Glaður kominn upp úr höfninni

Kafarinn fær aðstoð áður en hann dýfir sér í sjóinn.
Kafarinn fær aðstoð áður en hann dýfir sér í sjóinn. mbl.is/Styrmir Kári

Báturinn Glaður, sem sökk í gömlu höfninni í Reykjavík í nótt, hefur verið hífður upp.

Kafari mætti á svæðið um tvöleytið í dag og um tveimur og hálfum tíma síðar var báturinn hífður upp með vörubílskrana. Þaðan verður hann fluttur á svæði sem kallast pippurinn en þar geyma Faxaflóahafnir ýmislegt dót.

Að sögn Gísla Jóhanns Hallssonar, yfirhafnsöguvarðar hjá Faxaflóahöfnum, gekk það eins og í sögu að ná bátnum upp úr höfninni.

Hinn báturinn sem sökk, Sæmundur fróði, verður ekki hífður upp fyrr en á morgun.   

Margir aðstoðarmenn voru til taks við hafnarbakkann.
Margir aðstoðarmenn voru til taks við hafnarbakkann. mbl.is/Styrmir Kári
Eins og sjá má var Glaður á bólakafi.
Eins og sjá má var Glaður á bólakafi. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
Kafarinn á leið í sjóinn til að kanna aðstæður.
Kafarinn á leið í sjóinn til að kanna aðstæður. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert