Leggjast gegn áfengisfrumvarpinu

Stjórn Heimilis og skóla - landssamtök foreldra skora á þingmenn …
Stjórn Heimilis og skóla - landssamtök foreldra skora á þingmenn að samþykkja ekki áfengisfrumvarpið. mbl.is/Þórður

Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra skora á stjórnvöld að samþykkja ekki frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak og setja þar með velferð barna og unglinga í forgang. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heimili og skóla  landssamtökum foreldra. 

Samtökin taka undir áskoranir Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, Umboðsmanns barna og UNICEF, yfirlýsingar frá Embætti landlæknis, IOGT, Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum, bæjarstjórn Seltjarnarness og öðrum aðilum sem látið hafa í ljós andstöðu við frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak. 

Fyrsta umræða um áfengisfrumvarpið hófst á Alþingi í dag.

„Fjölmargar rannsóknir sýna fram á að aukið aðgengi að áfengi eykur neyslu þess. Aukið aðgengi eykur þann skaða sem áfengisneysla veldur ekki einungis þeim sem þess neyta heldur einnig þriðja aðila. Aukin neysla áfengis mun auka kostnað ríkisins í heilbrigðiskerfinu, skólakerfinu, félagslega kerfinu og löggæslu," segir jafnframt í tilkynningunni. 

Í henni er bent á að á Íslandi hafi náðst eftirtektarverður árangur í að draga úr áfengisneyslu unglinga sem önnur lönd hafa veitt athygli. „Að setja jafnframt aukið fé í forvarnir mun ekki leysa vandann þar sem helsta forvörnin er að takmarka aðgengi með ríkissölu, háu verði og aldurstakmörkunum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert