Í fyrsta sinn út fyrir refsirammann

Lögmenn ákærðu í réttarsal í dag.
Lögmenn ákærðu í réttarsal í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þynging refsingar Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, umfram refsihámark ákvæðis hegningarlaga um fjárdrátt, á sér ekkert fordæmi í hrunmálunum svonefndu. Þetta segir Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti við lagadeild Háskóla Íslands.

Hreiðar Már var í dag dæmd­ur í 12 mánaða fang­elsi í Héraðsdómi Reykjavíkur, en í hinum fyrri ómerkta dómi hafði honum verið gert að sæta sex mánaða fangelsi. Með þeim dómi var refsirammi auðgunarbrota samkvæmt hegningarlögum fullnýttur, eða alls sex ár, vegna dóms sem hann hafði áður hlotið.

Má þyngja um helming

Þynging refsingarinnar nemur þar af leiðandi sex mánuðum umfram þann ramma, en þyngingin byggir á 2. málsgrein 77. greinar hegningarlaga, þar sem kveðið er á um að eftir málavöxtum megi „þyngja refsingu svo, að bætt sé við hana allt að helmingi hennar.“

Í dómnum eru einnig reifaðar þær aðstæður sem uppi eru. Segir þar að Hreiðari Má hafi verið gert að sæta fangelsi í 5 ár og 6 mánuði í öðrum dómi héraðsdóms, sem staðfestur var í Hæstarétti á árinu 2015, þar sem hann var sakfelldur fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun.

Refsihámark fyrir umboðssvik er 6 ára fangelsi og dómstólar hafi því þegar í fyrsta sakamáli sem höfðað var gegn Hreiðari Má nær fullnýtt refsimörk umboðssvikaákvæðis hegningarlaga.

Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti við Háskóla Íslands.
Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti við Háskóla Íslands.

Sami dómsformaður og í ómerkta dómnum

„Ákærði Hreiðar Már er nú á ný sakfelldur og í þetta skipti fyrir fjárdrátt og umboðssvik. Er sem fyrr um að ræða alvarleg trúnaðarbrot sem leiddu til stórfellds fjártjóns almenningshlutafélags. Refsihámark fjárdráttar er hið sama og umboðssvika, eða 6 ára fangelsi. Ákærði hefur í málum sínum verið sakfelldur fyrir ýmiskonar efnahagsbrot,“ segir í dómnum.

„Að því gættu, og með hliðsjón af þeim refsiákvörðunarástæðum er áður var lýst úr fyrri dómum, þykir rétt að refsing ákærða verði þyngd umfram hin almennu refsimörk. Með hliðsjón af þessu og ákvæða um hegningarauka, er refsing ákærða Hreiðars Más ákveðin fangelsi í 12 mánuði.“

Dómsformaðurinn í þessum dómi, Símon Sigvaldason, fór einnig fyrir dómurunum í ómerkta dómnum.

Gætu metið alvarleika brotanna öðruvísi

Jón Þór segist í samtali við mbl.is hafa búist við að refsingarnar yrðu þær sömu og í hinum ómerkta dómi, færi svo á annað borð að sakborningarnir yrðu sakfelldir.

„Maður átti frekar von á því, ef þeir yrðu sakfelldir. Þá hélt ég að þetta myndi haldast í sex árum,“ segir Jón Þór í samtali við mbl.is. „Það getur verið að dómararnir meti alvarleika brotanna öðruvísi en áður. Það getur breytt refsiákvörðun ef aðkoma hans [Hreiðars Más] er af einhverjum ástæðum talin vera meiri heldur en í fyrri dómnum.“

Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. mbl.is/Ómar

Héraðssaksóknari mun skoða dóminn

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir ákvörðunina rökstudda í dómnum. Spurður hvort þetta geti haft áhrif á kröfur ákæruvaldsins í þeim hrunmálum sem eftir á að taka fyrir segir hann svo geta verið.

„Niðurstaðan getur spilað inn í og aukið líkur á að það verði gerðar þyngri kröfur í samræmi við þessar línur sem dómurinn tekur.“

Segir hann að dómurinn hafi með þessu teygt sig upp úr refsihámarkinu og í hegningaraukann sem ekki hafi gerst áður í hrunmáli. Með því sé opnað á að fyrir ítrekuð brot verði menn dæmdir til harðari refsingar en áður hefur verið gert í þessum málum og að embættið muni skoða þetta þegar kemur að því að gera sínar ítrustu kröfur.

Ólafur tekur þó fram að dómurinn sé nýfallinn og starfsmenn embættisins eigi eftir að fara yfir röksemdirnar nánar og sjá hvernig það falli að öðrum málum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skákmenn þjálfa hugann vikulega í TR

22:25 Atskákmót hafa verið fátíð hér á landi undanfarin ár og því fór Taflfélag Reykjavíkur að efna til vikulegra atskákmóta í húsakynnum félagsins. Mótin byrjuðu í mars sl. og hafa fengið mjög góðar viðtökur. Meira »

Meiriháttar vegaframkvæmdir á Akureyri

21:45 Miklar framkvæmdir standa yfir á þungum umferðaræðum á Akureyri, bæði við Glerárgötu og Þórunnarstræti. Framkvæmdirnar hófust um mánaðamótin. Meira »

Nálgunarbann vegna dreifingar nektarmynda

21:40 Landsréttur staðfesti í dag nálgunarbann yfir karlmanni sem grunaður er að hafa beitt fyrrverandi sambýliskonu sína líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þegar konan vísaði manninum af heimilinu sparkaði hann í hana, hellti yfir hana mjólk og sendi nektarmyndir af henni á yfir 200 netföng. Meira »

