Mýrin mathús opnar í BSÍ

Bílalúgunni hefur verið lokað og veitingastaðurinn heiti nú Mýrin mathús.
Bílalúgunni hefur verið lokað og veitingastaðurinn heiti nú Mýrin mathús. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrirtækið Fljótt og gott, sem hefur annast veitingasöluna í sam­göngumiðstöðinni BSÍ undanfarin sjö ár, hefur breytt um nafn og heitir nú Mýrin mathús.

Kemur þetta fram á Facebook-síðu fyrirtækisins. Eins og greint var frá á mbl.is í síðustu viku hefur bílalúgunni á BSÍ verið lokað en hún hafði verið starfrækt í 37 ár. Daði Agnarsson, framkvæmdastjóri Mýrarinnar, sagði þá að bílalúgustemningin væri svolítið barn síns tíma.

Segir á Facebook-síðunni að ákveðið hafi verið að leggja meiri áherslu á veitingasalinn og kaffihúsið, á kostnað bílalúgunnar. 

„Okkar föstu og tryggu bílalúgu viðskiptavinir hafa tekið vel í þessar breytingar enda ekkert huggulegra en að kíkja inn og njóta veitinga þar,“ segir þar enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert