Heiðnar minjar í Víkurgarði

Hið gamla bílastæði Landssímans og þar á undan hluti Víkurkirkjugarðs …
Hið gamla bílastæði Landssímans og þar á undan hluti Víkurkirkjugarðs hins forna, þar sem fornleifauppgröftur fór fram í fyrra. Beðið er eftir að ákveðið verði um framtíðina. Samkvæmt skipulagi á þarna að rísa hótelbygging sem nær alveg út að Kirkjustræti. mbl.is/Hanna

Ýmislegt bendir til þess að mannvirki sem tengja má við útfararsiði og legstaði heiðinna manna hafi komið í ljós við fornleifauppgröftinn á bílastæðinu við Landssímahúsið gamla í miðbæ Reykjavíkur.

Þar í jörðu var hluti hins forna og kristna Víkurkirkjugarðar, þar sem 30 kynslóðir Reykvíkinga hvíla. Þetta staðfestir dr. Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur, sem stjórnaði uppgreftrinum og rannsókninni sem nú fer fram á minjunum.

Í umfjöllun um fund þennan í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að minjarnar sem um ræðir voru að mestu leyti horfnar vegna seinni tíma framkvæmda en þó benti ýmislegt til þess að heiðin mannvirki hefðu verið þarna i jörðu fyrir rúmum 1.100 árum. Vala segir þó of snemmt og ótímabært að fullyrða slíkt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert