„Það eru fordómar, en þeir fara leynt“

Hinsegin dagar í Reykjavík voru settir á þriðjudaginn og voru tröppur Menntaskólans í Reykjavík málaðar gleðiröndum í regnbogalitum af því tilefni.

Tröppurnar ættu ekki að hafa farið framhjá neinum sem gert hefur sér ferð í miðborgina síðustu daga og virðast vekja mikla athygli.

Mbl.is kíkti niður í bæ og tók nokkra vegfarendur tali í blíðskaparveðri í morgun.

mbl.is