Taktu mig við uppþvottavélina

Það er sérstök stemning í Hafnarhúsinu þessa dagana þar sem nokkrir ungir karlmenn gutla á kassagítar og raula við klassískt atriði úr fyrstu alíslensku kvikmyndinni í fullri lengd, Morðsögu frá 1977. 

Kvikmyndaatriðið er síendurtekið þriggja mínútna myndband af karli og konu í ástarleik í eldhúsi en þau eru foreldrar Ragnars Kjartanssonar listamanns og höfundar gjörningsins. Innsetningin nefnist: Taktu mig hérna við uppþvottavélina og er hluti af sýningunni Guð hvað mér líður illa

Tónlistarmennirnir eru tíu talsins og eru bjórflöskur farnar að safnast fyrir í salnum eftir meira en tíu daga flutning á verkinu en það var tónskáldið Kjartan Sveinsson sem sá um útsetningu á tónlistinni. Gjörningurinn stendur yfir til sunnudags.

mbl.is

Bloggað um fréttina