Seljalandsfossi lokað vegna hruns

Seljalandsfoss.
Seljalandsfoss. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Lögreglan á Suðurlandi hefur, í samráði við landeigendur við Seljalandsfoss, lokað gönguleiðinni bak við fossinn eftir að allnokkurt grjóthrun varð úr berginu skammt frá honum og niður undir planið við fossinn.

Steinar sem vega a.m.k. 100 kg hver hrundu niður og er það mat þeirra sem til sáu að veruleg hætta hafi skapast af þessu. Gönguleiðin verður lokuð fram yfir helgi en vísbendingar eru um að mögulega muni hrynja frekar úr berginu þarna á næstunni og það þarf að skoða betur, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Sjá myndband mbl.is: „Drifu sig samstundis í burtu“

mbl.is