Þyrluvaktin 30 ára í dag

Í dag fagnar þyrluvakt Landhelgisgæslunnar og Landspítalans 30 ára afmæli og af því
tilefni komu þeir, sem stóðu að því að vaktin var sett á fót, saman við Landspítalann
í Fossvogi en hún markaði þáttaskil í björgunar og sjúkraflutningum. Þeir rifjuðu m.a. upp gamlar sögur af því tilefni. 

Það var ekki sjálfgefið að læknar væru um borð í þyrlum gæslunnar og til að byrja með mönnuðu þeir vaktina í sjálfboðastarfi. Í myndskeiðinu er rætt við Benóný Ásgrímsson, flugstjóra og Guðmund Björnsson lækni sem voru hluti af fyrstu vaktinni fyrir þrjátíu árum síðan. Nú eru læknar alltaf hluti af áhöfn björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar og þeir segja að síðan þá hafi áhafnarsamsetningin margsannað sig og bjargað fjölmörgum mannslífum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert