Hundruð flykktust í Þjóðminjasafnið

Um 650 manns komu í Þjóðminjasafnið í dag, gagngert til að skoða sverð frá tíundu öld, sem fannst í landi Ytri-Ása í Skaftafellssýslu í síðasta mánuði. Þetta segir Anna Rut Guðmundsdóttir, kynningarfulltrúi safnsins, í samtali við mbl.is.

Sverðið var til sýn­is fyr­ir al­menn­ing í Þjóðminja­safn­inu í dag, ásamt spjót­inu og hnífn­um sem fund­ust um síðustu helgi, í kumli með manna­bein­um sem tal­in eru til­heyra eig­anda sverðsins.

„Í heildina koma jafnan á milli þrjú til fjögur hundruð manns á sunnudögum. Þar af eru yfirleitt 80 prósent ferðamenn. Þetta var fyrir utan það, svo heildarfjöldinn á safninu í dag var í kringum 1.200 manns,“ segir Anna Rut.

Geymt í sérstökum kassa

Bætir hún við að margir hafi borgað sig inn á sjálft safnið til að skoða fleiri safngripi, eftir að hafa litið sverðið augum.

Sverðið er geymt í sérstökum kassa, til að hindra að raki komist að því.

„Það verður að vera í þurru andrúmslofti, ef það er mikið að flakka á milli mismunandi aðstæðna þá tærist það upp, og því er það í kassanum til að halda sama hitastigi á því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert