundar bókarinnar Gleðin að neðan. Meira »

Komast ekki á legudeildir

18:01 „Álagið felst í því að það eru margir sjúklingar sem hafa lokið fyrstu meðferð á bráðamóttöku en komast ekki til innlagnar á sérhæfðum legudeildum,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Meira »

Vogabyggð tekur á sig mynd

18:00 Mikill gangur er kominn á uppbyggingu í Vogabyggð þar sem fram fer umfangsmikil enduruppbygging, fyrsta húsið við Trilluvog er farið að rísa og áætluð verklok á því eru í júlí á næsta ári. Alls er áætlað að íbúðir á svæðinu verði á bilinu 1.100 til 1.300. Meira »

„Menn vinna svona rólega og af öryggi“

17:50 Bana­slys varð í gærmorgun þegar er­lend­ur karl­maður féll er á hann var á göngu á Kirkju­felli á Snæ­fellsnesi. Að sögn lög­regl­unn­ar á Vest­ur­landi komu ferðamenn auga á mann­inn þar sem hann lá um klukkan 10 og var þá haft sam­band við Neyðarlín­una. Meira »

Tóku fyrstu skóflustungurnar

17:31 Fyrstu skóflustungur að nýjum háskólagörðum HR voru teknar í dag við Nauthólsveg, gegnt Reykjavik Natura.  Meira »

Leiguverð hækkar en íbúðaverð lækkar

17:03 Vísitala leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,9% í ágúst, á sama tíma og íbúðaverð lækkaði um 0,1%. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands, en hækkun leiguverðs umfram hækkun íbúðaverðs hefur aldrei verið meiri á milli mánaða frá því að mælingar hófust. Meira »

Rannsóknarlögregla ríkisins snúi aftur

16:46 Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, lagði það til á Alþingi að embætti rannsóknarlögreglu ríkisins verði endurreist en það var lagt niður árið 1997 þegar embætti ríkislögreglustjóra var stofnað. Meira »

Tók konu hálstaki í bifreið

16:40 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir líkamsárásir með því að hafa 3. janúar 2017 veist með ofbeldi að konu. Annars vegar með því að taka hana hálstaki í kyrrstæðri bifreið, þar sem hún sat í ökumannssæti hennar en hann í aftursætinu, og hins vegar með því að kasta poka með tveimur vínflöskum úr gleri í konuna. Meira »

Umframkostnaður bragga óvenjulegt frávik

16:40 „Þessi frávik eru mjög óvenjuleg,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, um endurbætur á gömlum bragga við Nauthólsvík í Reykjavík sem hefur farið langt fram úr kostnaðaráætlun, eða um 257 milljónir. Framkvæmdirnar hafa kostað 415 milljónir en verkefninu var úthlutað 158 milljónir. Meira »

Landsmenn vilja strangari flugeldareglur

16:39 Meirihluti landsmanna vill strangari reglur um notkun á flugeldum og fjórðungur vill banna almenna notkun þeirra með öllu. Hæsta klukkustundargildi fíns svifryks um síðustu áramót mældist µg/m3 í Dalsmára í Kópavogi, sem talið er vera Evrópumet í mengun. Meira »

Minntist á málþing um dánaraðstoð

16:14 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi um dánaraðstoð á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins.  Meira »
Bókhald
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
Viltu heilbrigt,fallegt og síðara hár? þetta er svarið
Cocoa locks https://cupid.is/flokkur/cocoalocks/ Our Hot Chocolate and Hair ...
Mjög góður Runó Megane
Runó Mjög góður Runó til sölu. Bíllinn er mjög vel og lítið ekinn eða 162.000 k...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...