Ber að skila CFC-skýrslum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona ...
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona hans, tengjast félaginu Wintris sem staðsett er á Panama. Steinþór Guðbjartsson

Svokölluð CFC-félög hafa á síðustu viku birst reglulega í fjölmiðlum þó fæstir hafi þekkt hugtakið fyrir. Um er að ræða skattalegt hugtak yfir félög sem staðsett eru á lágskattasvæðum og ber að greina sérstaklega frá þeim á skattaframtölum eigenda þeirra og í sérstökum tilfellum líka þegar um er að ræða að viðkomandi hefur stjórnunarleg yfirráð yfir umræddum félögum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt að CFC-löggjöf nái aðeins yfir rekstrarfélög, en félag þeirra hjóna, Wintris, hafi verið eignarhaldsfélag. Mbl.is skoðaði hvort það ætti við rök að styðjast og hvernig málefnum CFC-félaga er háttað.

Tvenns konar CFC-skýrslur

CFC-skýrslur skiptast í tvo hluta; skýrsla CFC-félags og skýrsla eigenda CFC-félags. Samkvæmt lögum ber íslenskum eigendum CFC-félaga að skila þessum skýrslum með skattaframtali sínu, en samkvæmt upplýsingum sem mbl.is fékk frá Ríkisskattstjóra er það skýrsla eigenda sem er nauðsynlegt að sé skilað. Skýrsla CFC-félags er aftur á móti aðeins á pappírsformi og séu allar upplýsingar um félagið skráðar undir tekjuliðum almenna skattaframtalsins getur skattstjóri notast við þær upplýsingar og þá er skýrslan óþörf.

Í síðustu viku reyndi mbl.is ítrekað að ná í Sigmund og aðstoðarmann hans, til að spyrja um hvort þessum CFC-skýrslum hefði verið skilað með skattframtölum hans eða konu hans í tengslum við félagið Wintris sem tengt var við hjónin í umfjöllun Reykjavík media og Kastljóss um Panama-skjölin.

Vill láta birta öll Panama-skjölin en svarar ekki um skattaframtöl

Þegar fréttamaður sænsku SVT sjónvarpsstöðvarinnar og Reykjavík media tóku umtalað viðtal við Sigmund fyrir fréttaskýringaþáttinn um Panama-skjölin sagði Sigmundur að upplýsingar um Wintris hefðu komið fram á skattframtali hans frá upphafi. Kona Sigmundar, Anna Sigurlaug Pálsdóttir greindi frá því í færslu á Facebook áður en þátturinn var sýndur að greint hefði verið frá félögunum á skattframtölum þeirra beggja: „Það var því strax gerð grein fyrir öllum tekjum af sölunni og félagið hefur því frá upphafi verið skráð 100% í eigu minni á Íslandi, verið talið fram á skattframtölunum okkar Sigmundar hér heima og allir skattar verið greiddir samkvæmt því.

Kæru vinir.Frá því að Sigmundur byrjaði í pólitík hef ég þurft að hlusta á og frétta af umræðu um persónuleg mál mín og...

Posted by Anna Sigurlaug Pálsdóttir on Tuesday, 15 March 2016

Þegar lyklaskipti áttu sér stað í forsætisráðuneytinu nú á föstudaginn spurði blaðamaður mbl.is Sigmund hvort hann ætlaði að birta umræddar CFC skýrslur sem sýndu að þau hefðu gert grein fyrir félaginu hjá skattayfirvöldum hér á landi. Hafði Sigmundur stuttu áður sagt að hann teldi rétt að birta ætti öll Panama-skjölin og hafa það allt upp á borðum. Svaraði Sigmundur spurningunni með að segja að hann vissi ekki nema öll skjöl um hann hefðu verið birt og vísaði þar til birtingu Panama-skjalanna um þau hjón. Þar kemur þó ekkert fram um CFC skýrslurnar og er það aðeins á valdi þeirra hjóna að birta þær.

Skýring Sigmundar um CFC-löggjöf stenst ekki

Í viðtali við Morgunblaðið núna um helgina sagði Sigmundur svo að CFC-löggjöfin sem var tekin í notkun nái til rekstrarfélaga og tekur hann fram að Wintris hafi ekki verið rekstrarfélag. Hann segir þó að Anna Sigurlaug sé reiðubúin að „birta frekari gögn um skattamál þeirra hjóna ef aðrir forystumenn stjórnarflokkanna geri slíkt hið sama.“

Þessi skýring Sigmundar um CFC-löggjöfina passar ekki við texta laganna, skýringar á heimasíðu Ríkisskattstjóra eða skriflegt svar sem mbl.is fékk frá Ríkisskattstjóra um undanþágur frá framtals- og skattaskyldu CFC-félaga.

Hvaða CFC-félög eru framtals- og skattaskyld?

Samkvæmt skýringum á vefsíðu Ríkisskattstjóra er skilyrði fyrir framtals- og skattaskyldu útskýrt á eftirfarandi hátt: „Að tilteknum skilyrðum uppfylltum ber innlendum eigendum erlendra félaga, sjóða eða stofnana sem staðsett eru álágskattasvæðum (hér eftir nefnt CFC-félag) að greiða skatt vegna hagnaðar sem myndast hjá lögaðilanum og ekki hefur verið úthlutað til eigenda CFC-félagsins.

Skilyrðin sem sett eru fram eru tvö:

  • „Félagið, sjóðurinn eða stofnunin er staðsett í lágskattaríki. Þau ríki teljast lágskattaríki ef sá tekjuskattur sem lagður er á lögaðilann ytra er lægri en tveir þriðju hlutar af þeim tekjuskatti sem hefði verið lagður á lögaðilann hefði hann verið heimilisfastur á Íslandi og
  • Íslenskir skattaðilar, einn eða fleiri saman, eiga beint eða óbeint minnst helming í CFC-félaginu eða stjórnunarleg yfirráð þeirra hafa verið til staðar innan tekjuárs. Ekki er litið til eignarhalds hvers einstaks eiganda við ákvörðun þess hvort skilyrði telst uppfyllt, heldur sameiginlegs eignarhalds eða stjórnunarlegra yfirráða allra íslenskra skattaðila í hinu erlenda félagi.“

Með öðrum orðum, ef félagið er staðsett í lágskattaríki og ef íslenskir eigendur eiga samtals meira en 50% í félaginu, þá þarf að greina frá því á skattaframtali og greiða af því skatta. Þessi skylda á því við um Wintris sem og félagið Falson & co, sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, átti hlut í, að því gefnu að félagið hafi enn verið skráð og til á pappírum árið 2010 þegar CFC-löggjöfin tók gildi.

Lögfræðistofan Mossack Fonseca í Panama sá um aflandsfélög fyrir þúsundir ...
Lögfræðistofan Mossack Fonseca í Panama sá um aflandsfélög fyrir þúsundir einstaklinga og fyrirtæka um allan heim. Photo: AFP

Skiptir ekki máli hvort félagið er rekstrar- eða eignarhaldsfélag

Ekkert kemur fram í löggjöfinni sem undanskilur eignarhaldsfélög frá því að vera talin fram eins og Sigmundur vísað til í viðtalinu við Morgunblaðið um helgina. Þetta staðfestir Ríkisskattstjóri í skriflegu svari til mbl.is: „Almennt má segja að ef um er að ræða CFC félag, þ.e. félag sem staðsett er í lágskattaríki þá eru engar undanþágur frá framtalsskyldu eigenda slíkra félaga.  Eigendur eignarhaldsfélaga sem staðsett eru á lágskattaríki eru þannig ekki undanþegnir framtalsskyldu vegna slíkra félaga.“

Einu undantekningarnar sem gefnar eru frá skattaskyldu fyrir félög sem skráð eru í ríkjum utan EES/EFTA/Færeyja (sem á við bæði Wintris og Falson & Co) er þegar um er að ræða tvísköttunarsamninga eða aðra alþjóðsamninga við viðkomandi ríki og að tekjur félagsins séu að meginstofni ekki eignatekjur. Þ.e. að um raunverulega atvinnustarfsemi sé að ræða í viðkomandi ríki, t.d. framleiðslu eða sölu á vörum eða þjónustu. Slíkt á ekki við um félögin tvö, þar sem þau eru bæði eignarhaldsfélög utan um ákveðnar eignir. Þessar undanþágur breyta því þó ekki að öll CFC-félög eru framtalsskyld.

Panama og Seychelles-eyjar bæði lágskattaríki

Félagið Wintris var skráð á Panama en félagið Falson & Co á Seychelles-eyjum. Bæði þessi lönd eru samkvæmt lista fjármálaráðuneytisins frá því árið 2010 þegar CFC-löggjöfin tók gildi, skilgreind sem lágskattasvæði. Því ber íslenskum eigendum slíkra félaga að gera grein fyrir eignarhlut sínum, atkvæðisrétti, arði og hlutdeild í tekjum og eignum félagsins.

Panama er meðal þeirra landa sem eru á lista fjármálaráðuneytisins ...
Panama er meðal þeirra landa sem eru á lista fjármálaráðuneytisins yfir lágskattasvæði. Af Wikipedia

Svar Sigmundar Davíðs við fyrirspurn mbl.is við lyklaafhendinguna á föstudaginn er samkvæmt ofangreindu heldur ekki tæmandi, þ.e. að öll gögnin hafi komið fram í Panama-skjölum. Eins og kom fram á fundi skattrannsóknarstjóra og leiðtogum stjórnarandstöðunnar fyrir tæplega tveimur vikum, þá er ekki nein leið til að sannreyna raunverulega eign nema að treysta yfirlýsingum þeirra sem eiga slík félög og svo að sjá hvað gefið er upp á skattaframtölum viðkomandi.

Ítarefni á vef RSK - CFC-félög

Lög um skattlagningu vegna eignarhalds á lágskattasvæðum

mbl.is

Innlent »

Segja birtingu álits siðanefndar fráleita

Í gær, 23:07 Fjórir þingmenn Miðflokksins segja það fráleitt að álit ráðgefandi siðanefndar um Klaustursmálið svokallaða hafi verið birt á vef Alþingis í kvöld, áður en frestur til að skila andmælum rynni út. Í tilkynningu frá Miðflokknum segir að slíkt gangi gegn stjórnsýslulögum. Meira »

Renndu sér 100 sinnum fyrir SÁÁ

Í gær, 22:15 „Það er mikilvægt að hafa þetta opið fyrir þá sem þurfa að nýta sér þessa þjónustu,“ segir Kolbrún Ósk Jóhannsdóttir formaður Skólafélagsins Hugins í Menntaskólanum á Akureyri. Meira »

Nanna nuddar hunda

Í gær, 21:55 „Nudd er dýrum oft nauðsyn. Rétt eins og við mannfólkið hafa þau vöðva og sinar sem þurfa hreyfingu og aðhlynningu eigi vel að vera. Raunar er vitundin um vellíðan dýranna stöðugt að aukast, sem er gleðiefni,“ segir Nanna Lovísa Zóphaníasdóttir hundanuddari. Meira »

Yfir 250 jarðskjálftar í Öxarfirði

Í gær, 21:29 Jarðskjálftahrina hefur staðið yfir í Öxarfirði síðan síðastliðinn laugardag, hrinan er staðsett um 6 km suðvestur af Kópaskeri. Stærstu skjálftarnir sem hafa verið staðsettir eru á milli 2,5 og 3,1 að stærð. Yfir 250 skjálftar hafa verið staðsettir á svæðinu. Meira »

Hjólin snúast á ný

Í gær, 21:15 „Þetta var mjög erfitt. Ég er ótrúlega heppin og þakklát fyrir starfsfólkið. Þau stóðu sig svo vel öll sem eitt,“ segir Lísa Lotta Björnsdóttir leikskólastjóri í Lyngholti á Reyðarfirði. Í gær sneru átta starfsmenn og 14 börn aftur í skólann eftir þriggja vikna einangrun vegna mislingasmits. Meira »

Tóm vitleysa eða ósköp eðlilegt?

Í gær, 21:03 Formaður SAF og framkvæmdastjóri Eflingar eru ekki sammála um hvort það sé viðeigandi að hengja upp veggspjöld á hótelum þar sem ferðafólk er hvatt til að ferðast ekki með hópferðabílum í verkföllum á fimmtudag og föstudag. Meira »

Ekki einkasamtal á Klaustri

Í gær, 20:15 Það er mat meirihluta ráðgefandi siðanefndar, sem forsætisnefnd leitaði til vegna Klaustursmálsins svokallaða, að samtalið, sem átti sér stað á barnum Klaustri 20. nóvember milli sex þingmanna og var tekið upp, geti ekki talist einkasamtal. Meira »

Áskorun að ná til ferðamanna

Í gær, 20:05 „Þetta er einstakt á heimsvísu. Hvergi annars staðar í heiminum er vöktun náttúruvár jafn samþætt og hér á landi,“ segir Ingvar Kristinsson framkvæmdastjóri Eftirlits- og spásviðs Veðurstofu Íslands. Meira »

Öryggi farþega háð fiskiflotanum

Í gær, 18:50 „Það er bara ekki raunverulegur valkostur að segja að við munum ráða við svona stórt verkefni. Menn munu þurfa að miða sín viðbrögð við þá getu sem er til staðar,“ segir Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Meira »

Píratar hafna tilskipun um höfundarrétt

Í gær, 18:04 „Þingflokkur Pírata mun beita sér gegn því að nýsamþykkt höfundarréttartilskipun Evrópusambandsins verði tekin upp í EES- samninginn óbreytt,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá flokknum. Umdeild tilskipun um höfundarrétt var samþykkt á Evrópuþingi í dag. Meira »

Efla samstarf í varnar- og öryggismálum

Í gær, 17:36 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, undirrituðu á fundi sínum í Lundúnum í dag samkomulag milli Íslands og Bretlands um að efla tvíhliða samstarf ríkjanna í varnar- og öryggismálum. Meira »

Markmiðið hafið yfir vafa

Í gær, 17:25 Eftirliti með fjárhag flugrekenda í því skyni að tryggja flugöryggi er alltaf hagað í samræmi við aðstæður hverju sinni.  Meira »

Óskar Hrafn samskiptastjóri VÍS

Í gær, 17:02 Óskar Hrafn Þor­valds­son hef­ur verið ráðinn sam­skipta­stjóri VÍS. Óskar tek­ur við af Andra Ólafs­syni sem hverf­ur til starfa á öðrum vett­vangi. Meira »

Glerbrot fannst í salsasósu

Í gær, 16:41 Aðföng hafa tekið úr sölu og innkallað Tostitos Chunky Salsa, medium, í 439,4 gramma glerkrukkum. Ástæða innköllunarinnar er sú að glerbrot fannst í einni krukku. Meira »

„Erum að vinna þetta mjög hratt“

Í gær, 16:29 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir að mikil vinna sé fram undan hjá félaginu en miklu máli skipti að hlutirnir gerist hratt næstu daga. „Við erum að vinna með öllum aðilum, kröfuhöfum og stjórnvöldum í að tryggja langtímafjármögnun félagsins. Þeirri vinnu miðar vel áfram,“ sagði Skúli í samtali við RÚV fyrr í dag. Meira »

Verði merkt með sýklalyfjanotkun

Í gær, 16:16 Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp til breytingu á lögum um matvæli þess efnis að matvæli sem boðin eru til sölu verði merkt með upprunalandi og meðalnotkun sýklalyfja við framleiðslu matvæla í viðkomandi landi. Meira »

Upplýsingalög nái til dómstóla

Í gær, 15:58 Ríkisstjórnin afgreiddi í dag tvö frumvörp, annað um að upplýsingalög nái til allra þátta ríkisvalds, hitt um starfshætti í vísindum. Annars vegar er um að ræða löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis og hins vegar frumvarp sem fjallar um vandaða starfshætti í vísindum. Meira »

Sakfelldur fyrir meiri háttar skattabrot

Í gær, 15:56 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann í síðustu viku í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Auk þess var maðurinn dæmdur til að greiða 49 milljónir króna í sekt. Meira »

Ekki í neinu jarðsambandi

Í gær, 15:45 Formaður FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir stéttarfélögin sem hafa átt í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins ekki vera í neinu jarðsambandi. Meira »
Klettar - Heilsárshús - 80fm + 49fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
GEYMSLUHÚSNÆÐI - BÍLSKÚR
TIL LEIGU TÆPLEGA 30 FM. BÍLSKÚR / GEYMSLUHÚSNÆÐI VIÐ MÓHELLU Í HF. LOKAÐ VAKTAÐ...
Bókhaldsþjónusta
Skattframtöl, bókhald, ársreikningar, vsk uppgjör & launauppgjör, stofnun félaga...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...