Isavia fjármagnar löggæslu í Leifsstöð

Ólafur segir Isavia hafa verið hliðhollt lögreglunni.
Ólafur segir Isavia hafa verið hliðhollt lögreglunni. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

 „Isavia leggur til fjármagn til lögreglunnar meðal annars til uppsetningar á búnaði og aðstöðu en til þess að tryggja þjónustustig á Keflavíkurflugvelli hefur Isavia einnig lagt fjármagn til rekstrar lögreglu síðustu ár.“

Þetta segir í skriflegu svari Isavia við fyrirspurn mbl.is um stöðu löggæslu á Keflavíkurflugvelli. Eins og fram kom í frétt mbl.is fyrr í vikunni hefur tollvörðum á flugvellinum fækkað um tvo á sama tíma og farþegafjöldi hefur aukist um tvær milljónir auk þess sem fjölgun lögreglumanna hefur ekki haldist í hendur við fjölgun farþega á vellinum.

Frétt mbl.is: Fleiri farþegar - færri tollverðir

Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðuresjum telur nauðsynlegt að bæta þar úr. Segir hann mikilvægt að ríkið leggi til aukið fjármagn til löggæslu á flugvellinum.
„Það er fullkomlega ljóst að til þess að lögreglan geti staðið undir sínu hlutverki á Keflavíkurflugvelli þarf að bæta við mannskap. Það skiptir verulega miklu máli að Keflavíkurflugvöllur geti sem alþjóðaflugvöllur staðist þær kröfur sem gerðar eru til þess að öryggi sé í fullkomnu lagi á vellinum.“

Hvað fjárstuðning Isavia við störf lögreglu varðar sagði Ólafur aðeins: „Isavia hefur verið okkur hliðhollt í rekstrinum.“ 

Hefur ekki áhrif á öryggi farþega

Í fyrrnefndu svari Isavia við fyrirspurn mbl.is segir að Isavia hafi sérstaklega bent á að fjárframlög til lögreglu á Suðurnesjum þyrftu að taka meira mið af því að eitt af verkefnunum er landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli.

„Það að lögreglumönnum hafi ekki fjölgað í takt við farþegafjölgun hefur ekki áhrif á öryggi farþega eða starfsfólks. Um er að ræða vegabréfaeftirlit vegna flugs til áfangastaða utan Schengen svæðisins, aðallega Bretlands og Norður-Ameríku,“ segir í svari Isavia. „Mönnun þarf að vera nægileg til þess að tryggja gott flæði um landamærin og að það myndist ekki langar raðir í vegabréfaeftirliti. Nú er mönnun góð og nægileg til þess að gott flæði sé í gegnum landamæraeftirlit, þrátt fyrir að fjölgun hafi ekki verið jafnhröð og fjölgun farþega.“

Í svarinu er tekið fram að samstarf við lögreglu hafi verið mjög gott og að hún hafi skipulagt starf sitt mjög vel til þess að tryggja hátt þjónustustig við farþega. Þá er jafnframt tekið fram að auk fyrrnefndra fjárframlaga til lögreglu sé Isavia að fjárfesta í tækjabúnaði til að auka sjálfvirkni og verið sé að vinna í að koma upp sjálfvirkum vegabréfahliðum sem auka munu afköst við landamæraeftirlit.

„Öryggisgæsla á flugvellinum, flugvernd og vopnaleit er unnin af starfsfólki Isavia. Fjölgun starfsfólks sem sinna þeim störfum hefur verið í takt við farþegaaukningu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hálka og þæfingur

08:14 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Þæfingur er austan við Hellu að Ásmundarstöðum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »

„Ég man ekki hvernig hann hlær“

08:07 Hann er sextán ára gamall þegar hann byrjaði að fikta við kannabis með vinum sínum. Hann er 25 ára í dag og hefur verið í mikilli neyslu undanfarin ár en átt mjög góð tímabil á milli. Móðir segir hann ekki sama mann og hann var og gleðin sé horfin. Hún muni ekki lengur hvernig hlátur hans hljómi. Meira »

66 ára og líður ekki degi eldri en 39 ára

07:30 Birna Guðmundsdóttir hefur stundað íþróttir allt sitt líf og helgað íþróttakennslu krafta sína. Árið 2014 hætti hún kennslu í Flataskóla sökum aldurs. Nú þjálfar Birna ýmsa líkamsræktarhópa allt frá ungbörnum til fullorðinna í Mýrinni og Sjálandslaug. Meira »

Eldur kviknaði í Straumsvík

06:51 Eldur kviknaði í köplum í álverinu í Straumsvík í nótt. Slökkvilið álversins slökkti eldinn en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er með reykkafara á svæðinu sem eru að kanna hvort nokkurs staðar leynist glóð. Meira »

Skafrenningur á Hellisheiði

06:44 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »

Stormur og rigning á leiðinni

06:39 Gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm undir kvöld á Suður- og Vesturlandi. Hlýnar með rigningu á láglendi. Veðurfræðingur Veðurstofu Íslands ráðleggur fólki að huga að því að rigningar- og leysingarvatn komist sína leið í fráveitukerfi til að fyrirbyggja vatnstjón. Meira »

„Er þetta ekki bara frekja?“

Í gær, 20:24 Hann er 23 ára gamall og á í fá hús að venda þar sem hann hefur glímt við fíkni- og geðvanda. Allt frá því í barnæsku hefur hann verið erfiður. Tíu ára gamall var hann greindur með mótþróaþrjóskuröskun og samskipti við annað fólk hafa alltaf reynst honum erfið. Meira »

Umferðartafir á Hellisheiði

Í gær, 21:43 Umferðartafir eru á Hellisheiði (Skíðaskálabrekkunni) um óákveðinn tíma en þar lentu saman lítil rúta og jeppi. Ekki er talið að nein slys hafi orðið á fólki en mikið hefur verið um árekstra í allan dag á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Góðar fréttir af Leo og foreldrum hans

Í gær, 20:20 Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og sonur þeirra Leo, fengu þær góðu fréttir í vikunni að þýsk yfirvöld hafi ákveðið að endurskoða umsókn þeirra um alþjóðlega vernd í Þýskalandi. Meira »

Tæplega 1800 skjálftar á sólarhring

Í gær, 19:47 Skjálftahrinan við Grímsey heldur ótrauð áfram og hafa tæplega 1800 jarðskjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. „Það er engin sérstök breyting greinanleg, þetta er á mjög svipuðu róli og undanfarið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Vann 52 milljónir í lottóinu

Í gær, 19:26 Einn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og fær hann 52,3 milljónir króna í sinn hlut.  Meira »

Ískaldir ferðamenn elska Ísland

Í gær, 18:33 Á meðan landinn þráir sól og hita er bærinn fullur af ferðamönnum sem virðast ekki láta kulda, snjókomu, rigningu og rok stöðva sig í því að skoða okkar ástkæra land. Blaðamaður fór á stúfana til að forvitnast um hvað fólk væri að sækja hingað á þessum árstíma þegar allra veðra er von. Meira »

4 fluttir á slysadeild

Í gær, 18:24 Fjórir voru fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir tvo þriggja bíla árekstra á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum.  Meira »

Par í sjálfheldu á Esjunni

Í gær, 17:22 Björgunarsveitarmenn eru á leið upp Esjuna til þess að koma pari til aðstoðar sem er í sjálfheldu. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru þau vel búin og væsir ekki um þau. Meira »

Aðstæður eins og þær verða bestar

Í gær, 16:44 „Þetta er búinn að vera frábær dagur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Aðstæður til skíðaiðkunar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafa verið góðar í dag en það snjóaði töluvert í nótt. Meira »

Harður árekstur í Kópavogi

Í gær, 17:28 Töluverðar tafir eru á umferð á Hafnarfjarðarveginum í suðurátt en harður árekstur varð undir Kópavogsbrúnni.   Meira »

Hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, 17:16 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum.  Meira »

Fjórmenningunum sleppt úr haldi

Í gær, 16:10 Fjórmenningarnir sem eru til rannsóknar vegna líkamsárásar og frelsissviptingar á Akureyri hefur öllum verið sleppt úr haldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum rann út klukkan þrjú í dag en þremur þeirra var sleppt í gærkvöldi og einum í dag, samkvæmt upplýsingum frá Bergi Jónssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »
Bátavél og dýptamælir til sölu
Til sölu bátavél SABB Mitsubishi M4 69 hp með skiptiskrúfu og dýptarmælir JRV F...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...