Segja áfengisfrumvarpið ógn við almannaheill

mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Áfengisfrumvarpið er ógn við almannaheill sem stangast á við stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnavörnum. Þá vinnur það gegn forvarnarstarfi sveitarfélaga auk þess að stangast á við aðgerðaráætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar gegn lífsstílstengdum sjúkdómum sem og nýlega samþykktum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Einnig vinnur frumvarpið gegn ákvæðum í barnasáttmálanum.

Þetta kemur fram í ályktun sem frístunda- og forvarnarfulltrúi Sandgerðisbæjar, félagsmálastjóri Sandgerðis, Garðs og Voga, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Garðs, frístunda- og menningarfulltrúi Voga, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar og sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar skrifuðu undir og sendu á fjölmiðla.

Hópurinn hvetur alþingismenn eindregið til þess að hafna frumvarpinu og benda á að embætti landlæknis, samtök lækna, heilbrigðisstarfsfólk og fjölmargir fagaðilar sem vinna að heilsueflingu og velferðarmálum hafi varað við þeirri breytingu sem felst í samþykkt frumvarpsins.

Tekið er fram að Íslendingar hafi unnið frábært forvarnastarf á undanförnum árum gegn áfengis- og vímuefnaneyslu barna og ungmenna, „náðst hefur árangur sem vakið hefur eftirtekt annarra þjóða.“

Bent er á að rannsóknir sýni að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar áfengisneyslu sérstaklega hjá ungmennum. Það á einnig til að auka tíðni einstaklingsbundinna og samfélagslegra vandamála samfara stórauknum samfélagslegum kostnaði.

Vitnað er í Alþjóðaheilbrigðisstofnunina sem segir árangursríkustu forvarnirnar gegn áfengi vera takmörkun á aðgengi, neyslustýringarskatt og bann við áfengisauglýsingum.

„Verði frumvarpið samþykkt hafa tvær af þremur virkustu forvarnaraðgerðum í áfengisforvörnum verið afnumdar,“ segir í álytkuninni. „Í frumvarpinu á að efla aðrar forvarnaraðgerðir sem rannsóknir hafa sýnt að hafa lítil sem engin áhrif á áfengisneyslu miðað við ofangreind atriði.“

Hópurinn óskar þess að alþingmenn taki alvarlega þær ábendingar og athugasemdir sem sérfræðingar hafa bent á og hagsmunir og velferð heildarinnar og lýðheilsusjónarmið verði höfð að leiðarljósi og frumvarpinu hafnað.

„Alþingismenn ættu að huga að hag íslenskra ungmenna í dag og í framtíðinni, frekar en rekstrarfræðilegum sjónarmiðum og breyta ekki sölufyrirkomulagi á áfengi sem er skynsamlegt eins og það er í dag. Við vildum gjarnan sjá alþingismenn beita sér fyrir því að koma allri sölu á hvers konar tóbaki inn í verslanir ÁTVR.

Einnig viljum við gera athugasemd við að málinu hafi ekki verið vísað til velferðarnefndar þar sem málið á heima, heldur eingöngu til allsherjar- og menntamálanefndar þar sem formenn beggja nefnda eru flutningsmenn áðurnefnds frumvarps,“ segir í ályktuninni en undir hana rita Rut Sigurðardóttir, frístunda- og forvarnafulltrúi Sandgerðisbæjar, Guðrún Björg Sigurðardóttir, félagsmálastjóri Sandgerðis, Garðs og Voga, Guðbrandur J. Stefánsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Garðs, Stefán Arinbjarnason, frístunda- og menningarfulltrúi Voga, Hafþór Barði Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar, og Björg Erlingsdóttir, sviðstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gylfi áfram í peningastefnunefnd

17:57 Forsætisráðherra hefur endurskipað Dr. Gylfa Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands samkvæmt ákvæði í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Meira »

Tekur yfir eignir United Silicon

17:29 Samkomulag hefur náðst á milli skiptastjóra þrotabús United Silicon og Arion banka um að bankinn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félagsins. Meira »

Sendibíll valt á Breiðholtsbraut

17:19 Sendibíll valt á Breiðholtsbraut fyrir skömmu. Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni en ekki var lokað fyrir umferð vegna óhappsins. Bifreiðin liggur á hliðinni á umferðareyju. Meira »

Vindorkuver rísi ekki á verndarsvæðum

16:40 Ekki á að reisa vindorkuvirkjanir á verndarsvæðum eða öðrum sambærilegum svæðum, jafnvel þó að þau njóti ekki verndar samkvæmt lögum. Þetta er mat Landverndar sem telur raunar þörfina fyrir vindorkuvirkjanir ekki vera jafnaðkallandi á Íslandi og víða annars staðar. Meira »

Andlát: Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari

16:32 Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari, heiðursfélagi í Konunglega breska myndhöggvarafélaginu, lést síðastliðinn miðvikudag, 21. febrúar, 97 ára að aldri. Meira »

Bálhvasst við Höfða

16:16 Það er farið að blása hressilega á höfuðborgarsvæðinu en enn ein lægðin í febrúar gengur yfir landið síðdegis og í kvöld. Vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa við Höfðatorg þegar ljósmyndara bar þar að garði nú fyrir stundu. Meira »

Skiptu um sæti eftir fíkniefnaakstur

15:34 Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms um að svipta karlmann á fertugsaldri ökurétti ævilangt og að hann skuli sæta fangelsi í 15 mánuði. Stöðvaði lögreglan manninn á Reykjavíkurvegi í apríl 2016, en þá höfðu lögreglumenn mætt bílnum og strax þekkt ökumanninn. Meira »

Hætta á skriðuföllum

15:58 Veðurstofan varar við því að aukin hætta er á skriðuföllum vestan frá Eyjafjöllum og austur á Austfirði vegna mikillar úrkomu. Vonskuveður gengur yfir allt landið í dag og kvöld en spár gera ráð fyrir roki og rigningu um nánast allt land. Meira »

Sunna Elvira komin til Sevilla

15:31 Sunna El­vira Þor­kels­dótt­ir, sem hef­ur legið lömuð á sjúkra­húsi í Malaga á Spáni und­an­far­inn mánuð í kjöl­far falls, er komin á bæklunarspítala í Sevilla. Hún var flutt þangað frá Malaga í morgun og gekk flutningurinn vel. Meira »

Ríkissjóður selur 13% hlut í Arion

15:28 Fjármálaráðherra hefur, að undangengnu samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins og ríkisstjórn, fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu á 13% hlut ríkissjóðs í Arion banka til Kaupskila ehf. (dótturfélags Kaupþings ehf.) fyrir 23,4 milljarða króna. Meira »

Vildi skipa 2. sæti listans

15:18 „Mér líst vel á nýju konurnar á framboðslistanum og hef reyndar heyrt að þær séu skoðanasystur mínar í mörgum málum. Vonandi munu þær fylgja skoðunum sínum eftir og kanna öll mál með opnum huga. Flokkurinn þarf ekki á því að halda að allir séu steyptir í sama mót.“ Meira »

Orsakir slyssins enn óljósar

15:09 Rannsókn lögreglunnar á banaslysinu við höfnina á Árskógssandi í fyrra er á lokastigi. Rannsóknin hefur ekki leitt í ljós afgerandi niðurstöðu um orsakir slyssins. Svo virðist sem bifreiðinni hafi ekki verið hemlað áður en hún lenti út af bryggjunni og í sjóinn. Ekkert bendir til bilunar í bifreiðinni. Meira »

14 bjóða sig fram í Hafnarfirði

14:58 Framboðsfrestur fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor rann út í vikunni en kjörnefnd bárust fjórtán framboð. Allir fimm bæjarfulltrúar flokksins sækjast eftir endurkjöri. Prófkjörið fer fram laugardaginn 10. mars næstkomandi. Meira »

Hærra fargjald vegna útboðs Isavia

14:32 Fargjald Flugrútunnar sem sinnir rútuferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hækkar í 2.950 krónur um næstu mánaðarmót.  Meira »

„Velur ekki bara stjörnur“

13:56 „Ég er ánægður með niðurstöðuna. En eftir að við höfðum gengið frá vinnunni þá lak heilmikið út um listann sem voru auðvitað vonbrigði,“ segir Sveinn H. Skúlason, formaður kjörnefndar um framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Meira »

Björgunarsveitir eru á tánum

14:55 Björgunarsveitir hafa verið sendar í eitt útkall vegna þakplötu sem hafði losnað. Leiðindaveður gengur yfir allt landið seinni partinn í dag og kvöld. Þegar er farið að hvessa all hressilega á suðvesturhorninu og fer vindhraði til að mynda í 32 m/s í hviðum á Kjalarnesi. Meira »

Flugvallarvinir þrátt fyrir breytt nafn

14:30 Framsóknarflokkurinn í Reykjavík mun ekki bjóða sig fram undir merkjum flugvallarvina líkt og flokkurinn gerði í síðustu sveitarstjórnarkosningum, en áherslur hans í málefnum Reykjavíkurflugvallar verða áfram hin sömu. Meira »

Stormur og leiðindi í kvöld

13:26 „Rigningin er að magnast upp fyrir suðaustan og það er orðið hvasst alveg syðst,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Leiðindaveðri, roki og rigningu, er spáð um allt land síðdegis og í kvöld. Meira »
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...