Jörð skalf á Suðurnesjum

Skjálftinn fannst á Suðurnesjum.
Skjálftinn fannst á Suðurnesjum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Býsna stór skjálfti fannst í hádeginu um 5 kílómetra suðvestur af Geirfugladrangi á Reykjaneshryggnum. Skjálftinn mældist 4,3 að stærð.

Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að jarðskjálftar séu frekar algengir á þessum slóðum. „Það var akkúrat hrina örlítið nær landi fyrir um það bil viku,“ sagði Bryndís.

Skjálftarnir fundust vel á Suðurnesjunum og segir Bryndís að fólk hafi hringt og látið vita. „Það hafa einhverjar tilkynningar borist, til að mynda frá Keflavík.“

Einnig mældist skjálfti af stærðinni 3,0 klukkan 9.43 í morgun í miðri Kötluöskjunni og svo annar tæpum klukkutíma seinna sem varð 3,1 að stærð sem varð á svipuðum slóðum. Ásamt þessum skjálftum mældust fleiri tugir minni skjálfta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert