Á sá fund sem finnur?

Seabed Constructor í Reykjavíkurhöfn.
Seabed Constructor í Reykjavíkurhöfn. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Ef þetta er í landhelginni getur ríkið sett þannig lagaramma að það sé eigandi ef enginn annar gerir tilkall. En ef þetta er fyrir utan landhelgina þá á sá fund sem finnur,“ segir Bjarni Már Magnússon, doktor í hafrétti við Háskólann í Reykjavík. 

Greint hef­ur verið frá því að norska rann­sókn­ar­skip­inu Sea­bed Constructor hafi verið stefnt til hafn­ar vegna gruns um ólög­leg­ar rann­sókn­ir. Það hef­ur und­an­farna daga haldið sig á svæðinu þar sem þýska flutn­inga­skipið Mind­en sökk í seinni heims­styrj­öld­inni.

Lögregla hefur verið að yfirheyra skipverja í dag en Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn vildi í kvöld ekki gefa upp hvort eitthvað hefði komið út úr yfirheyrslunum. 

Frétt mbl.is: Seabed Constructor kominn til hafnar
Frétt mbl.is:
Kafarar leita að búnaði undir skipinu

Spurningar hafa vaknað um valdheimildir íslenska ríkisins; hvort rannsóknarskipið þurfi yfirhöfuð leyfi til að stunda rannsóknir á flakinu. 

„Fyrir tilteknar rannsóknir þarf leyfi og þá er spurning hvort þetta skip þurfi leyfi eða ekki. Ríki geta sett ákveðinn regluramma yfir hafrannsóknir; það er fjallað um þetta í hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna en þar er hugtakið ekki skilgreint nákvæmlega. Hvað varðar rannsóknir í efnahagslögsögu, fyrir utan landhelgina, þá er almennt talið að hafrannsóknir þurfi að snúa að umhverfi hafsins. Miðað við það sem lögmaður fyrirtækisins segir þá snúast aðgerðirnar ekki um umhverfi hafsins heldur um að ná einhverju úr skipinu,“ segir Bjarni Már og vísar þar til Minden.

Hann segir að engu skipti hvort flakið teljist til fornminja eða ekki. 

„Sumum hefur dottið í hug að flakið flokkist undir fornminjar en eins og staðan er núna þá nær lögsaga Íslands yfir fornminjar á hafsbotni ekki lengra en tólf sjómílur. Nú er verið að setja sérstök lög sem innihalda ákvæði um fornminjar í svokölluðu aðlægu belti sem færir lögsöguna út um 24 sjómílur en þegar þú ert kominn 120 sjómílur fyrir utan þá lítur þetta þannig út að íslenska ríkið hafi ekki lögsögu yfir fornminjum.“

Lögmætar aðgerðir?

Bjarni útilokar ekki að íslenska ríkið gæti verið skaðbótaskylt ef aðgerðir lögreglu og Landhelgisgæslunnar reynast ólögmætar. 

„Það er alveg eðlilegt að kanna hvað er verið að gera en svo er spurning hversu langt á að ganga. Í Polar Nanoq virtust fulltrúar íslenskra stjórnvalda ekki vera með lagarammann varðandi efnahagslögsöguna á hreinu miðað við yfirlýsingar í fjölmiðlum og nú kemur aftur mál sem snertir valdheimildir íslenska ríkisins í efnahagslögsögunni.“

Spurning um tilkall

Fréttaflutningur af málinu hefur leitt til þess að margir hafa velt fyrir sér hvað leynist í flakinu. Bjarni segir að ef verðmæti finnast geti rannsóknarskipið hirt þau nema því aðeins að fyrri eigandi gerði tilkall. 

„Það vantar fullt af upplýsingum en það er tvennt í þessu; ef það er einhver eigandi þá gæti fyrirtækið farið fram á björgunarlaun fyrir að hafa náð verðmætum af hafsbotni. Svo er hitt; ef það er enginn eigandi þá er lykilatriði hvort flakið finnst innan tólf sjómílna landhelgi eða fyrir utan. Ef þetta er í landhelginni getur ríkið sett þannig lagaramma að það sé eigandi ef enginn annar gerir tilkall. En ef þetta er fyrir utan þá á sá fund sem finnur,“ segir Bjarni.

Spurður hvort þýska ríkið sé réttmætur eigandi svarar hann að svo geti verið. „En ef það er enginn eigandi þá hefði Ísland getað farið þangað og tekið þetta.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gunnlaugur formaður Hinsegin daga

Í gær, 21:39 Gunnlaugur Bragi Björnsson var fyrr í kvöld kjörinn nýr formaður Hinsegin daga í Reykjavík á aðalfundi félagsins.  Meira »

Ingvar Mar oddviti Framsóknar

Í gær, 21:25 Ingvar Mar Jónsson varaborgarfulltrúi verður í efsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Meira »

Nauðgunarmenning í umhverfi okkar

Í gær, 21:00 „Við þurfum að skoða þetta frá öllum hliðum. Á meðan konur eru ekki jafnvaldamiklar og karlar í samfélaginu þá birtist þetta valdamisvægi í ofbeldi,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar og borgarfulltrúi, eftir fund um ofbeldi og ungt fólk. Meira »

Fara fram á fangavist yfir óléttri konu

Í gær, 20:57 Saksóknari fer fram á að kona sem er ákærð fyrir 59 milljóna fjárdrátt verði dæmd til 14 mánaða fangelsisvistar en það kom fram við þingfestingu málsins fyrir héraðsdómi í morgun. Meira »

Sigurður myndlistarmaður ársins

Í gær, 20:55 Sigurður Guðjónsson var kjörinn myndlistarmaður ársins við afhendingu Myndlistarverðlauna Íslands í Listasafni Reykjavíkur. Hvatningarverðlaun ársins hlaut Auður Lóa Guðnadóttir. Meira »

752 hættu námi í framhaldsskólum

Í gær, 20:29 Alls hættu 752 nemendur námi í framhaldsskólum áður en til lokaprófa kom á haustönn 2017. Þar af voru 403 eldri en 18 ára. Þetta kemur fram í skýrslu Menntamálastofnunar um aðgerðir gegn brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum. Meira »

Heilsurækt á gönguskíðum

Í gær, 19:53 Gönguskíðafélagið Ullur stendur fyrir viðamikilli starfsemi í Bláfjöllum og er mestallt starf unnið í sjálfboðavinnu. Magnús Konráðsson er einn sjálfboðaliðanna og er gjarnan á vaktinni í skála félagsins. „Þegar vel viðrar,“ áréttar kappinn, sem verður 85 ára í haust. Meira »

Davíð Fannar er fundinn

Í gær, 20:12 Davíð Fannar Thorlacius sem lögreglan á Norðurlandi eystra leitaði að fyrr í kvöld er fundinn. Lögreglan þakkar veitta aðstoð. Meira »

13 fá styrk frá Isavia

Í gær, 19:52 Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum. Verkefnin eru af fjölbreyttum toga. Við val á styrkþegum er áhersla er lögð á umhverfismál, mannúðarmál, forvarnir, flugtengd málefni, listir, menningu og menntamál. Meira »

Lögreglan leitar að Davíð Fannari

Í gær, 19:46 Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar að Davíð Fannari Thorlacius, 19 ára.  Meira »

Átti ekki von á þessari niðurstöðu

Í gær, 19:19 „Frekar óvænt kom tækifærið núna og ég ákvað bara að stökkva á það,“ segir Hildur Björnsdóttir sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún segir áhugann alltaf hafa blundað í sér en hún hefur hefur starfað sem lögmaður síðustu ár. Meira »

Heimsþing kvenleiðtoga næstu 4 ár

Í gær, 19:11 Ríkisstjórn Íslands og Alþingi hafa gert samkomulag við WPL, Women Political Leaders, Global Forum um að efna til Heimsþings kvenleiðtoga á Íslandi ár hvert næstu fjögur ár. Meira »

Kastað í djúpu laugina strax

Í gær, 18:40 Árdís Ilmur Petty er 21 árs Reykjavíkurmær sem hafði lengi langað til þess að flytja til útlanda. Hún útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 2016 og þaðan lá leið hennar til Bournemouth á Bretlandi þar sem hún leggur stund á viðburðastjórnun við Bournemouth University. Meira »

Framboðslistinn samþykktur í Valhöll

Í gær, 18:12 Tillaga kjörnefndar að framboðslista Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninga í vor var samþykktur nánast samhljóða á fundi í Valhöll. Þar fundaði Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Meira »

Svala fékk snert af heilablóðfalli

Í gær, 17:45 Svala Björgvinsdóttir fékk snert af heilablóðfalli síðastliðinn þriðjudag og var flutt á sjúkrahús í Los Angeles.  Meira »

Fær 8,7 milljónir vegna umferðarslyss

Í gær, 18:29 Hæstiréttur dæmdi föður manns og tryggingafélag hans til bótaskyldu vegna alvarlegs bílslyss. Farþegi bílsins fær frá þeim tæpar 8,7 milljónir króna í skaðabætur en hann slasaðist töluvert í slysinu. Hann er þó talinn meðábyrgur en ökumaðurinn, sonur hins bótaskylda, lést í slysinu. Meira »

Síðasti „hvellurinn“ í langri hrinu

Í gær, 17:58 Spár gera ráð fyrir enn einu leiðindaveðrinu síðdegis á morgun og annað kvöld. Veðurfræðingur segir þó huggun harmi gegn að allt líti út fyrir að hvellurinn á morgun sé sá síðasti í bili. Meira »

Telur siðareglur hafa verið brotnar

Í gær, 17:37 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sent forsætisnefnd Alþingis erindi þar sem hann óskar formlega eftir því að nefndin taki til umfjöllunar hvort siðareglur alþingismanna hafi verið brotnar. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
CANON EOS NÁMSKEIÐ 26. FEB. - 1. MARS
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 26. FEB. - 1. MARS ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRI...
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...