Varar við hrinu afbókana

Mikil styrking krónunnar hefur gert Ísland dýrara fyrir ferðamenn en …
Mikil styrking krónunnar hefur gert Ísland dýrara fyrir ferðamenn en áður. Einhverjir hugsa sig tvisvar um áður en haldið er til landsins. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík, segir afleiðingar af mikilli styrkingu krónunnar farnar að birtast í afbókunum ferðaheildsala.

„Við erum farin að sjá afbókanir í vetur. Nú í fyrradag var til dæmis ferðaheildsali að afbóka 40 hópa sem áttu að vera í vetur. Það var hætt við allar ferðirnar eins og þær leggja sig. Önnur hótel sem voru með þessa seríu hljóta að fá þessar afbókanir líka,“ segir hann í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta er einn aðili af mörgum sem eru að afbóka í heilu lagi. Hann er hættur að selja ferðir til Íslands út af verðinu. Ferðaheildsalar munu beina ferðamönnum til ódýrari landa, t.d. Noregs og Írlands.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert