Vilja búvörulögin í þjóðaratkvæði

Rúmlega 1.500 undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnun á netinu þar sem skorað er á Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, að vísa nýsamþykktun lögum um búvörusamninga í þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Það er okkar skoðun að það sé með öllu ótækt að binda hendur þings og þjóðar næstu 10 árin með slíkum samningi og að kostnaður neytenda vegna þessa samnings, sem er áætlaður um milljarður á mánuði næstu 10 árin, sé alfarið óásættanlegur og óréttlætanlegur. Að auki virðist það skýrt að lögin koma sér aðeins vel fyrir hluta bænda og minni hagsmunaaðila og verja fyrst og fremst stöðu milliliðanna í framleiðsluferlinu, almenningi í landinu til verulegs kostnaðarauka,“ segir í texta sem fylgir söfnuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert