Einn foss á dag á Facebook

Tómas við ónefndan foss í Eyvindafjarðará.
Tómas við ónefndan foss í Eyvindafjarðará. Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson

Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir og náttúruverndarsinni, og Ólafur Már Björnsson augnlæknir, munu á næstu 30 dögum birta á Facebook-síðum sínum myndir af þeim fossum sem verða undir vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar á norðurhluta Stranda. 

Foss í Eyjafjarðará.
Foss í Eyjafjarðará. Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson

Ein mynd af fossi verður birt á dag og í framhaldinu verður fossadagatalið gefið út í bæklingi og sent á fulltrúa fyrirtækja sem koma að framkvæmdinni, Alþingismanna, bæjar- og sveitarstjórna á Vestfjörðum, fulltrúa Umhverfisstofnunar, Skipulagsstofnunar, landverndar og Rammaáætlunar. 

Ónefndur foss í Eyvindarfjarðará. Þessi foss mun þurrkast upp með …
Ónefndur foss í Eyvindarfjarðará. Þessi foss mun þurrkast upp með Hvalárvirkjun. Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson

„Þannig vonumst við til að lýsa með myndum fegurð þessa einstaka svæðis og um leið hjálpa fólki að taka upplýsta ákvörðun um þessa umdeildu framkvæmd," skrifar Tómas í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun. 

Hvalárfoss.
Hvalárfoss. Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson

„Virkjunin er kennd við stærsta vatnsfall Vestfjarða, Hvalá og er sögð „lítil og snyrtileg“. Samt er hún 55 MW, sem er langt umfram þarfir Vestfjarða. Enda er orkunni ætlað annað – einkum til stóriðju á SV-horninu. Virkjunin mun ekki aðeins raska Hvalá heldur einnig ánum Rjúkandi og Eyvindarfjarðará. Nafnið Hvalárvirkjun er því beinlínis misvísandi," skrifar hann. 

„Í þessum þremur ám eru hundruð stórkostlegra fossa sem sumir hverjir eru á meðal tilkomumestu fossa landsins. Heiðunum sunnan Drangajökuls verður síðan breytt í uppistöðulón með meiriháttar jarðraski og allt að 30 m háum stífluvegg.“

Hvalárfoss.
Hvalárfoss. Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson

Hann bætir við að það hafi stuðað sig hversu fáir viti um fegurð fossana sem varða undir verði Hvalárvirkjun að veruleika.

Tómas skrifar einnig um að HS Orka hafi seilst eftir borunum í Eldvörpum, skammt frá virkjuninni í Svartsengi. „Eldvörpin eru ein helsta náttúruperla Suðurnesja sem eru það svæði á Íslandi þar sem ferðamannastraumur er hvað mestur og þar sem náttúran skapar íbúm þegar miklar tekjur."

Þrýstifall undir Svartsengisvirkjun á 900 m dýpi í eftirlitsholum í …
Þrýstifall undir Svartsengisvirkjun á 900 m dýpi í eftirlitsholum í Svartsengi og Eldvörpum frá 1980-2013.

Í greininni hvetur Tómas stjórnvöld jafnframt til að loka strax verksmiðju United Silicon og ýta áformum um byggingu Kísilvers Thorsils út af borðinu. 

„Þá munu börn og fullorðnir á Reykjanesi ekki einungis njóta betri heilsu með hreinna lofti heldur verður hægt að varðveita náttúruperlur á Ströndum og Eldvörpum – enda kaupendur að orkunni gufaðir upp. Slík ákvörðun væri því eins og kaupmenn segja „tveir fyrir einn“ – og öllum Íslendingum, ekki síst komandi kynslóðum, til farsældar," skrifar Tómas.

Rjúkandi.
Rjúkandi. Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson
Foss í Eyvindafjarðará.
Foss í Eyvindafjarðará. Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson
Fossar í Eyvindarfjarðará.
Fossar í Eyvindarfjarðará. Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson
Dynjandi.
Dynjandi. Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson
Rjúkandi.
Rjúkandi. Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert