Dró ökumann úr logandi bifreið

Eins og mbl.is greindi frá í gær náðist bílslysið í Ljósavatnsskarði í síðustu viku þar sem tvær fólksbifreiðar lentu saman á myndband. Það sem ekki sést á myndbandinu er þegar maður sem mætti fyrstur á vettvang dró ökumann annarrar bifreiðarinnar út úr henni áður en hún varð alelda.

Frétt mbl.is: Birti myndband af árekstrinum

Atburðarrásinni er lýst á Facebook af Sæmundi Bjarna Sæmundssyni, syni björgunarmannsins Sæmundar Bjarnasonar.

„Hann sá strax hve alvarlegt slysið var og byrjaði strax á því aðskipuleggja aðgerðir. Eftir slysið kom upp eldur í öðrum bílnum en ökumaðurinn var illa slasaður og gat ekki komist frá bílnum af sjálfsdáðum og sem betur fer var pabbi kominn á þeim tíma og gat dregið manninn frá áður en bíllinn varð alelda,“ skrifar Sæmundur. „Í hinum bílnum var einnig mjög slasaður einstaklingur sem gat tjáð sig um verki í baki og þar sem ekki þótti hætta stafa af því að halda kyrru fyrir í bílnum tók pabbi þá rökréttu ákvörðun um að halda þeim einstakling kyrrum og stöðugum.“

Frétt mbl.is: Kviknaði í annarri bifreiðinni

Sæmundur segir að af þeim tveim sem slösuðust illa sé annar útskrifaður af sjúkrahúsi og hinn úr lífshættu eftir stórar aðgerðir. Segir hann fagaðila vilja meina að báðir séu þeir heppnir að hafa lifað slysið af.

 

 

Fyrir viku síðan átti sér stað harður árekstur, í Ljósavatnsskarði fyrir norðan. Annar tveggja bíla skrikaði til í hálku...

Posted by Sæmundur Bjarni Sæmundsson on Wednesday, December 2, 2015


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert