Sjö ára frítökuréttur

Bruni Slökkviliðsmenn að störfum.
Bruni Slökkviliðsmenn að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Innan Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins er unnið að því að ljúka viðræðum og gerð samkomulags um ávinnslu frítökuréttar starfsmanna.

Frítökurétturinn nær sjö ár aftur í tímann og segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, að áunninn réttur einstaklinga til frídaga sé mjög misjafn. Hann segir jafnframt að unnið sé að málinu með fulltrúum starfsmanna og ekki sé tímabært að greina frá einstökum þáttum þess.

Aðspurður hvers vegna frítökuréttur hafi safnast upp í sjö ár segir Jón Viðar að í kjarasamningum sé ákveðinn réttur manna til frítöku fái þeir ekki ellefu tíma hvíld á sólarhring.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert