Ekki Íslendingur heldur Íri

AFP

Tyrknesk stjórnvöld hafa nú staðfest að það var ekki íslenskur ríkisborgari sem slasaðist í sprengjuárásinni í Istanbúl í gær. Sá sem um ræðir reyndist vera írskur ríkisborgari, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.

Fjórir hið minnsta létust í sjálfsvígsárásinni og á fjórða tug særðust. Tyrknesk yfirvöld segja að hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafi staðið á bak við árásina sem var gerð á fjölfarinni verslunargötu í gærmorgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina