Helgi Hrafn biðst afsökunar

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Styrmir Kári

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, biður Pírata afsökunar á því að því að hafa dýpkað misskilning um tilhögun næsta kjörtímabils í sambandi við stjórnarskrána. Þá biður hann Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, afsökunar á orðum sem hann lét falla í viðtali við Morgunblaðið nýverið.

„Það er rétt hjá Birgittu Jónsdóttur að hún bað mig um að vera ekki með neinar bombur í fjölmiðlum og ég hef reynt að forðast þær. Það mistókst greinilega vegna ólíks skilnings á því hvernig hafi farið á síðasta aðalfundi og nákvæmlega hvert eðli tillögunnar sé sem samþykkt var. Ég vil biðja hana afsökunar á því að hafa ekki farið varlegar í fjölmiðlum. Ég reyndi en það mistókst og það er á mína ábyrgð,“ segir Helgi í pistli sem hann skrifar á Pírataspjallið á Facebook.

„Afsökunarbeiðnin móttekin og samþykkt. Þakka þér fyrir Helgi minn,“ svarar Birgitta.

Helgi bendir á pistlinum, að hann geti tekið á sig ábyrgð á því að hafa misskilið upprunalega hugmyndir manna um tilhögun næsta kjörtímabils og í kjölfarið dreitft út einhverjum misskilningi varðandi þetta. 

„Ég bið sjálfan mig afsökunar á því, en flokkinn afsökunar á því að hafa dýpkað misskilninginn frekar en valda því að hann skerptist,“ skrifar hann.

Þá bað Helgi Birgittu afsökunar á orðum sínum mínum sem birtust í Morgunblaðinu snemma í nýliðinni viku „(að mér þætti skjóta skökku við o.s.frv.). Um leið og ég sá umræðuna í kjölfarið fór ég að velta fyrir mér hvort ég skuldaði henni afsökunarbeiðni og hefði hlaupið fram fyrir mig, en þá var ég ennþá svo gríðarlega reiður að mér fannst þetta einhvern veginn þurfi. Ég sé núna að það hefði verið mun betra að ræða málið fyrst við Birgittu, en satt best að segja var á þeim tíma ekki talsamband milli okkar, sem er eitthvað sem við höfum reynt að laga síðan þá. Mér var gjörsamlega misboðið en ég sé núna að það réttlætir ekki að ganga fram með þeim hætti sem ég gerði þá. Því vil ég biðja Birgittu Jónsdóttur innilega afsökunar á því,“ segir Helgi.

Hann segist hins vegar standa með því að flokkurinn verið að ræða hvernig hann ætli að fara með vald. „Ég hef líka stundum farið óvarlega með vald sjálfur og vil endilega að við höldum þeirri umræðu áfram, en þá frekar í góðu rúmi þar sem við getum tekið málið fyrir með sem minnstri hættu á deilum.“

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert