Ber að skila CFC-skýrslum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona ...
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona hans, tengjast félaginu Wintris sem staðsett er á Panama. Steinþór Guðbjartsson

Svokölluð CFC-félög hafa á síðustu viku birst reglulega í fjölmiðlum þó fæstir hafi þekkt hugtakið fyrir. Um er að ræða skattalegt hugtak yfir félög sem staðsett eru á lágskattasvæðum og ber að greina sérstaklega frá þeim á skattaframtölum eigenda þeirra og í sérstökum tilfellum líka þegar um er að ræða að viðkomandi hefur stjórnunarleg yfirráð yfir umræddum félögum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt að CFC-löggjöf nái aðeins yfir rekstrarfélög, en félag þeirra hjóna, Wintris, hafi verið eignarhaldsfélag. Mbl.is skoðaði hvort það ætti við rök að styðjast og hvernig málefnum CFC-félaga er háttað.

Tvenns konar CFC-skýrslur

CFC-skýrslur skiptast í tvo hluta; skýrsla CFC-félags og skýrsla eigenda CFC-félags. Samkvæmt lögum ber íslenskum eigendum CFC-félaga að skila þessum skýrslum með skattaframtali sínu, en samkvæmt upplýsingum sem mbl.is fékk frá Ríkisskattstjóra er það skýrsla eigenda sem er nauðsynlegt að sé skilað. Skýrsla CFC-félags er aftur á móti aðeins á pappírsformi og séu allar upplýsingar um félagið skráðar undir tekjuliðum almenna skattaframtalsins getur skattstjóri notast við þær upplýsingar og þá er skýrslan óþörf.

Í síðustu viku reyndi mbl.is ítrekað að ná í Sigmund og aðstoðarmann hans, til að spyrja um hvort þessum CFC-skýrslum hefði verið skilað með skattframtölum hans eða konu hans í tengslum við félagið Wintris sem tengt var við hjónin í umfjöllun Reykjavík media og Kastljóss um Panama-skjölin.

Vill láta birta öll Panama-skjölin en svarar ekki um skattaframtöl

Þegar fréttamaður sænsku SVT sjónvarpsstöðvarinnar og Reykjavík media tóku umtalað viðtal við Sigmund fyrir fréttaskýringaþáttinn um Panama-skjölin sagði Sigmundur að upplýsingar um Wintris hefðu komið fram á skattframtali hans frá upphafi. Kona Sigmundar, Anna Sigurlaug Pálsdóttir greindi frá því í færslu á Facebook áður en þátturinn var sýndur að greint hefði verið frá félögunum á skattframtölum þeirra beggja: „Það var því strax gerð grein fyrir öllum tekjum af sölunni og félagið hefur því frá upphafi verið skráð 100% í eigu minni á Íslandi, verið talið fram á skattframtölunum okkar Sigmundar hér heima og allir skattar verið greiddir samkvæmt því.

Kæru vinir.Frá því að Sigmundur byrjaði í pólitík hef ég þurft að hlusta á og frétta af umræðu um persónuleg mál mín og...

Posted by Anna Sigurlaug Pálsdóttir on Tuesday, 15 March 2016

Þegar lyklaskipti áttu sér stað í forsætisráðuneytinu nú á föstudaginn spurði blaðamaður mbl.is Sigmund hvort hann ætlaði að birta umræddar CFC skýrslur sem sýndu að þau hefðu gert grein fyrir félaginu hjá skattayfirvöldum hér á landi. Hafði Sigmundur stuttu áður sagt að hann teldi rétt að birta ætti öll Panama-skjölin og hafa það allt upp á borðum. Svaraði Sigmundur spurningunni með að segja að hann vissi ekki nema öll skjöl um hann hefðu verið birt og vísaði þar til birtingu Panama-skjalanna um þau hjón. Þar kemur þó ekkert fram um CFC skýrslurnar og er það aðeins á valdi þeirra hjóna að birta þær.

Skýring Sigmundar um CFC-löggjöf stenst ekki

Í viðtali við Morgunblaðið núna um helgina sagði Sigmundur svo að CFC-löggjöfin sem var tekin í notkun nái til rekstrarfélaga og tekur hann fram að Wintris hafi ekki verið rekstrarfélag. Hann segir þó að Anna Sigurlaug sé reiðubúin að „birta frekari gögn um skattamál þeirra hjóna ef aðrir forystumenn stjórnarflokkanna geri slíkt hið sama.“

Þessi skýring Sigmundar um CFC-löggjöfina passar ekki við texta laganna, skýringar á heimasíðu Ríkisskattstjóra eða skriflegt svar sem mbl.is fékk frá Ríkisskattstjóra um undanþágur frá framtals- og skattaskyldu CFC-félaga.

Hvaða CFC-félög eru framtals- og skattaskyld?

Samkvæmt skýringum á vefsíðu Ríkisskattstjóra er skilyrði fyrir framtals- og skattaskyldu útskýrt á eftirfarandi hátt: „Að tilteknum skilyrðum uppfylltum ber innlendum eigendum erlendra félaga, sjóða eða stofnana sem staðsett eru álágskattasvæðum (hér eftir nefnt CFC-félag) að greiða skatt vegna hagnaðar sem myndast hjá lögaðilanum og ekki hefur verið úthlutað til eigenda CFC-félagsins.

Skilyrðin sem sett eru fram eru tvö:

  • „Félagið, sjóðurinn eða stofnunin er staðsett í lágskattaríki. Þau ríki teljast lágskattaríki ef sá tekjuskattur sem lagður er á lögaðilann ytra er lægri en tveir þriðju hlutar af þeim tekjuskatti sem hefði verið lagður á lögaðilann hefði hann verið heimilisfastur á Íslandi og
  • Íslenskir skattaðilar, einn eða fleiri saman, eiga beint eða óbeint minnst helming í CFC-félaginu eða stjórnunarleg yfirráð þeirra hafa verið til staðar innan tekjuárs. Ekki er litið til eignarhalds hvers einstaks eiganda við ákvörðun þess hvort skilyrði telst uppfyllt, heldur sameiginlegs eignarhalds eða stjórnunarlegra yfirráða allra íslenskra skattaðila í hinu erlenda félagi.“

Með öðrum orðum, ef félagið er staðsett í lágskattaríki og ef íslenskir eigendur eiga samtals meira en 50% í félaginu, þá þarf að greina frá því á skattaframtali og greiða af því skatta. Þessi skylda á því við um Wintris sem og félagið Falson & co, sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, átti hlut í, að því gefnu að félagið hafi enn verið skráð og til á pappírum árið 2010 þegar CFC-löggjöfin tók gildi.

Lögfræðistofan Mossack Fonseca í Panama sá um aflandsfélög fyrir þúsundir ...
Lögfræðistofan Mossack Fonseca í Panama sá um aflandsfélög fyrir þúsundir einstaklinga og fyrirtæka um allan heim. Photo: AFP

Skiptir ekki máli hvort félagið er rekstrar- eða eignarhaldsfélag

Ekkert kemur fram í löggjöfinni sem undanskilur eignarhaldsfélög frá því að vera talin fram eins og Sigmundur vísað til í viðtalinu við Morgunblaðið um helgina. Þetta staðfestir Ríkisskattstjóri í skriflegu svari til mbl.is: „Almennt má segja að ef um er að ræða CFC félag, þ.e. félag sem staðsett er í lágskattaríki þá eru engar undanþágur frá framtalsskyldu eigenda slíkra félaga.  Eigendur eignarhaldsfélaga sem staðsett eru á lágskattaríki eru þannig ekki undanþegnir framtalsskyldu vegna slíkra félaga.“

Einu undantekningarnar sem gefnar eru frá skattaskyldu fyrir félög sem skráð eru í ríkjum utan EES/EFTA/Færeyja (sem á við bæði Wintris og Falson & Co) er þegar um er að ræða tvísköttunarsamninga eða aðra alþjóðsamninga við viðkomandi ríki og að tekjur félagsins séu að meginstofni ekki eignatekjur. Þ.e. að um raunverulega atvinnustarfsemi sé að ræða í viðkomandi ríki, t.d. framleiðslu eða sölu á vörum eða þjónustu. Slíkt á ekki við um félögin tvö, þar sem þau eru bæði eignarhaldsfélög utan um ákveðnar eignir. Þessar undanþágur breyta því þó ekki að öll CFC-félög eru framtalsskyld.

Panama og Seychelles-eyjar bæði lágskattaríki

Félagið Wintris var skráð á Panama en félagið Falson & Co á Seychelles-eyjum. Bæði þessi lönd eru samkvæmt lista fjármálaráðuneytisins frá því árið 2010 þegar CFC-löggjöfin tók gildi, skilgreind sem lágskattasvæði. Því ber íslenskum eigendum slíkra félaga að gera grein fyrir eignarhlut sínum, atkvæðisrétti, arði og hlutdeild í tekjum og eignum félagsins.

Panama er meðal þeirra landa sem eru á lista fjármálaráðuneytisins ...
Panama er meðal þeirra landa sem eru á lista fjármálaráðuneytisins yfir lágskattasvæði. Af Wikipedia

Svar Sigmundar Davíðs við fyrirspurn mbl.is við lyklaafhendinguna á föstudaginn er samkvæmt ofangreindu heldur ekki tæmandi, þ.e. að öll gögnin hafi komið fram í Panama-skjölum. Eins og kom fram á fundi skattrannsóknarstjóra og leiðtogum stjórnarandstöðunnar fyrir tæplega tveimur vikum, þá er ekki nein leið til að sannreyna raunverulega eign nema að treysta yfirlýsingum þeirra sem eiga slík félög og svo að sjá hvað gefið er upp á skattaframtölum viðkomandi.

Ítarefni á vef RSK - CFC-félög

Lög um skattlagningu vegna eignarhalds á lágskattasvæðum

mbl.is

Innlent »

Hafa áhuga á að fjárfesta á Íslandi

Í gær, 23:47 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók í dag þátt í ráðstefnu um viðskipti á norðurslóðum sem haldin var í sendiráði Íslands í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Meira »

Páll Sveinsson hitti erlendu Þristana

Í gær, 23:10 Fimm Þristar, flugvélar af gerðinni Douglas DC-3 og Douglas C-47, lentu á Reykjavíkurflugvelli í dag á leið sinni til Frakklands í tilefni af því að 75 ár eru frá innrásinni í Normandí í síðari heimsstyrjöldinni. Íslenski Þristurinn, Páll Sveinsson, tók meðal annarra á móti gestunum. Meira »

Færri amerískar vörur vegna EES

Í gær, 22:48 Meðal ástæðna þess að ekki hefur verið boðið upp á meira úrval af amerískum vörum í Costco á Íslandi en raun ber vitni eru evrópskar reglur sem gilda hér á landi vegna aðildar landsins að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Meira »

Bergþór ánægður með úrskurðinn

Í gær, 22:06 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er sáttur við úrskurð Persónuverndar þess efnis að Báru Halldórsdóttur hafi verið óheimilt samkvæmt lögum að taka upp samræður hans og fimm annarra þingmanna á barnum Klaustri í Reykjavík í nóvember. Meira »

Á útvarpið sér einhverja framtíð?

Í gær, 21:15 Framtíð útvarps var til umræðu á málþingi sem Ríkisútvarpið stóð fyrir í Efstaleiti síðdegis í dag. Miklar breytingar hafa orðið á því hvernig fólk neytir útvarpsefnis á undanförnum árum og hefðbundnir fjölmiðlar keppast við að bregðast við tækninýjungum eins og hlaðvarpinu. Meira »

Skoða eftirlit með Íslandspósti

Í gær, 20:38 Til skoðunar er hjá samgönguráðuneytinu hvort Póst- og fjarskiptastofnun hafi sinnt lögbundnu eftirliti sínu með fjárhagsstöðu Íslandspósts. Fram kemur á fréttavef Ríkisútvarpsins að ekki verði séð að stofnunin hafi kannað hvort fyrirtækið var rekstrarhæft áður en hún veitti því rekstrarleyfi. Meira »

Fígúrur Ladda eru ekki alveg mennskar

Í gær, 20:08 Þúsundþjalasmiðurinn Þórhallur Sigurðsson er engum líkur enda hefur listamaðurinn farið í fleiri hlutverk en gengur og gerist í listasögunni. Meira »

Fágætir fuglar á landinu

Í gær, 19:27 Farfuglar voru allir komnir til landsins í gær nema þórshani, sem hafði ekki sést, en hann hefur oftast látið sjá sig um þetta leyti. Meira »

Fjórir í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

Í gær, 19:02 Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um fíkniefnainnflutning, en málið kom upp á Keflavíkurflugvelli 12. maí síðastliðinn. Samkvæmt því sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld varðar málið innflutning á yfir tíu kílóum af kókaíni, en það vildi lögregla ekki staðfesta. Meira »

Vantar ákvæði um auðkennaþjófnað

Í gær, 18:22 Engin ákvæði eru í hegningarlögum um auðkennaþjófnað sem gerir ákæruvaldinu erfitt fyrir að sækja slík mál að sögn Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara. Ekki var talið líklegt að sakfelling næðist í máli þar sem maður þóttist vera annar maður til þess að nauðga. Meira »

Ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti

Í gær, 18:05 Héraðssaksóknari hefur ákært Magnús Stefán Jónasson, fyrrverandi skrifstofustjóra Afls sparisjóðs, fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Er hann bæði ákærður fyrir að hafa dregið sér fé og millifært fé inn á reikning verktakafyrirtækis í hans eigu. Ákæran er í níu liðum en sum málin eru um áratugar gömul. Meira »

Þröngur veðurgluggi veldur röð á tindinn

Í gær, 17:50 Þröngur veðurgluggi veldur því á nokkurra ára fresti að löng röð myndast af fjallgöngugörpum á leið á tind Everest, líkt og sjá mátti á mynd sem tekin var af fjallinu í gær. Þetta segir Vilborg Arna Gissurardóttir fjallagarpur og Everestfari, en þrír Íslend­ing­ar toppuðu hæsta fjall heims í morgun. Meira »

Skipaumferð eykst við Húsavík

Í gær, 17:30 Með tilkomu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur umferð flutningaskipa aukist mjög um Húsavíkurhöfn og oft má orðið sjá skip bíða fyrir utan höfnina eftir að röðin komi að því við Bökugarðinn. Ráðast þurfti í talsverðar framkvæmdir á höfninni vegna þessa. Meira »

Gert við mastrið á Patreksfirði

Í gær, 17:24 Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Það þykir afrek að sigla svo litlu fleyi, 6,5 metra löngu, einn síns liðs milli landa og kringum landið. Meira »

Fleiri Þristar til sýnis

Í gær, 16:48 Þær hafa líklega ekki farið framhjá mörgum, svokallaðar þrista­vél­ar, DC-3- og C-47-flug­vél­ar, frá Banda­ríkj­un­um, sem hafa lent á Reykjavíkurflugvelli síðustu daga. Fimm Þristar til viðbótar á leið frá Ameríku til Bretlands lenda í Reykjavík síðdegis og í kvöld. Meira »

Vilja taka við Hatarabúningum

Í gær, 16:22 Stjórn BDSM á Íslandi hvetur landsmenn sem festu kaup á fatnaði, keðjum, ólum og slíku vegna Eurrovision og hljómsveitarinnar Hatara sem keppti fyrir hönd Íslendinga að koma slíkum búnaði til félagsins ef hann er líklegur til að safna ryki. Meira »

Borgirnar verði endurhannaðar

Í gær, 16:18 Borgarstjórar höfuðborga á Norðurlöndum boðuðu róttækar aðgerðir í loftslagsmálum í Ósló í gær. Þar fer fram alþjóðleg ráðstefna um sjálfbærni borga en Ósló er umhverfishöfuðborg Evrópu í ár. Meira »

Mikil aukning stafrænna þvingana

Í gær, 16:16 Mál ungs manns sem þvingaði konu m.a. til samræðis við aðra menn í krafti stafrænna þvingana er vissulega óvenjulegt að mati Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara, þó sé stöðug aukning í málaflokknum og þörf á að bregðast við því. Ákæruvaldið lítur á slík brot sem nauðgun. Meira »

Umsóknin svar við réttaróvissunni

Í gær, 15:20 „Ástæðan er auðvitað niðurstaða Mannréttindadómstólsins, þó að ég sé ekki sammála henni. Þetta skapar réttaróvissu um mitt umboð til að gegna dómstörfum. Mér fannst rétt að freista þess að endurnýja það umboð.“ Meira »
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...
Sumarhús í Biskupstungum, Velkomin...
Eigum laust í MAI - Leiksvæði og fallegt umhverfi. Stutt að Geysi, Gullfossi og ...