Þarf að breyta þessu vélræna ferli

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Fundurinn var mjög góður,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, í samtali við mbl.is, að loknum fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Svandís óskaði eftir fundinum þar sem ræddar voru regl­ur um upp­reist æru. 

Svandís segir hér sé um að ræða mjög aðkallandi mál fyrir þingið til að taka til skoðunar. „Þegar um er að ræða mál sem veldur svona mikilli ólgu í samfélaginu þá á þingið að leggja við hlustir sama hvort það er janúar eða júlí,“ segir Svandís en hún óskaði eftir svörum frá dómsmálaráðuneytinu er varða framkvæmd mála af þessu tagi og óskaði líka eftir svörum lögmannafélagsins að því er varðar sérstök ákvæði er lúta að lögmannsréttindum.

Að und­an­förnu hef­ur tals­vert verið fjallað um upp­reist æru eft­ir að lögmaður­inn Robert Dow­ney, áður Ró­bert Árni Hreiðars­son, fékk upp­reist æru og gat því end­ur­heimt lög­manns­rétt­indi sín en hann var árið 2008 dæmd­ur í þriggja ára fang­elsi fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn fjór­um stúlk­um.

Standi frammi fyrir orðnum hlut

Svandísi þykir niðurstaðan vera sú að í málum er lúta að uppreist æru sé ferlið mjög vélrænt og dómsmálaráðuneytið hafi innleitt það á undanförnum áratugum. „Þar er látið að því liggja að ráðherra og forseti á hverjum tíma standi frammi fyrir orðnum hlut. Ég hef efasemdir um að svo sé, þarna er um að ræða stjórnvaldsákvörðun um það að veita manni uppreist æru sem lítur að persónulegum og borgaralegum réttindum viðkomandi. Þar með þarf að liggja þar að baki og til grundvallar málefnaleg sjónarmið.“

Hún segir að Alþingi þurfi að hafa allar mögulegar leiðir til að tryggja að það geti séð forsendur þess þegar ráðherra lýkur við stjórnvaldsákvörðun. „Af þeirri ástæðu þá kallaði ég eftir á nefndarfundinum öllum gögnum sem lúta að veitingu uppreistar æru undanfarin skipti. Ráðuneytið er klárt á því að þeim ber að skila til nefndarinnar,“ segir Svandís en nefndin fundar aftur vegna málsins í ágúst.

„Við höfum fengið upplýsingar um að ráðherra sé að íhuga lagabreytingar að þessu leyti. Það er mitt mat að þarna sé um að ræða slíkt vandaverk að þar þurfi að vera þverpólitískur hópur sem komi að. Frumvarp af þessu tagi geti ekki orðið til bak við luktar dyr í því dómsmálaráðuneyti sem hefur innleitt þessa vélrænu framkvæmd.“

Þá segist Svandís telja brýnt að bæta skilning alls kerfisins á afleiðingum kynferðisbrota.

Margir hlutir sem þarf að skoða

Þingmaðurinn telur að það þurfi að skoða marga hluti. „Í fyrsta lagi hvort hugtakið, uppreist æru, sé barn síns tíma. Það eru mál sem lúta að tímalengd, hvað fela meðmælin í sér? Viljum við að sá sem óskar eftir uppreist æru sýni fram á það með einhverjum hætti að hann hafi leitað sátta við fórnarlömb sín eftir atvikum eða samfélagið í heild. Þetta þarf að skoða með opnum hug vegna þess að grundvallarsjónarmiðið er að við viljum búa í réttarríki og að fangelsisvist er fyrst og fremst betrunarvist.“

Málið snýr einnig að lögmannsréttindum og þá þurfi að horfa til annarra þátta. Svandís bendir á að þá þurfi ef til vill að skoða eðli brota. 

„Við viljum að þessi lög endurspegli þá kröfu í samfélaginu um gagnsæi og að það sé mjög skýrt á hverju ákvörðun stjórnvalds er byggð. Í öðru lagi þarf það að endurspegla það sem eru okkar lærdómar eftir hrunið; við viljum betra samfélag. Þetta hangir á þeirri spýtu, við viljum að lögin endurspegli sanngirni og réttlæti.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fyrirliði er mikilvægur í sambandi

06:30 Áslaug Kristjáns kynfræðingur ræddi fótbolta og kynlíf í síðdeginu á K100. Líkt og í fótbolta þarf gott lið að hafa liðstjóra og fyrirliða að sögn Áslaugar, sem segir fyrirliðahlutverkið mikilvægt í sambandinu svo parið verði ekki sundurleit heild sem vinnur ekki leikinn. Meira »

Datt á palli í Ingólfsstræti

06:06 Um hálfáttaleytið í gærkvöldi var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um slys við Ingólfsstræti.  Meira »

Handteknir í Hafnarfirði

06:03 Þrír menn voru handteknir í Hafnarfirði síðdegis í gær.   Meira »

Lægð sendir okkur dótturlægð

05:56 Eftir hádegi í dag má búast við sólarglætu sunnan- og vestanlands. „Eins og við er að búast stendur góðviðrið stutt því næsta lægð er í startholunum við Labrador,“ segir veðurfræðingur. Meira »

Hefði vel getað sprungið

05:30 Fallbyssukúlan sem fannst í Mosfellsbæ laust eftir hádegi í gær kom á land í gegnum sanddæluskip og þykir ótrúlegt að hún hafi ekki sprungið einhvers staðar á leiðinni úr sjó og þangað sem hún endaði. Meira »

Metfjöldi hundrað ára og eldri

05:30 „Í júnímánuði var sett met þegar fjöldi hundrað ára og eldri á lífi fór í fyrsta sinn yfir fimmtíu. Nú eru þeir 53, 15 karlar og 38 konur.“ Þetta segir Jónas Ragnarsson í innsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Leg látinna grædd í ófrjóar konur

05:30 Íslenskur kvensjúkdómalæknir, Jón Ívar Einarsson, var hluti af teymi lækna á Indlandi sem græddu leg úr gjafa í ófrjóa konu í sjaldgæfri skurðaðgerð. Meira »

Arkitekt að eigin lífi

Í gær, 23:00 „Gríman er fallin“, sagði Svava Björk Hjaltalín arkitekt í Magasíninu þegar hún lýsti árangrinum af þeirri sjálfsvinnu sem hún hefur verið í undanfarin ár. Á dögunum birti hún stöðuuppfærslu þar sem hún lýsti því hvernig eitt takmark af nokkrum hefði náðst og nú væru sex mánuðir eftir. Meira »

Krefst svara frá forsætisnefnd

Í gær, 22:48 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar þess efnis að bjóða Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, til hátíðarfundar á Þingvöllum. Þá gagnrýnir hann einnig að ekki hafi verið upplýst um aðkomu Kjærsgaard fyrr en í gær þrátt fyrir að henni hafi verið boðið til landsins í apríl. Hann mun kalla eftir skýrum svörum frá forsætisnefnd vegna málsins. Meira »

Píratar gerðu engar athugasemdir

Í gær, 22:07 „Eins og ég hef reynt að margsegja í dag þá er Pia Kjærsgaard ekki boðin hingað sem Pia Kjærsgaard eða vegna skoðana sinna. Hún er forseti danska þingsins,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við mbl.is. Meira »

Fólk hrætt um að eldurinn nálgist bæina

Í gær, 21:41 „Þetta er hérna allt í kringum okkur. Þetta voru fimm eldar síðast þegar ég vissi,“ segir Björn Fannar Björnsson, nemi í málmiðnum, sem búsettur er með fjölskyldu sína í Ljusdal í Gävleborg í Svíþjóð. Meira »

Segja lífeyrissjóði raska lánamarkaði

Í gær, 21:29 Matsfyrirtækið Standard & Poor´s segir lífeyrissjóðina skapa skekkju á íslenskum lánamarkaði þar sem sjóðunum er ekki gert að uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til fjármálafyrirtækja. Útlánastarfsemi lífeyrissjóðanna er sögð hafa áhrif á verðlagningu bankanna og stöðu útlánatrygginga þeirra. Meira »

Hvergi betra að vera kona en á Íslandi

Í gær, 20:42 Ástralski sjónvarpsþátturinn Dateline gerði Ísland að viðfangsefni sínu á dögunum þar sem fjallað var ítarlega um jafnrétti kynjanna. Þáttastjórnandinn, Janice Petersen, fer í þættinum um Ísland, kynnir sér stefnur og strauma í jafnréttismálum og mærir landið í hástert fyrir öfluga jafnréttisstefnu. Hún segir Ísland vera femíníska útópíu og hvergi sé betra í heiminum að vera kona en á Íslandi. Meira »

Gjaldtakan var forsenda útboðsins

Í gær, 19:58 „Þegar við tókum þátt í útboðinu fyrir ári síðan þá var ein forsenda útboðsins sú að hafin yrði gjaldtaka á þessu ytra stæði og við buðum náttúrulega í þetta miðað við þær forsendur,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdarstjóri Kynnisferða. Meira »

Magnús Stefánsson ráðinn bæjarstjóri

Í gær, 19:19 Á fundi bæjarstjórnar Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Garðs í dag var samþykkt tillaga um að Magnús Stefánsson verði ráðinn bæjarstjóri í Sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs kjörtímabilið 2018-2022. Meira »

Leggja ekki fram nýjar tillögur

Í gær, 19:02 Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra í fyrramálið. Til stóð að halda næsta samningafund á mánudaginn en ríkissáttasemjari ákvað að flýta fundinum í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin. Formenn samninganefndanna hafa ekki lagt fram nýjar tillögur til að leysa deiluna. Meira »

Mótmæli lituðu hátíðarfundinn

Í gær, 18:42 Mótmæli bæði áhorfenda og þingmanna settu svip sinn á hátíðarfund Alþingis, sem fram fór undir Lögbergi á Þingvöllum í dag. Mæting almennings á fundinn var mun dræmari en búist hafði verið við. Meira »

Norðmaður vann tæpar 29 milljónir

Í gær, 18:28 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottóút­drætti kvölds­ins en einn heppinn Norðmaður vann annan vinning og hlýtur 28,7 milljónir króna í vinning. Meira »

Leituðu til sendiráðsins vegna áreitis

Í gær, 18:06 „Þau eru búin að vera að lenda í allskonar skítkasti á víð og dreif um landið. Fólk að segja þeim að koma sér heim og að þau séu búin að eyðileggja náttúruna og að gefa þeim, „fokk“-merki,“ segir Magnús Ásgeirsson um frönsku ferðamennina tvo sem gerðust sekir um utanvegaakstur við Kerlingafjöll. Meira »