Engar tilkynningar og ekkert eftirlit

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, ræddi á Alþingi um nýjar reglur um heimagistingu sem fela í sér að þeir sem vilja leigja út heimili sín á Airbnb í allt að níutíu daga á ári skuli sækja um leyfi til þess.  

Bjarkey sagði að fulltrúar sveitarfélaga hafi sett fram miklar athugasemdir við reglurnar á fundi með fjárlaganefnd. Sveitarfélögin fái ekki tilkynningar um hverjir sækja um leyfi, auk þes sem þau kvarta yfir litlu eftirliti.

Hún nefndi að með nýju reglunum hafi átt að draga þá upp á yfirborðið sem væru í svartri starfsemi en það hafi ekki gengið eftir. Staðan væri sú að fáir hafi sótt um leyfi og að það sé of íþyngjandi.

„Við verðum að skoða þetta,“ sagði hún og bætti við: „Það er auðvitað bagalegt ef einn aðili hjá sýslumanni á höfuðborgarsvæðinu á að sjá um eftirlit með öllu landinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert