Skjálfti upp á 3,2 stig

Jarðskjálfti af stærð 3,2 varð í Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli klukkan 19:55 í gærkvöldi. Fáeinir skjálftar fylgdu í kjölfarið, sá stærsti 2,7 að stærð, samkvæmt upplýsingum frá jarðvársviði Veðurstofu Íslands.

Fyrr um kvöldið (kl. 19:50) varð jarðskjálfti af stærð 2,7 rúma 5 km NV af Húsavík. Nokkrir minni skjálftar fylgdu í kjölfarið. Tilkynningar hafa borist um að skjálftinn hafi fundist á Húsavík, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Um 400 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands 21. til 27. nóvember. Flestir skjálftar mældust á hálendinu en einnig margir úti fyrir Norðurlandi og í Mýrdalsjökli.

Stærsti skjálfti vikunnar, um 3,6 að stærð, varð í sunnanverðri Bárðarbunguöskjunni 22. nóvember. Í Mýrdalsjökli mældust tæplega 80 skjálftar. Stærsti skjálftinn þar mældist 2,8 við austurbrún Kötluöskjunnar. Í Fremstadal á Hengilsvæðinu varð skjálfti 3 að stærð, sem fannst í Hveragerði og bárust tilkynningar um skjálftann í gegnum vef Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert