John Snorri náði á topp K3 í nótt

John Snorri Sigurjónsson á toppi K2.
John Snorri Sigurjónsson á toppi K2. Ljósmynd/Kári G. Schram

John Snorri Sigurjónsson stóð á toppi Broad Peak, sem yfirleitt gengur undir heitinu K3, klukkan fjögur í nótt. Hann er nú á leið í grunnbúðir en fjallið er þriðja fjallið sem er meira en átta þúsund metrar að hæð sem John Snorri toppar á fjórum mánuðum.

Hjör­dís Guðmunds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Lífs styrkt­ar­fé­lags, segir að hann hafi náð á topp Broad Peak um fjögurleytið en John Snorri er nú á leið í grunnbúðir að nýju. 

Lagt er af stað á K3 úr sömu grunn­búðum og fyr­ir göng­una á K2 og er hluti hópsins staddur í grunnbúðunum. Á morgun verður síðan lagt af stað til byggða frá grunnbúðunum en komið er með asna til þess að flytja hluta farangursins til byggða. Hjördís segir farangur hópsins mjög mikinn og að áætlað sé að gangan til byggða taki fjóra til fimm daga. 

John Snorri er væntanlegur heim til Íslands um miðjan ágúst en eðli málsins samkvæmt er erfitt að gefa nákvæma dagsetningu því veður og vindar skipta miklu máli varðandi ferðalagið frá grunnbúðum til Islamabad, höfuðborgar Pakistan. K2 og K3 eru á landamærum Pakistan og Kína.

Til stendur að fljúga frá Skardu-herflugvellinum í Gilgit-Baltistan héraði til Islamabad en þar sem monsúntímabilið stendur yfir er ekki víst að hægt verði að fljúgja vegna rigninga. Það er ekkert annað í boði en að fara fótgangandi til byggða, segir Hjördís sem hefur fylgst grannt með ferðalagi Johns Snorra undanfarnar vikur en hann safnar áheitum fyrir félagið á ferðalagi sínu. Söfnunin hefur gengið vel en allt söfnunarféð rennur til kvennadeildar Landspítalans.

Gangan á K3 er ekki sögð jafn erfið og gangan á K2, sem er talið hættulegasta fjall í heimi. John Snorri hafði ekki endilega ráðgert að fara á K3 en hluti hópsins sem fór með honum á K2 ákvað að fara og John Snorri taldi sig í nógu góðu standi til að slást í för með þeim.

John Snorri varð 16.  maí fyrstur Íslendinga til að ná á topp Lhotse, sem er fjórða hæsta fjall í heimi, 8.516 metrar, og er hluti af Everest-fjallgarðinum í Tíbet. Hann varð  28. júlí fyrst­ur Íslend­inga á topp fjalls­ins K2 sem er 8.611 metr­ar. K3 er 8051 metra hátt og tólfta hæsta fjall í heimi. 

Áheita­söfn­un John Snorra fyr­ir Líf styrkt­ar­fé­lag er enn í full­um gangi og hægt er að heita á kapp­ann á heimasíðu Lífs­spors. Einnig er hægt að hringja í síma 908-1515 og leggja þannig til 1.500 krón­ur. All­ur ágóði renn­ur beint til fé­lags­ins.

mbl.is

Innlent »

Umferðin inn í Reykjavík þyngist

16:30 Umferðin ætti að þyngjast inn í Reykjavík núna síðdegis og með kvöldinu. Veður var gott í dag þannig að ætla má að fólk hafi staldrað lengur við en ella í sumarbústöðum til að njóta sólarinnar. Meira »

Dísa farin til dýpkunar

15:47 Dýpkunarskipið Dísa er á leið í Landeyjahöfn til að dýpka höfnina en eins og kom fram fyrr í dag er dýpið í höfninni minnst um 3,7 metr­ar en Herjólf­ur rist­ir 4,2 metra. Meira »

„Vatnar út umsamdar launahækkanir“

14:54 Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinafélags, telur fréttirnar af breytingum á samningum starfsmanna hjá Fiskeldi Austfjarða ehf. setja kjarasamningana í uppnám. Meira »

Launakerfi breytt í aðdraganda samninga

14:23 Samningar starfsmanna Fiskeldis Austfjarða ehf. voru endurskoðaðir í vikunni sem leið, nokkrum dögum áður en lífskjarasamningar koma til samþykkta. Nokkrir voru óánægðir. Meira »

Sendir íbúum Srí Lanka samúðarkveðju

13:57 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi í dag samúðarkveðju til Maithripala Sirisena, forseta Srí Lanka, og annarra íbúa þar vegna hryðjuverkanna sem framin voru þar í landi í gær. Meira »

Ræða við foreldra ungmennanna

13:55 Ráðist var á ungan pilt af erlendum uppruna við verslunarkjarnann í Langarima í Grafarvogi síðdegis í gær. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns kannast lögreglan við málið og verður rætt við hlutaðeigandi foreldra og barnaverndaryfirvöld í dag og á morgun vegna þessa. Meira »

Segir íbúum haldið í gíslingu

12:37 Lóðsinn mældi dýpið í Landeyjahöfn síðdegis í gær. Á mælingunni má sjá að talsvert af sandi hefur safnast aftur fyrir á milli hafnargarðanna, sem og innan hafnar. Dýpið er nú minnst um 3,7 metrar en Herjólfur ristir 4,2 metra. Meira »

Húsasmiðjan líklega opnuð á morgun

12:10 Þrif standa yfir í verslun Húsasmiðjunnar í Dalshrauni og þar er búist við að hægt verði að opna í fyrramálið. Alltént verður timbursalan opin. Meira »

Töluvert tjón á bílum og húsnæði

11:14 Töluvert tjón varð á bílum og húsnæði þegar eldur kviknaði í bílakjallara blokkar á Sléttuvegi 7. Ekki liggur fyrir hvernig kviknaði í en upptökin eru talin hafa verið í dekkjum og einhvers konar hrúgu í kringum þau. Meira »

„Mjög hættulegur leikur“ hjá fyrirtækjum

09:56 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir gríðarlega alvarlegt að fyrirtæki skuli boða verðhækkanir í miðri atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Þá segir hún það „hættulegan leik“, því mörgum sé misboðið. Meira »

Sumardagurinn fyrsti sá besti

07:01 Allt bendir til þess að sumardagurinn fyrsti verði besti dagur vikunnar þegar kemur að veðri en þá er útlit fyrir fínasta hátíðarveður í flestum landshlutum, sólríkt og fremur hlýtt í veðri. Spáð er allt að 16 stiga hita á Vesturlandi á sumardaginn fyrsta. Meira »

Ofurölvi við verslun

06:53 Tilkynnt var til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um ofurölvi mann við verslun í hverfi 111 síðdegis í gær en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn farinn. Flest þeirra mála sem rötuðu í dagbók lögreglunnar tengjast akstri undir áhrifum fíkniefna. Meira »

Safnað fyrir endurgerð Sóleyjar

Í gær, 21:33 Ég kynntist konunni minni í kvikmyndanámi og við elskum bæði sögulegar og dulrænar kvikmyndir. Sóley er þannig mynd.“  Meira »

Baka í fyrsta íslenska viðarhitaða brauðofninum

Í gær, 21:30 „Þetta er ástríða mín og ég vildi taka þetta alla leið,“ seg­ir Mat­hi­as Ju­lien Spoerry franskur bakari sem opnar ásamt konu sinni Ellu Völu Ármanns­dótt­ur bakaríið Böggvisbrauð í Svarfaðardal. Brauðið er bakað úr nýmöluðu hveiti frá Frakklandi og bakað í viðarhituðum brauðofni þeim fyrsta hér á landi. Meira »

Rannsókn lokið í Dalshrauni

Í gær, 20:56 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lauk rannsóknar á vettvangi þar sem elds­voðinn varð í Dals­hrauni í Hafnar­f­irði í gær. Hann hefur nú verið afhentur tryggingafélagi. Meira »

Kólnar smám saman í veðri

Í gær, 20:51 Það gengur í norðan og norðaustan 8-13 m/s með rigningu eða slyddu á austanverðu landinu seint í kvöld og nótt, að því er Veðurstofa Íslands greinir frá. Það mun snjóa á fjallvegum og því má búast við versnandi færð þar. Meira »

Aldrei fóru fleiri vestur

Í gær, 20:20 „Það var ekkert drama, allt gekk upp og meira til, og aðsóknin hefur aldrei verið meiri,“ segir Kristján Freyr Hall­dórs­son, rokk­stjóri tón­list­ar­hátíðar­inn­ar Aldrei fór ég suður. Meira »

Innnes hækkar ekki vöruverð

Í gær, 18:49 Engar verðhækkanir vegna nýrra kjarasamninga eru í farvatninu hjá Innnesi, segir forstjóri fyrirtækisins. Hann segir samningamenn hafa sýnt skynsemi og að hinn nýi kjarasamningur sé góður. Meira »

Fiskeldi svar við risavöxnum áskorunum

Í gær, 18:23 Útflutningsverðmæti fiskeldis á ársgrundvelli hér á landi gæti komið til með að slaga hátt upp í útflutningsverðmæti þorskaflans, þegar okkur tekst að nýta burðarþol fjarðanna samkvæmt fyrirliggjandi burðarþolsmati Hafrannsóknastofnunar. Meira »
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
Vetur í Tungunum, Eyjasól ehf.
Nú er að skella sér í sumarbústað um helgina og eða næstu... Rúm fyrir 5-6. Tak...
Klettar - Heilsárshús - 80fm + 49fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...