Árni Páll hrósar Sigmundi

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Styrmir Kári

Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, hrósar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra á Facebook-síðu sinni í dag fyrir að hafa mætt í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær til að taka persónulega á móti fyrstu sýrlensku flóttamönnunum sem koma til landsins. Sigmundur var þar mættur ásamt Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra.

„Það var gaman að sjá nýja Íslendinga koma til landsins í gær og Sigmundur fær hrós fyrir að mæta og taka á móti þeim. Með því er undirstrikuð samstaða okkar allra um að Ísland leggi af mörkum eftir getu yil lausnar á flóttamannavandanum. Velkomin til Íslands!“ segir Árni Páll.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert