Vitni vísuðu á unglinga eftir íkveikju

Frá vettvangi í dag. Eldur kom upp á tveimur stöðum …
Frá vettvangi í dag. Eldur kom upp á tveimur stöðum í Fellahverfi. mbl.is/Styrmir Kári

Upplýsingar frá vitnum beindu lögreglu á spor unglinga eftir íkveikju í Fellahverfi í morgun. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglu.

Fram kemur þar að rétt fyrir klukkan tvö hafi lögreglumenn á eftirlitsferð orðið varir við reyk frá fjölbýlishúsi, en þá logaði í anddyri hússins töluverður eldur. Fólk var þá að reyna að hemja eldinn með slökkvitæki en búið var að kalla til slökkvilið. 

„Rétt skömmu seinna kom upp eldur við annað fjölbýlishús ekki langt frá þessu en reyndist minniháttar. Upplýsingar frá vitnum varpaði grun um íkveikju og var vísað á unglinga sem mögulega voru gerendur. Rætt var við þá og foreldra þeirra,“ segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.

Ljóst er að skemmd­irn­ar eru tölu­verðar, bæði vegna elds og reyks.

Frétt mbl.is: Kveikt í á báðum stöðum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert