Heimsmet í flugfreyjuumsóknum?

Verðandi flugfreyjur hjá Icelandair sitja þessa dagana þriggja vikna grunn ...
Verðandi flugfreyjur hjá Icelandair sitja þessa dagana þriggja vikna grunn námskeið fyrir flugliða. mbl.is/Eggert

„Í dag er algengt að maður kaupi flugmiða á netinu, innriti sig þar líka og oftar en ekki er það ekki fyrr en komið er um borð í flugvélina sem við eigum samskipti við einhvern sem vinnur hjá flugfélaginu. Oft er flugfreyjan eða -þjónninn því eini snertiflötur farþegans við fyrirtækið.“

Þetta segir Ingibjörg Lárusdóttir, forstöðumaður flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair. Fyrirtækið auglýsti nýverið störf flugliða, hátt í tvö þúsund manns sóttu um þau, sem er mesti fjöldi umsókna sem borist hafa og eftir viðamikið ráðningarferli var 180 boðið að sitja grunnnámskeið fyrir flugliða.

Þetta er næststærsta einstaka ráðningin í sögu fyrirtækisins, sú stærsta var í fyrra þegar 230 voru ráðnir í störf flugliða. Í ár var tekið upp nýtt ráðningarferli sem að sögn Ingibjargar var skemmtilegt verkefni. „Við byrjuðum á að fara í þarfagreiningu til að fá skýrari mynd af hvernig fólki við erum að leita að. Við stöndum t.d. frammi fyrir nýjum áskorunum sem eru m.a. að háannatíminn hefur lengst og við þurfum því fólk sem getur unnið yfir lengra tímabil en júní, júlí og ágúst.“

Ingibjörg og fleiri sem koma að ráðningarferlinu sóttu nokkur erlend flugfélög heim, kynntu sér hvernig þau standa að ráðningum og völdu úr ýmsar aðferðir sem þau töldu geta vera árangursríkar. Þær voru síðan aðlagaðar þörfum Icelandair og aðstæðum hér á landi.

Ítarlegt ráðningarferli

„Ferlið var tvískipt,“ segir Ingibjörg. „Í fyrri hlutanum voru boðaðir 800 af þeim rúmlega 1.900 sem sóttu um starfið og tekið þriggja mínútna örviðtal við hvern og einn og almenn þekking könnuð.“

Hjá Icelandair eru um 1.000 stöðugildi flugfreyja og -þjóna.
Hjá Icelandair eru um 1.000 stöðugildi flugfreyja og -þjóna. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Eftir þetta voru um 400 umsækjendur boðaðir í seinni hluta ferlisins þar sem þeim var falið að fást við ýmislegt sem upp getur komið í flugferð. Fjórir leikarar sköpuðu aðstæður sem upp geta komið um borð og umsækjendurnir voru í hlutverki áhafnar sem átti að leysa úr þeim aðstæðum. Til að gera allt sem raunverulegast fór þetta fram í flugvélaskrokki í þjálfunarsetri Icelandair. „Þannig gátum við séð hvernig umsækjendur bregðast við aðstæðum, en hluti þjálfunar flugáhafna fer þannig fram. En þetta var ekki síður gert fyrir umsækjendurna til að meta hvort þetta væri það sem þá langaði virkilega til að starfa við,“ segir Ingibjörg.

Í kjölfarið fóru umsækjendur í ítarlegt viðtal þar sem farið var yfir ferilskrá og tungumálakunnátta könnuð. Að lokum var stutt viðtal. „Við reyndum að hafa ferlið eins gagnsætt og hægt var, niðurstaðan var byggð á fimm einkunnum sem níu prófdómarar gáfu,“ segir Ingibjörg. „Mjög margir hæfir einstaklingar sóttu um og það erfiðasta er að þurfa að hafna hæfu fólki, sem við þurftum því miður vissulega að gera.“

Áðurnefnt grunnnámskeið stendur í þrjár vikur og er kennt á vegum Flugskóla Íslands. Það er bæði bóklegt og verklegt og þar er kennd skyndihjálp, flug- og veðurfræði og ýmist regluverk sem unnið er samkvæmt í háloftunum. Standist þátttakendur þær kröfur sem gerðar eru á þessu grunnnámskeiði og ítarlega læknisskoðun fara þeir á fjögurra vikna námskeið sem er á vegum Icelandair. Þar er áfram farið yfir öryggis- og þjónustuþætti og kennt á flugvélategundir fyrirtækisins.

Konur í miklum meirihluta

Þegar Icelandair auglýsti eftir flugfreyjum og -þjónum í fyrra sætti það nokkurri gagnrýni að 35 ára aldurshámark var tiltekið í auglýsingunni. Svo var ekki í ár, umsækjendur voru á breiðu aldursbili og að sögn Ingibjargar var núna ráðið fólk á aldrinum 23 til 53 ára. „Í fyrra var ákveðið að tilgreina þetta aldursbil vegna þess að við þurftum að fá fólk á tilteknum aldri til starfa til að jafna aldurssamsetninguna í hópnum. Við þurftum þess aftur á móti ekki núna.“

Í gegnum tíðina hafa konur verið í miklum meirihluta þeirra sem sækja um störf flugliða og svo er enn. „Ég held að umsóknir frá körlum nái ekki 10%. Það væri óskandi ef kynjahlutföllin væru jafnari, en konur virðast hafa meiri áhuga á starfinu en karlar,“ segir Ingibjörg.

Hjá Icelandair eru um 1.000 stöðugildi flugfreyja og -þjóna. Þess er krafist af umsækjendum að þeir séu með stúdentspróf eða ígildi þess, en ekki er óalgengt að í hópnum sé fólk með talsvert meiri menntun. „Þetta er upp til hópa mjög menntaður hópur. Við höfum verið með læknanema, við erum með marga hjúkrunarfræðinga, lögreglumenn, lögfræðinga, kennara, viðskiptafræðinga – þetta er öll flóran.“

Þurfa að vera við öllu búin

Spurð hvort það sé séríslenskt að fólk með svo mikla menntun starfi sem flugliðar segist Ingibjörg ekki vita til þess að það hafi verið kannað, en ekki sé ólíklegt að svo sé. „En við erum a.m.k. óskaplega stolt af þessum flotta og fjölbreytta hópi.“

Sjálf starfaði Ingibjörg sem flugfreyja í 18 ár. Hún skipti um starfsvettvang eftir að hafa lokið meistaragráðu í lögfræði og starfaði hjá Fangelsismálastofnun ríkisins um tveggja ára skeið. En flugið heillaði aftur og dró hana aftur á heimaslóðir og í núverandi starf.

– En hvernig er góð flugfreyja eða flugþjónn?

„90% af þjálfuninni, jafnvel meira, snýr að öryggisatriðum. Við erum að búa okkur undir aðstæður sem við vonumst til að komi ekki upp, en sá sem sinnir þessu starfi þarf að vera við öllu búinn. Við viljum að tekið sé hlýlega á móti farþegum þegar þeir koma inn í flugvélarnar okkar, við leggjum áherslu á íslenska upplifun sem félagið hefur valið til að höfða til farþega sinna og vekja áhuga þeirra á Íslandi sem áhugaverðum stað til að sækja heim. Starfið sem slíkt snýst um að þjónusta farþega, þannig að lykilatriðið er rík þjónustulund og að hafa gaman af að uppfylla væntingar og kröfur viðskiptavinarins þó að öryggið sé alltaf númer eitt,“ segir Ingibjörg.

Jafnan sækja mörg hundruð manns um störf flugliða þegar þau eru auglýst og ekki er ólíklegt að Ísland eigi heimsmet í hlutfalli af íbúafjölda sem sækir um þessi störf. Ingibjörg segir að líklega séu margar skýringar á þessum vinsældum starfsins. „Þetta er skemmtilegt og fjölbreytt starf þar sem engir tveir dagar eru eins, en þetta er líka mikil vinna og mikið álag sem hentar alls ekki öllum. Annars tel ég að fyrirtækið sjálft dragi að. Icelandair er traust fyrirtæki sem fagnar 80 ára afmæli sínu á næsta ári og við sem vinnum þar erum stór og samheldinn hópur.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Rómantík í rafmagnsleysi

09:30 Þau komu víða við í morgunspjallinu í Ísland vaknar, enda nývöknuð eins og við flest. Töluvert var rætt um snúrur og hvað ætti að gera við gamlar loftnetssnúrur og hvað hefði orðið um DVD-spilara okkar. Meira »

Húsin standa á súlum

09:18 Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar á lóðinni við Keilugranda 1-11 í Vesturbæ Reykjavíkur. Þarna mun húsnæðissamvinnufélagið Búseti reisa alls 13 hús, stór og smá, með samtals 78 íbúðum. Meira »

Fasteignaviðskipti 20% minni en í fyrra

09:16 Í febrúar voru viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu töluvert minni bæði með fjölbýli og sérbýli en næstu mánuði þar á undan. Hluta af því má væntanlega skýra með því hve stuttur febrúarmánuður er, en engu að síður var fjöldi viðskipta nú í febrúar rúmlega 20% minni en var í febrúar í fyrra. Meira »

Hvetja foreldra að taka upplýsta ákvörðun

09:00 Í tilefni alþjóðadags Downs-heilkennis í dag 21. mars er fólk hvatt til að klæðast mislitum sokkum til að auka vitund og minnka aðgreiningu. Í fyrra tóku fjölmargir þátt og birtu myndir af sér á samfélagsmiðlum eins og íslenska karlalandsliðið í fótbolta og forseti Íslands svo dæmi séu tekin. Meira »

Geta tekið út hálfan ellilífeyri 65 ára

07:57 Sveigjanleiki hefur verið aukinn á töku ellilífeyris og verður 65 ára og eldri gert kleift á þessu ári að taka út hálfan ellilífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins á móti hálfum lífeyri hjá lífeyrissjóði. Meira »

Nýtt framboð í Garðabæ

07:57 Björt framtíð, Samfylking, Píratar, Viðreisn, Vinstri græn og óháðir ætla að taka höndum saman í sameiginlegu framboði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Garðabæ í vor. Meira »

„Leiðindaveður“ í kortunum

07:03 Í dag og á morgun verður víða vætusamt og milt veður á landinu samfara suðlægum áttum. Þá mun norðaustanáttin ná inná vestanverðan Vestfjarðakjálkann með slyddu eða snjókomu annað kvöld Meira »

Handtekinn á fæðingardeildinni

07:51 Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri í nótt. Maðurinn kom fyrst inn á biðstofu á slysadeild og gekk þar berserksgang áður en hann lagði leið sína inn á sjúkrahúsið og komst inn á fæðingardeildina. Meira »

Ók utan í lögreglubíl á flótta

06:43 Um klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að verið væri að reyna að brjótast inn í fyrirtæki á Stórhöfða. Er lögreglan kom á vettvang voru meintir þjófar í bifreið sem ekið var um Stórhöfða. Ökumanninum var gefið merki um að stöðva bílinn en þá var honum ekið áfram og utan í lögreglubíl sem á móti kom. Meira »

Lögðu hald á skotvopn

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á skotvopn og ætluð fíkniefni í húsleit í íbúð í Grafarvogi í gærkvöldi. Í dagbók lögreglunnar koma ekki fram frekari upplýsingar um málið. Meira »

Metsala á lúxusíbúðum

05:30 Líklegt er að nýtt sölumet hafi verið sett á íslenskum fasteignamarkaði í Bríetartúni 9-11. Íbúðirnar fóru í sölu í síðustu viku og er nú tæplega helmingur seldur. Meira »

Umdeild próf ekki birt að sinni

05:30 „Við munum hlíta þessum úrskurði og gerum prófin opinber. Við munum birta sjálf prófin á heimasíðunni okkar. Svo erum við að skoða tæknilega útfærslu á því að birta niðurstöður nemenda eins og þær koma út úr prófakerfinu okkar.“ Meira »

Íslendingar leita sannleikans í DNA

05:30 Íslendingar eru góðir kúnnar danska fyrirtækisins DNAtest.dk, en um fimm Íslendingar eru vikulega í viðskiptum við fyrirtækið. Meira »

Tekjulágir fái persónuafslátt

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að endurskoðun tekjuskattskerfisins sé nú að hefjast hjá hópi sérfræðinga, samanber yfirlýsingu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu félagslegs stöðugleika í tilefni af mati á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Meira »

Áskorun um að beita hlutarfjáreign

05:30 Stjórn Afls – starfsgreinafélags sendi frá sér ályktun í kjölfar stjórnarfundar seinni partinn í gær. .  Meira »

Fasteignagjöld hækkuðu um 35%

05:30 Dæmi eru um að fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði í Reykjavík hafi hækkað um 35% á árunum 2016 til 2018.  Meira »

Kynna loftslagsáætlun síðar í ár

05:30 „Stjórnvöld munu að sjálfsögðu sinna ákallinu í loftslagsmálum. Það sést best á stjórnarsáttmálanum sem vitnar um mikinn metnað í þeim málum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Meira »

Andlát: Guðmundur Sighvatsson

05:30 Guðmundur Rúnar Sighvatsson, fyrrverandi skólastjóri Austurbæjarskóla í Reykjavík, lést sl. mánudag á Landspítala, 66 ára að aldri. Meira »
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...