„Það er svo ofboðslega kalt“

Frá tjaldsvæðinu í Laugardal. Konan hefur þurft að gista í ...
Frá tjaldsvæðinu í Laugardal. Konan hefur þurft að gista í tjaldi ásamt rúmlega syni sínum eftir að hafa verið í sex ár á biðlista eftir félagslegu húsnæði. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Lilja Helga Steinberg Matthíasdóttir, sem gistir í tjaldi í Laugardalnum með rúmlega tvítugum syni sínum vegna húsnæðisskorts, segir að ekki hafi verið annað í stöðunni fyrir sig en að greina fjölmiðlum frá erfiðri stöðu sinni.

Hún hefur verið í sex ár á biðlista hjá Reykjavíkurborg eftir félagslegu húsnæði.

„Þegar maður er kominn alla leið út á götu er ekkert annað í stöðunni. Mig langaði ekkert að gera þetta en ég vissi að ég yrði að gera það til að það yrði eitthvað gert í mínu máli og vonandi hjá fleirum,“ segir Lilja Helga í samtali við mbl.is.

Hún segist ekkert hafa heyrt í Reykjavíkurborg enn sem komið er í kjölfar fréttarinnar á RÚV í gærkvöldi. „Það er eins og þetta komi þeim ekki við,“ segir hún og bætir við að hún sé ekki sú eina sem er á götunni. „Ég veit um nokkra en því miður er fólk ekki sýnilegt.“

Boðið sex manna tjald

Spurð út í viðbrögð almennings við fréttinni segir hún að einn hafi hringt í sig í gær og boðið henni sex manna tjald en sjálf gistir hún í tveggja manna tjaldi með syni sínum. Einnig hafði ung stúlka af Suðurnesjum samband við hana á Facebook og bauð henni að gista hjá sér í tveggja herbergja íbúð.

Lilja Helga býst við því að þiggja boð mannsins sem bauð henni tjaldið en á ekki von á því að þiggja hitt boðið því þá segir hún að ekkert verði gert í sínum málum ef hún er komin inn í íbúð.

„Ég reikna með því að þiggja boð mannsins ef ekkert annað býðst. Það er svo ofboðslega kalt. Skrokkurinn er ekki góður og ég held ég sé að verða veik.“

Hún á pantað viðtal hjá lögfræðingi Reykjavíkurborgar á miðvikudaginn næsta og vonast til að eitthvað gerist í sínum málum í framhaldinu.

Hefur Reykjavíkurborg brugðist þér?

„Já, maður hefur alltaf unnið og borgað sína skatta. Ég geri það ennþá, þó svo að ég sé öryrki. Síðast var ég í fimm mánuði á götunni og þá komst ég inn í hús til systur minnar. Borgin náði ekki að redda mér á þessum fimm mánuðum. Þá tók ég íbúð á frjálsum markaði og öll launin fóru í mánaðarleigu. Núna hljóta þeir að gera eitthvað fyrir mig.“

mbl.is

Innlent »

Kynleg glíma kynjanna

19:18 Glímukeppni með yfirskriftinni Stríð kynjanna þar sem konur eins og Mánaskin, Legna prinsessa og Lilly stjarna berjast við karla, sem eru stærri en þær á alla kanta, nýtur mikilla vinsælda í Mexíkó. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

19:18 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru um 3,2 milljarðar króna.  Meira »

Ásgeir ráðinn upplýsingafulltrúi

18:44 Ásgeir Erlendsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hann hefur störf þar í maí en verður áfram einn umsjónarmanna Íslands í dag fram að því. Þetta staðfestir Ásgeir í samtali við mbl.is. Meira »

Biskup framlengir leyfi sóknarprests

18:30 Biskup Íslands hefur ákveðið að framlengja leyfi Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests Grensásprestakalls, ótímabundið á meðan mál hans er til ákvörðunar hjá embættinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

Persnesk vorhátíð í Ráðhúsinu

18:07 Nú fer fram Nowruz-vorhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur en hún er mikilvæg hjá þjóðarbrotum sem hafa persneskar rætur. 150 manns frá hinum ýmsu löndum taka þátt en margir þeirra eru flóttamenn og hælisleitendur. Eshan Ísaksson segir mestu máli skipta að safna fólkinu saman. Meira »

Ekki sekir um hafa velt bíl á hliðina

17:55 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað tvo menn sem voru ákærðir fyrir hafa mánudagskvöldið 27. júní 2016 „af gáska og á ófyrirleitinn hátt“ stofnað lífi og heilsu manns og konu í hættu með því að hafa velt bifreið á vinstri hlið er hún stóð kyrrstæð. Meira »

ASÍ tekur ekki sæti í Þjóðhagsráði

16:53 Miðstjórn ASÍ ákvað á fundi sínum í dag að Alþýðusambandið myndi ekki taka sæti í Þjóðhagsráði, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að útvíkka erindi ráðsins og ræða félagslegan stöðugleika ásamt efnahagslegum stöðugleika. Meira »

Mosfellsbær þarf að greiða yfir 20 milljónir

17:44 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Mosfellsbæ til þess að greiða Spennt ehf 20.099.106 krónur með dráttarvöxtum. Þá þarf Mosfellsbær að greiða 2.500.000 krónur í málskostnað. Meira »

„Grímulaus áróður gegn samningnum“

16:52 „Það eru vonbrigði að hann hafi verið felldur. Það kom kannski ekki á óvart miðað við að það var grímulaus áróður í gangi gegn samningnum af pólitískum aðilum sem lögðu mikið á sig við að fella hann án þess að greina frá því hvað gæti tekið við,” segir formaður Félags grunnskólakennara. Meira »

Komist aftur út á vinnumarkaðinn

16:40 „Við getum ekki horft upp á ungt fólk, þúsundum saman, stimplast út af vinnumarkaði, kannski fyrir lífstíð, ef við getum gert eitthvað í því. Það er rándýrt fyrir þjóðfélagið en það er auðvitað enn dýrkeyptara fyrir það fólk sjálft sem lendir í þessu.“ Meira »

Fer fram á 16 ára fangelsi

16:37 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á 16 ára fangelsisdóm yfir Khaled Cairo fyrir að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel í september í fyrra. Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Cairo, fór fram á að skjólstæðingi hans yrði ekki gerð refsing vegna þess að hann sé ósakhæfur. Meira »

Að bryggju 11 mínútum eftir neyðarkall

16:27 Norski dráttarbáturinn sem verið er að dæla upp úr í Faxagarði heitir FFS Amaranth og hefur það verkefni að draga togara frá Grænlandi. Meira »

Þurfa ekki að afhenda gögn frá Glitni

16:13 Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavik Media um að fjölmiðlunum sé ekki skylt að afhenda gögn sem þeir hafa undir höndum um viðskiptavini Glitnis. Þar á meðal gögn um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og fjölskyldu hans. Meira »

Grunnskólakennarar felldu samning

15:39 Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52% en já sögðu 29,74%. FG og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamninginn 13. mars. Þetta kemur fram á vefsíðu Kennarasambands Íslands. Meira »

Mættu með píkuna

15:00 „Okkar slagorð er: Við tökum vel á móti þér,“ segir Steina Þórey Ragnarsdóttir, varaformaður Ljósmæðrafélagsins sem var meðal þátttakenda í samstöðufundi með kjarabaráttu ljósmæðra. Mikill hugur var í fundargestum og eru ljósmæður orðnar þreyttar á að lítill gangur sé í viðræðunum. Meira »

Vilja hjólaleið milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar

15:58 Fjórtán þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi þess efnis að Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, verði falið að skipa starfshóp um gerð fýsilegrar hjólaleiðar milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Meira »

„Það er blóð úti um allt“

15:33 „Það er brjálaður maður hérna inni,“ heyrist nágranni Sanitu Brauna segja þegar hann hringir í neyðarlínuna kvöldið sem Sanita lét lífið. Símtalið var spilað við aðalmeðferð þar sem Khaled Cairo er ákærður fyrir morðið á Sanitu Brauna. Meira »

Telja Cairo sakhæfan

15:00 Tveir geðlæknar báru vitni fyrir dómi í dag og lýstu þeir því báðir að Khaled Cairo væri sakhæfur. Annar geðlæknirinn taldi líklegt að hlátur Cairo við skýrslutöku væri varnarviðbrögð frekar en geðrof eða eitthvað slíkt. Meira »