Konur með alvarlegri þrengsl í ósæðarloku

21:01 Þrátt fyrir að konur hafi reynst vera með alvarlegri þrengsl í ósæðarloku hjartans en karlar er árangur af lokuskiptaaðgerðum mjög svipaður hjá báðum kynjum og langtímalífslíkur að lokinni aðgerð sömuleiðis. Þetta eru niðurstöður rannsóknar vísindamanna og nemenda við HÍ. Meira »

90% með hjálm á hjóli

20:33 90% hjólreiðafólks hjólar með hjálm á höfði. Þriðjungur klæðist sýnileikafatnaði sérstökum, eins og endurskinsflíkum.  Meira »

Hugmynd að RÚV fari af auglýsingamarkaði

20:17 Lilja Dögg mennta- og menningarmálaráðherra mælir senn fyrir nýju fjölmiðlafrumvarpi. Hún segir að til greina komi að taka RÚV af auglýsingamarkaði og bæta tekjutapið með öðrum hætti. Meira »

Fögnuðu 25 ára afmæli EES-samningsins

19:39 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra undirstrikaði sameiginlegan skilning á upptöku þriðja orkupakkans á fundi EES-ráðsins í Brussel í dag og skoraði á ESB að fella niður tolla á íslenskar sjávarafurðir. Meira »

Menn vilja fara með löndum

19:12 Forsætisnefnd Alþingis mun gefa sér góðan tíma til að kanna hvaða afstaða verði tekin til álits siðanefndar um að Þórhildur Sunna hafi brotið gegn siðareglum þingsins. Greinargerð Þórhildar var lögð fyrir á fundi forsætisnefndar í morgun. Meira »

Losunin frá flugi allt að þrefalt meiri

18:59 Heildarlosun hjá íslenskum flugrekendum er líklega tvisvar til þrisvar sinnum hærri en þau rúm 820 þúsund tonn koltvísýringsígilda sem gerð hafa verið upp fyrir flug innan EES ríkja á síðasta ári. Þetta segir Margrét Helga Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Meira »

Plast á víð og dreif um urðunarstöð

18:40 Í myndskeiði af urðunarstöð í Fíflholti á Mýrum má sjá plast á víð og dreif. Framkvæmdastjóri urðunarstöðvarinnar segir að það sé vanalegt en að það sé engu að síður vandamál. Meira »

14.500 tonna aukning verði í áföngum

18:29 Skipulagsstofnun telur að efni séu til að kveða á um að framleiðsluaukning laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði verði gerð í áföngum. Framleiðslan verði þannig aukin í skrefum og að reynsla af starfseminni og niðurstöður vöktunar stýri ákvörðunum um að auka framleiðslu frekar. Meira »

Spyr hvort þvinga eigi orkupakkann í gegn

18:21 Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar furðuðu sig á því að umræða um útlendinga og lagafrumvarp dómsmálaráðherra um alþjóðlega vernd og brottvísunartilskipun hafi verið tekið af dagskrá þingfundar, einungis rúmum klukkutíma eftir að greidd voru atkvæði um dagskrá þingfundar. Meira »

„Allir bestu vinir á Múlalundi“

17:52 „Það eru allir bestu vinir á Múlalundi, þetta er svo góður félagsskapur,“ segir Þórir Gunnarsson, starfsmaður á Múlalundi en vinnustofan fagnar nú 60 ára afmæli. Vinnustaðurinn leikur stórt hlutverk í lífi margra og fjölmargir gestir mættu í afmælisveislu sem haldin var í dag. Meira »

Endurupptökubeiðnin hefur verið send

17:04 Íslenska ríkið hefur sent yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu beiðni um að Landsréttarmálið svokallaða verði endurskoðað. Ekki verður gripið til frekari aðgerða í málinu fyrr en niðurstaða liggur fyrir um hvort yfirdeild MDE taki málið upp að nýju. Meira »

Sagði stoðir alþjóðlegs samstarfs titra

16:47 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir spurði Katrínu Jakobsdóttur að því, í óundirbúnum fyrirspurnatíma, hvernig Katrín ætlaði að beita sér sem forystumaður ríkisstjórnarinnar fyrir því að „úrtöluraddir um þátttöku Íslands í dýrmætu alþjóðasamstarfi“ næðu ekki yfirhöndinni með „vafasömum áróðri“. Meira »

Fleiri fengu fyrir hjartað eftir hrun

16:24 Efnahagshrunið hafði áhrif á hjartaheilsu Íslendinga. Bæði hjá körlum og konum en meiri hjá körlum. Áhrifin voru bæði til skemmri tíma og til lengri tíma eða allt að tveimur árum eftir hrun. Meira »

Halldór Blöndal endurkjörinn formaður SES

16:11 Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis, var endurkjörinn formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna á aðalfundur SES sem fram fór 8. maí síðastliðinn. Halldór hefur setið sem formaður SES síðan árið 2009. Meira »

Ein málsástæðna Sigurjóns nóg

15:55 Einungis er tekin afstaða til einnar af mörgum málsástæðum sem endurupptökubeiðandinn Sigurjón Þorvaldur Árnason teflir fram í beiðnum hans um endurupptöku vegna hæstaréttarmála sem hann var dæmdur í í október 2015 og febrúar 2016. Meira »

Breytt fjölmiðlafrumvarp lagt fram

15:35 Fjölmiðlafrumvarp Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur verið lagt fram á Alþingi. Ráðherra mun mæla fyrir frumvarpinu á yfirstandandi þingi. Frumvarpið er að nokkru frábrugðið frumdrögum þess á fyrri stigum málsins. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
LOFTDÆLA
Til sölu loftdæla verð kr. 30.000. Upplýsingar í síma 6990930...
Nudd fyrir vellíðan og slökun
LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG MEÐ AFSLAPPANDI NUDDI. HEIT OLIA OG STEINAR. Allir með ...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...