Opinn fundur ótengdur uppsögnum Icelandair

Wow air heldur í dag opinn fund fyrir flugmenn þar sem starfsemi fyrirtækisins verður kynnt fyrir mögulegum umsækjendum. Upplýsingafulltrúi Wow segir svona kynningar alþekktar í flugheiminum og að umræddur fundur komi ekki í framhaldi af uppsögnum hjá Icelandair.

„Kynningar sem þessar eru alþekktar í flugheiminum og eru notaðar til að laða að umsækjendur og veita áhugasömum upplýsingar um það starfsumhverfi sem er í boði,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow air, við mbl.is.

Engin skuldabréf

Eins og kom í gær lætur Icelandair nýja flugmenn skrifa undir skuldabréf þess efnis að þeir yf­ir­gefi ekki Icelanda­ir næstu þrjú árin, nema þeir greiði and­virði skulda­bréfs­ins; 60 þúsund evrur, 7 milljónir íslenskra króna.

Svanhvít segir að Wow air hafi ekki skuldbundið flugmenn sína á neinn hátt. „Svokölluð „bond“ eru ekki notuð við ráðningu flugmanna og öll þjálfun hefur verið á kostnað félagsins.“

mbl.is

Bloggað um fréttina