Geta barið til bana með vængjunum

Einstaka sinnum hafa birst í fjölmiðlum, m.a. hér á mbl.is, ...
Einstaka sinnum hafa birst í fjölmiðlum, m.a. hér á mbl.is, myndir af álftum í miklum ham. Á neðri myndinni er álft að reka hundinn Glóa burt. Glói var eins og sjá má nokkuð skelkaður. mbl.is

Álftir eru yfirleitt stilltar í ævintýrunum og unun er að fylgjast með þessum tignarlegu fuglum á flugi eða sundi. En svanir eru misjafnir eins og þeir eru margir og eiga það til að verja egg og unga sína með kjafti og klóm, eða réttara sagt goggi og vængjum. Dæmi eru um að þeir hafi drepið lömb, hunda, tófur og aðra fugla. Mönnunum er heldur ekki óhætt í kringum þá er þeir eru í þessum ham. Þegar álft breiðir út vængina er því best að forða sér. Vængirnir geta breyst í aflmikið vopn á augabragði. 

Frétt mbl.is: Álft réðst á vinnuskólapilt

Ær og lamb hennar í Álftafirði áttu fótum sínum fjör að launa er álft lét til skarar skríða gegn þeim. Í fyrstu breiddi hún út sitt risavaxna vænghaf, sem getur verið rúmlega tveir metrar, en þegar kindurnar létu ekki segjast, eða réttara sagt forðuðu sér ekki nægilega hratt að mati álftarinnar, flaug hún að þeim og lét höggin dynja á ánni.

Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir þessa hegðun hvorki óeðlilega né óalgenga. „Það eru dæmi um að álftir hafi drepið kindur. Þá fljúga þær upp á bakið á þeim og berja þær með vængjunum,“ segir Jóhann sem man eftir sögu af álft í Tungunum fyrir nokkrum árum sem var felld þar sem hún hafði drepið mörg lömb með þessum hætti.

Hann segir þó ekki allar álftir árásargjarnar. „Það er einn og einn fugl sem hagar sér svona, oftast eru það nú karlarnir.“ Hann segir þekkt að þær skæðustu hafi drepið tófur, hunda, lömb og fugla. 

Álftir helga sér nokkuð stór óðul og eru ekki hrifnar af því að verpa í nágrenni við aðra fugla. Skiptir þá engu máli hvort það eru aðrar álftir eða fjarskyldari fiðraðir ættingjar. 

Jóhann Óli segir að árásargirnin sé að mestu bundin við þennan árstíma, þ.e. vor og sumar, þegar þær eru að verja egg sín og unga. 

Karlfuglinn getur verið tólf kíló að þyngd og vænghafið rúmlega tveir metrar. „Þeir eru mjög sterkir. Þeir eru svo þungir að þeir þurfa gríðarlegan kraft í vængina til að geta haldið sér á lofti.“

Álft að elta gæs. Hannes Þorsteinsson áhugaljósmyndari náði þessari áhugaverðu ...
Álft að elta gæs. Hannes Þorsteinsson áhugaljósmyndari náði þessari áhugaverðu mynd af álft að elta gæs í Reykjavík á dögunum. Ljósmynd/Hannes Þorsteinsson

Álftir verpa oft í nágrenni manna, á tjörnum og vötnum, m.a. á höfuðborgarsvæðinu. Nábýlið við manninn virðist þó ekki stilla skap álfta sem eru árásargjarnar að upplagi. „Nei, þeir kunna sig ekkert betur í þéttbýli,“ svarar Jóhann spurður um borgarsvanina. „Maki Svandísar, sem var á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi, var þekktur fyrir að vera ógnandi við fólk og var mjög harður í því að reka burt gæsir.“

Frétt mbl.is: Álft drap á annan tug æðarunga

En hvernig nákvæmlega fara álftir að því að drepa lömb og önnur dýr?

„Þær setjast á bakið á þeim og berja þau sundur og saman með vængjunum,“ segir Jóhann Óli. Slíkur er styrkurinn. 

Jóhann hefur ekki séð slíkt gerast sjálfur en man eftir álft sem hélt til á Elliðavatni fyrir margt löngu. Sú var það árásargjörn að hann hafði iðulega með sér prik til að verjast henni er hann var þar á ferð. Ef hann kom of nærri hreiðrinu barði hún hann með vængjunum. „Hún barði mjög fast. Maður fann alveg aflið. Vængirnir eru hennar helsta vopn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sigríður ráðin framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu

Í gær, 23:06 Sigríður Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu. Sigríður er fimmtug, með M.S.c í forystu og stjórnum frá háskólanum á Bifröst og hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Meira »

Um 60 manns voru fastir í óveðri

Í gær, 22:48 Um 30 bílar voru fastir og lokuðu veginum frá Norðurbraut við Hvammstanga að Blönduósi í kvöld. Allir bílarnir eru lausir og vann Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga að því að losa bílana frá klukkan sex til níu í kvöld. Meira »

Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði

Í gær, 22:00 Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði vegna veðurs en að sögn lögreglunnar á Akureyri er búið að losa meirihluta þeirra. Meira »

Sex á slysadeild eftir árekstur

Í gær, 21:45 Sex voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Snorrabrautar á Sæbrautar.  Meira »

Björgunarsveitir standa í ströngu

Í gær, 21:08 Björgunarsveitir á Norðurlandi hafa verið kallaðar út á þremur stöðum til að aðstoða vegfarendur í vanda. Um 20 bílar eru fastir við Víðigerði, þá sitja nokkrir bílar fastir í Víkurskarði en veginum var lokað vegna umferðaróhapps þegar flutningabíll þveraði veginn. Meira »

„Leiðinlegt þegar þetta fer svona“

Í gær, 20:55 „Það er auðvitað leitt þegar stór verkefni sem fjárfestar hafa sett fjármuni í fara svona,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um gjaldþrotabeiðni United Silicon. Meira »

Fyrsta málefnaþing Uppreisnar

Í gær, 20:22 Fyrsta málefnaþing Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, var haldið á laugardaginn. Hátt í þrjátíu Uppreisnarliðar hvaðanæva af landinu komu saman og mótuðu stefnu í fjölda málaflokka. Meira »

Funduðu vegna eldsvoðans

Í gær, 20:40 Viðbragðsaðilar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu funduðu í dag með Orku náttúrunnar vegna eldsvoðans sem kom upp föstudaginn 12. janúar síðastliðinn. Fundurinn var haldinn af Brunavörnum Árnessýslu og voru viðstaddir fundinn fulltrúar Neyðarlínu, Landsbjargar, Brunavarna Árnessýslu, slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Orku náttúrunnar. Meira »

Framtíðartekjur út um gluggann

Í gær, 20:09 Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir að framtíðartekjur bæjarins af United Silicon fari út um gluggann með gjaldþroti verksmiðjunnar. Meira »

Fljúga áfram til Akureyrar

Í gær, 20:05 Ferðaskrifstofan Super Break, sem um miðjan mánuðinn hóf beint flug frá Bretlandi til Akureyrar, mun halda áfram að fljúga norður. Tveimur flugvélum af þremur á vegum ferðaskrifstofunnar var snúið til Keflavíkur í síðustu viku vegna þess að ekki var hægt að lenda á Akureyri. Meira »

Víkurskarð er lokað

Í gær, 19:34 Vegurinn um Víkurskarð er enn lokaður eftir að flutningabíll þveraði veginn fyrr í dag. Unnið er að opnun vegarins að nýju og fastlega er reiknað með að hann verði opnaður í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

Kjördæmafélag Miðflokksins stofnað

Í gær, 19:08 Kjördæmafélag Miðflokksins í Reykjavík, Miðflokksfélag Reykjavíkur, verður stofnað á fundi í Rúgbrauðsgerðinni í kvöld.  Meira »

Sundlaug og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal boðin út

Í gær, 19:07 Sundlaug og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal verður boðin út. Þetta var samþykkt á síðasta fundi borgarráðs, að heimila umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að bjóða út áframhaldandi framkvæmdir á skóla- og íþróttamannvirkjum í Úlfarsárdal. Meira »

„Við erum að tala um skelfingu“

Í gær, 18:27 „Það ríkir ógnarástand úti í samfélaginu í dag,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í leiðtogaumræðum á Alþingi.  Meira »

Slökkt í glæðum United Silicon

Í gær, 18:15 Grunur um refsiverða háttsemi; stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Verksmiðjuhús sem risu í engu samræmi við deiliskipulag og teikningar. Lyktarmengun og reykur allt frá fyrstu dögum starfseminnar. Eldur kom ítrekað upp. Stutt saga kísilvers United Silicon í Helguvík er fordæmalaus. Meira »

Vegan er barátta gegn ofbeldi

Í gær, 18:32 „Veganismi er lífsstíll þar sem leitast er við að útiloka og forðast eftir fremsta megni hagnýtingu á og ofbeldi gagnvart dýrum,“ sagði Birkir Steinn Erlingsson sem lifir samkvæmt vegan lífsstílnum. Meira »

„Fullmikil túlkun“ á viðvörunum

Í gær, 18:20 „Þetta er fullmikil túlkun á þessu. Þetta eru tölvupóstar sem mér bárust aldrei enda var ég ekki í þessum samskiptum,“ segir dómsmálaráðherra spurð hvort sérfræðingar hafi varað hana við að ef hún ætlaði að breyta út af lista hæfn­is­nefnd­ar um dóm­ara við Lands­rétt þyrfti hún að leggja sjálf­stætt mat á alla um­sækj­end­ur. Meira »

Stjórnarskráin verði endurskoðuð

Í gær, 18:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti í dag formönnum þeirra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi tillögu að fyrirkomulagi stjórnarskrárvinnu á komandi kjörtímabili. Hún byggist á þeirri framtíðarsýn að núgildandi stjórnarskrá verði endurskoðuð í heild á þessu og næsta kjörtímabili. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Renault Megane 2007
Renault Megane 20007 - ekinn um 96.000 km, vel við haldið, skoðaður 2017, næsta ...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...