Taka allt kjötið heim og selja

Hjónin Salbjörg Matthíasdóttir og Jónas Þór Viðarsson í Árdal treysta ...
Hjónin Salbjörg Matthíasdóttir og Jónas Þór Viðarsson í Árdal treysta bæði á önnur störf til tekjuöflunar. Úr einkasafni

„Við ætlum að taka allt heim því við sjáum ekki fram á að geta borgað einn einasta reikning fyrir innleggið,“ segir Salbjörg Matthíasdóttir, sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi í Árdal í Kelduhverfi. Hún hefur ákveðið að taka allt kjöt, 140 skrokka, heim og selja beint til neytenda.

Uggur er í sauðfjárbændum vegna þeirrar stöðu sem greinin er í. Í fyrra lækkuðu afurðastöðvarnar greiðslur til bænda um 10% en lækkunin þetta árið er yfirleitt á bilinu 25-36%. Rætt er um að fækka þurfi fé um 20%.

Salbjörg flutti heim í Árdal um jólin 2014 og tók í kjölfarið við búinu af foreldrum sínum. Hún segir að í ljósi þess að afurðastöðvarnar hafi lækkað verð til bænda jafnmikið og raun beri vitni sjái hún sér ekki annað fært en að taka kjötið heim og reyna að selja sjálf. Hún segir að þau hafi tekið sláturfé heim í litlum mæli frá 2015 en að nú þurfi þau að taka allt. Að öðrum kosti myndi innleggið ekki duga fyrir áburðinum á túnin.

Lifa af öðrum störfum

Hún segir í samtali við mbl.is að hún sé svo heppin að þau hjónin þurfi ekki að byggja afkomu sína á sauðfjárbúskap. Maðurinn hennar, Jónas Þór Viðarsson, sé trésmiður og þau reki auk þess ferðaþjónustu í Árdal. Þá hefur hún einnig tekjur af því að temja hesta. Sauðfjárræktin skili litlu sem engu.

„Túristarnir borguðu plastið þetta árið,“ segir hún og vísar til þess hversu ástandið í sauðfjárræktinni sé bágborið. „Við vorum með reikninga fyrir rúllun og áburð upp á 1,2 milljónir. Ég fékk eina milljón fyrir innleggið í fyrra og seldi þó slatta sjálf.“

Sendir kjötið með flugi

Salbjörg segir að þau muni sækja allt féð til Norðlenska daginn eftir slátrun. Þau leigi vottaða vinnslu á Laugum og vinni kjötið þar. Hún segist ekki þurfa að selja mikið sjálf til að það borgi sig og hún geti borgað reikninga – kannski ekki nema helming fjárins. Hún segist senda fólki kjöt með flugfélaginu Erni og til þessa hafi hún sjálf staðið straum af þeim kostnaði. Hún vonast til að geta gert það áfram en segir það ráðast af eftirspurninni.

Spurð hvort hún hafi velt því fyrir sér að hætta sauðfjárbúskap segir hún að það hafi vissulega hvarflað að henni, sérstaklega í sauðburði og á öðrum álagstímum. Hún hafi hins vegar að öðrum störfum að hverfa auk þess sem hún sé svo heppin að skulda ekkert. Margir aðrir séu í miklu verri stöðu. „Mér finnst þessi staða bara ömurleg og ég er fegin að þurfa ekki að lifa af þessu. Mér finnst þetta bara svo gaman að ég vil reyna að þrauka.“

Oddný Steina Valsdóttir, formaður stjórnar Landssambands sauðfjárbænda.
Oddný Steina Valsdóttir, formaður stjórnar Landssambands sauðfjárbænda. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þurfa að sjá leið út úr storminum

Oddný Steina Valsdóttir, stjórnarformaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir í samtali við mbl.is að heimtaka hafi aukist allnokkuð í fyrra. Hún segir að ekki sé ótrúlegt að þróun í þá átt haldi áfram, enda búi bændur að sjálfsbjargarviðleitni.

Hún segir að viðræður við ráðuneyti landbúnaðarmála gangi hægt og leggur áherslu á mikilvægi þess að tekið verði á ástandinu af krafti. „Mér finnst bara í svona ástandi, sem kemur til vegna utanaðkomandi áhrifa, þá eigi að sýna ábyrgð og taka á hlutunum, en ekki vera í einhverju hálfkáki.“ Hún segir að það sé alveg hægt að takast á við erfiða stöðu tímabundið en að bændur þurfi að sjá að það verði einhverjar leiðir færar út úr stöðunni.

Hún segir hljóðið í bændum þungt og þeir bíði átekta eftir niðurstöðu ráðuneytisins. „Þetta er ofboðslega þungt eins og er.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Höfðu nánast öll verið á Vogi

21:10 Af þeim sex einstaklingum á aldrinum 20-24 ára sem létust árið 2016 höfðu fimm verið á Vogi, segir Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi. Magnús Ólason, læknir á Reykjalundi, biður lækna að ávísa ekki ópíóíðum til fólks sem glímir við þráláta bakverki. Meira »

Svínaði fyrir lögreglu á rauðu ljósi

21:09 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti myndband á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld þar sem ökumaður bifreiðar keyrir yfir á rauðu ljósi á Sæbraut. Minnstu munaði að bifreiðin hefði hafnað á lögreglubílnum, sem var að beygja inn á Sæbrautina. Meira »

Borgarfjörður sagður í Síberíu

20:55 Axel Þór Ásþórsson rak upp stór augu þegar hann ætlaði að skoða myndir frá bænum Oymyakon í Síberíu á Google Earth. Ein myndanna er úr Borgarfirðinum en þar má sjá Hvítá, Tungukoll og Hafnarfjall í fjarska. Meira »

Lengi lifir í gömlum glæðum

20:15 Sveinbjörn Dýrmundsson hefur sannreynt að lengi lifir í gömlum glæðum í tónlistarbransanum í Bretlandi og vill kalla saman eldri tónlistarmenn hérlendis með sama hætti og gert er í Stockport og víðar. Meira »

Íslendingur með þriðja vinning

19:48 Einn heppinn lottóspilari var með hinn alíslenska þriðja vinning í víkingalottóútdrætti kvöldsins og fær hann 1.476.000 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á lotto.is. Hvorki fyrsti né annar vinningur gekk út og því verður fyrsti vinningur því þrefaldur og annar vinningur tvöfaldur í næstu viku. Meira »

Lyfin ráða för í lækningum

19:30 Læknar nálgast ekki sjúklinga í dag út frá þeirra þörfum heldur miklu frekar lyfjum, segir Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, fagstjóri lækninga á heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann og fleiri læknar sem fluttu erindi á Læknadögum um notkun ópíóíða lyfja eru sammála um að slíkum lyfjum sé of oft ávísað. Meira »

„Eldurinn“ var maður að grilla

18:45 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum vegna þess að íbúi við Hamraborg í Kópavogi hélt að það væri kviknað í hjá nágranna hans. Við komuna á staðinn komst slökkviliðið að því að „eldurinn“ var maður að grilla. Meira »

Ræddu norræna samvinnu og öryggismál

19:15 Tvíhliða samskipti Íslands og Svíþjóðar, norræn samvinna, Brexit og öryggismál voru meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Meira »

Hulunni svipt af hinsegin huldukonum

18:40 Sagnfræðingarnir Íris Ellenberger og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir ásamt Ástu Kristínu Benediktsdóttur, íslensku- og bókmenntafræðingi, standa fyrir heimildasöfnunar- og miðlunarverkefninu Hinsegin huldukonur. Meira »

Sveigja á milli hraðahindrana

18:25 Hraðahindranir í borginni hafa lengi verið umdeildar. Ein tegundin er lítið notuð í öðrum sveitarfélögum er hönnuð og framleidd hér á landi og er ætlað að vernda fjöðrun strætisvagna fyrir álagi. Hönnunin veldur því að bílstjórar sveigja á milli hindrana sem eykur ekki öryggi að sögn sérfræðings. Meira »

Þurfa að meta áhættu og viðbúnað

17:45 Landspítalinn hefur ekki ákveðið hvort keypt verða ný tæki eða tekið ákvörðun varðandi annan viðbúnað ef starfsfólk spítalans þarf aftur að sjóða neysluvatn vegna aukinna jarðvegsgerla. Meira »

WOW ekki bótaskylt vegna fugls

17:13 Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu farþega sem átti bókað flug með WOW air frá Barcelona til Keflavíkur í ágúst á síðasta ári. Fluginu var aflýst vegna vélarbilunar þar sem fugl fór inn í hreyfil flugvélarinnar í flugtaki. Meira »

„Ég er algjörlega kominn á botninn“

17:04 Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, er gefið að sök að hafa lagt á ráðin um markaðsmisnotkun bankans, en fyrir dómi í dag sagði hann það ekki vera rétt. Meira »

Verklagsreglum ekki verið fylgt

15:44 „Málið er litið alvarlegum augum,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag um muni sem haldlagðir voru í rannsókn lögreglunnar á skemmtistaðnum Strawberries árið 2013 en hafa ekki fundist í fórum hennar. Meira »

Taldi viðskiptin vera innan heimilda

15:13 „Mitt aðalstarf var stýring erlendra hlutabréfa,“ sagði Valgarð Már Valgarðsson, einn ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Hann kom þó einnig að nokkru leyti að viðskiptum deildar eigin viðskipta Glitnis með hlutabréf í bankanum sjálfum og fyrir það er hann ákærður. Meira »

Borgin og Rauði krossinn styrkja Vin

16:28 Reykjavíkurborg og Rauði krossinn hafa gert samning um að borgin greiði 47 milljónir til starfsemi Vinjar og tryggi þannig athvarf, fræðslu- og batasetur fyrir fólk með geðfötlun. Kostnaður við þjónustu er 42 milljónir króna og fimm milljónir eru vegna húsnæðiskostnaðar. Meira »

Velta fyrir sér mögulegum ástæðum

15:31 Yfirvöld í Fjarðarbyggð velta fyrir sér tveimur mögulegum ástæðum fyrir því að aukinn fjöldi jarðvegsgerla hefur greinst í Norðfirði. Meira »

Varðveisla sönnunargagna í beinni

14:53 Fundað verður í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í dag um varðveislu sönnunargagna í sakamálum. Fundurinn hefst klukkan 15:00 og verður steymt beint hér á mbl.is. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Flutnings, heimilis og Airbnb þrif
Vantar þig þrif ? Sendu okkur skilaboð og fáðu tilboð strax í dag! Systur ehf ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Range Rover SPORT 2015
EINN MEÐ ÖLLU: Glerþak, 22" felgur, rafm. krókur, stóra hljómkerfið, rafmagn í h...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
 
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...