Þarf að breyta þessu vélræna ferli

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Fundurinn var mjög góður,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, í samtali við mbl.is, að loknum fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Svandís óskaði eftir fundinum þar sem ræddar voru regl­ur um upp­reist æru. 

Svandís segir hér sé um að ræða mjög aðkallandi mál fyrir þingið til að taka til skoðunar. „Þegar um er að ræða mál sem veldur svona mikilli ólgu í samfélaginu þá á þingið að leggja við hlustir sama hvort það er janúar eða júlí,“ segir Svandís en hún óskaði eftir svörum frá dómsmálaráðuneytinu er varða framkvæmd mála af þessu tagi og óskaði líka eftir svörum lögmannafélagsins að því er varðar sérstök ákvæði er lúta að lögmannsréttindum.

Að und­an­förnu hef­ur tals­vert verið fjallað um upp­reist æru eft­ir að lögmaður­inn Robert Dow­ney, áður Ró­bert Árni Hreiðars­son, fékk upp­reist æru og gat því end­ur­heimt lög­manns­rétt­indi sín en hann var árið 2008 dæmd­ur í þriggja ára fang­elsi fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn fjór­um stúlk­um.

Standi frammi fyrir orðnum hlut

Svandísi þykir niðurstaðan vera sú að í málum er lúta að uppreist æru sé ferlið mjög vélrænt og dómsmálaráðuneytið hafi innleitt það á undanförnum áratugum. „Þar er látið að því liggja að ráðherra og forseti á hverjum tíma standi frammi fyrir orðnum hlut. Ég hef efasemdir um að svo sé, þarna er um að ræða stjórnvaldsákvörðun um það að veita manni uppreist æru sem lítur að persónulegum og borgaralegum réttindum viðkomandi. Þar með þarf að liggja þar að baki og til grundvallar málefnaleg sjónarmið.“

Hún segir að Alþingi þurfi að hafa allar mögulegar leiðir til að tryggja að það geti séð forsendur þess þegar ráðherra lýkur við stjórnvaldsákvörðun. „Af þeirri ástæðu þá kallaði ég eftir á nefndarfundinum öllum gögnum sem lúta að veitingu uppreistar æru undanfarin skipti. Ráðuneytið er klárt á því að þeim ber að skila til nefndarinnar,“ segir Svandís en nefndin fundar aftur vegna málsins í ágúst.

„Við höfum fengið upplýsingar um að ráðherra sé að íhuga lagabreytingar að þessu leyti. Það er mitt mat að þarna sé um að ræða slíkt vandaverk að þar þurfi að vera þverpólitískur hópur sem komi að. Frumvarp af þessu tagi geti ekki orðið til bak við luktar dyr í því dómsmálaráðuneyti sem hefur innleitt þessa vélrænu framkvæmd.“

Þá segist Svandís telja brýnt að bæta skilning alls kerfisins á afleiðingum kynferðisbrota.

Margir hlutir sem þarf að skoða

Þingmaðurinn telur að það þurfi að skoða marga hluti. „Í fyrsta lagi hvort hugtakið, uppreist æru, sé barn síns tíma. Það eru mál sem lúta að tímalengd, hvað fela meðmælin í sér? Viljum við að sá sem óskar eftir uppreist æru sýni fram á það með einhverjum hætti að hann hafi leitað sátta við fórnarlömb sín eftir atvikum eða samfélagið í heild. Þetta þarf að skoða með opnum hug vegna þess að grundvallarsjónarmiðið er að við viljum búa í réttarríki og að fangelsisvist er fyrst og fremst betrunarvist.“

Málið snýr einnig að lögmannsréttindum og þá þurfi að horfa til annarra þátta. Svandís bendir á að þá þurfi ef til vill að skoða eðli brota. 

„Við viljum að þessi lög endurspegli þá kröfu í samfélaginu um gagnsæi og að það sé mjög skýrt á hverju ákvörðun stjórnvalds er byggð. Í öðru lagi þarf það að endurspegla það sem eru okkar lærdómar eftir hrunið; við viljum betra samfélag. Þetta hangir á þeirri spýtu, við viljum að lögin endurspegli sanngirni og réttlæti.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

13 fá styrk frá Isavia

19:52 Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum. Verkefnin eru af fjölbreyttum toga. Við val á styrkþegum er áhersla er lögð á umhverfismál, mannúðarmál, forvarnir, flugtengd málefni, listir, menningu og menntamál. Meira »

Lögreglan leitar að Davíð Fannari

19:46 Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar að Davíð Fannari Thorlacius, 19 ára.  Meira »

Átti ekki von á þessari niðurstöðu

19:19 „Frekar óvænt kom tækifærið núna og ég ákvað bara að stökkva á það,“ segir Hildur Björnsdóttir sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún segir áhugann alltaf hafa blundað í sér en hún hefur hefur starfað sem lögmaður síðustu ár. Meira »

Heimsþing kvenleiðtoga næstu 4 ár

19:11 Ríkisstjórn Íslands og Alþingi hafa gert samkomulag við WPL, Women Political Leaders, Global Forum um að efna til Heimsþings kvenleiðtoga á Íslandi ár hvert næstu fjögur ár. Meira »

Kastað í djúpu laugina strax

18:40 Árdís Ilmur Petty er 21 árs Reykjavíkurmær sem hafði lengi langað til þess að flytja til útlanda. Hún útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 2016 og þaðan lá leið hennar til Bournemouth á Bretlandi þar sem hún leggur stund á viðburðastjórnun við Bournemouth University. Meira »

Fær 8,7 milljónir vegna umferðarslyss

18:29 Hæstiréttur dæmdi föður manns og tryggingafélag hans til bótaskyldu vegna alvarlegs bílslyss. Farþegi bílsins fær frá þeim tæpar 8,7 milljónir króna í skaðabætur en hann slasaðist töluvert í slysinu. Hann er þó talinn meðábyrgur en ökumaðurinn, sonur hins bótaskylda, lést í slysinu. Meira »

Síðasti „hvellurinn“ í langri hrinu

17:58 Spár gera ráð fyrir enn einu leiðindaveðrinu síðdegis á morgun og annað kvöld. Veðurfræðingur segir þó huggun harmi gegn að allt líti út fyrir að hvellurinn á morgun sé sá síðasti í bili. Meira »

Framboðslistinn samþykktur í Valhöll

18:12 Tillaga kjörnefndar að framboðslista Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninga í vor var samþykktur nánast samhljóða á fundi í Valhöll. Þar fundaði Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Meira »

Svala fékk snert af heilablóðfalli

17:45 Svala Björgvinsdóttir fékk snert af heilablóðfalli síðastliðinn þriðjudag og var flutt á sjúkrahús í Los Angeles.  Meira »

Telur siðareglur hafa verið brotnar

17:37 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sent forsætisnefnd Alþingis erindi þar sem hann óskar formlega eftir því að nefndin taki til umfjöllunar hvort siðareglur alþingismanna hafi verið brotnar. Meira »

Skilur ekkert í „ísköldu mati“ Bjarna

17:28 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekkert skilja í nýjasta „ískalda hagsmunamati“ Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í tengslum við sölu ríkisins á hlut í Arion banka. Meira »

Uppsagnir hjá sýslumanni Vestlendinga

17:22 Talsverðar breytingar eru fram undan í hagræðingarskyni á skrifstofum sýslumannsins á Vesturlandi. Starfsmönnum verður fækkað um þrjá og starfshlutfall þriggja annarra verður lækkað, en tilkynnt var um þessar breytingar í síðustu viku. Meira »

Sameining skilar lægri rekstrarkostnaði

17:12 Eftir að þrjár ríkisstofnanir voru sameinaðar í eina stofnun, Samgöngustofu, hefur rekstrarkostnaðurinn lækkað. Árið 2013 voru Siglingastofnun Íslands, Umferðarstofa og Flugmálastjórn Íslands sameinaðar undir einn hatt, Samgöngustofnun. Meira »

Missti af 10 milljóna króna vinningi

16:33 Hæstiréttur sýknaði í dag Happdrætti Háskóla Íslands af skaðabótakröfu karlmanns. Maðurinn hafði samið um það við happdrættið að happdrættismiði yrði endurnýjaður mánaðarlega með skuldfærslu á kreditkort hans. Meira »

„Þetta er bara annað módel“

16:18 „Þetta er bara annað módel,“ segir Ragnar Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is spurður út í áform félagsins um að stofna leigufélag á sama tíma og það er þátttakandi í slíku félagi innan Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og hvort það sé ekki ávísin á óhagræði. Meira »

Fimm áskrifendur á leið til Cincinnati

16:42 Fimm áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins duttu í lukkupott­inn í morg­un þegar dregið var í happ­drætti Morg­un­blaðsins. Vinn­ings­haf­arn­ir hljóta hver fyr­ir sig gjafa­bréf fyr­ir tvo til Cincinnati í Banda­ríkj­un­um með WOW air. Meira »

Saur makað á útidyrahurðina

16:26 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að kona skuli sæta nálgunarbanni gagnvart barnsföður sínum í sex mánuði. Ekki var fallist á að konan skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart tveimur sonum þeirra eins og Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað. Meira »

Pawel gefur kost á sér í borginni

15:57 Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur tilkynnt á Facebook-síðu sinni að hann ætli að gefa kost á sér til framboðs í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Anne-Gaëlle et Benjamin
Le plus beau des voyages c'est celui que nous accomplissons désormais, celui qui...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6; 23/7, 3/...
 
Útkeyrsla - lagermaður
Lager/útkeyrsla
Útkeyrsla/ Lagermaður óskast E...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...