Málin skýrast í hádeginu

Katrín Jakobsdóttir, Logi Már Einarsson, Benedikt Jóhannesson, Óttarr Proppé og …
Katrín Jakobsdóttir, Logi Már Einarsson, Benedikt Jóhannesson, Óttarr Proppé og Birgitta Jónsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Forystumenn þingflokkanna fimm sem hafa verið í óformlegum viðræðum um stjórnarmyndun hittast í hádeginu í dag á nefndarsviði Alþingis.

Að sögn Kristjáns Gunnarssonar, fjölmiðlafulltrúa Pírata, verður á þeim fundi ákveðið hvort farið verður í formlegar viðræður.

Píratar, Samfylkingin og Björt framtíð hafa þegar samþykkt að fara í slíkar viðræður en Vinstri grænir og Viðreisn eiga enn eftir að greina frá ákvörðun sinni.

Frétt mbl.is: Fjórir af fimm flokkum samstíga

Forystumenn flokkanna hafa verið á nefndarfundum Alþingis í morgun í tengslum við fjárlagafrumvarpið.

Að loknum fundinum í hádeginu munu flokkarnir funda áfram hver í sínu lagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert